Veitti viðurkenningar vegna skútubjörgunar Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2017 12:53 Athöfnin fór fram um borð í varðskipinu Þór. landhelgisgæslan Charles D. Michel, aðmíráll og næstæðsti yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, sæmdi í morgun skipverja á Árna Friðrikssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, áhöfn flugvélar Isavia, TF-FMS, og starfsmenn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðurkenningu fyrir þátt þeirra í að bjarga áhöfn bandarísku skútunnar Valiantí sumar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að athöfnin hafi farið fram um borð í varðskipinu Þór þar sem þeir Michel aðmíráll og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, áttu stuttan fund fyrr um morguninn. Michel er staddur á Íslandi í tengslum við Arctic Circle-ráðstefnuna í Hörpu. „Ingvi Friðriksson skipstjóri á Árni Friðrikssyni, var sæmdur sérstakri viðurkenningu fyrir hugdirfsku (e. Certificate of Valor)en áhöfn skipsins fékk viðurkenningu fyrir störf í almannaþágu (e. Certificate of Public Service). Flugstjóri og flugmaður TF-FMS og varðstjórar og stjórnandi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar voru einnig sæmdir viðurkenningu fyrir störf í almannaþágu. Bandaríska skútan Valiant lenti í alvarlegum sjávarháska aðfaranótt 26. júlí þegar brotsjór reið yfir hana. Þrír voru um borð. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar nam boð frá neyðarsendi skútunnar djúpt suðvestur af landinu, skammt utan við mörk fiskveiðilögsögunnar. Varðstjórar og stjórnandi í stjórnstöðinni skipulögðu og stýrðu aðgerðum sem leiddu að lokum til þess að skútan fannst og áhöfninni var bjargað.landhelgisgæslanRannsóknarskipið Árni Friðriksson var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu neyðarsendisins og óskaði stjórnstöð LHG eftir því að skipið færi þegar á vettvang. Snemma um morguninn var flugvél Isavia, TF-FMS, var kölluð út til leitar og tókst flugmönnum hennar að miða út fjarskiptasendingar frá skútunni og staðsetja hana með nákvæmum hætti. Var Árna Friðrikssyni í framhaldinu beint á staðinn. Skipstjóri og áhöfn rannsóknarskipsins björguðu mönnunum þremur um borð við krefjandi aðstæður og hlúðu vel að þeim uns hægt var að koma þeim í land nokkrum dögum síðar. Talsvert var fjallað um málið í fjölmiðlum, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Fyrr í haust hafði embættismaður í bandaríska sendiráðinu á Íslandi samband við Landhelgisgæsluna og tilkynnti um að bandaríska strandgæslan vildi heiðra þá Íslendinga sem mestan þátt áttu í þessari giftusamlegu björgun þar sem góð samvinna og fumlaus vinnubrögð starfsfólks þessara þriggja stofnana réðu mestu um hve vel fór,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 „Þakklæti er okkur efst í huga“ Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. 28. júlí 2017 18:51 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Charles D. Michel, aðmíráll og næstæðsti yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, sæmdi í morgun skipverja á Árna Friðrikssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, áhöfn flugvélar Isavia, TF-FMS, og starfsmenn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðurkenningu fyrir þátt þeirra í að bjarga áhöfn bandarísku skútunnar Valiantí sumar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að athöfnin hafi farið fram um borð í varðskipinu Þór þar sem þeir Michel aðmíráll og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, áttu stuttan fund fyrr um morguninn. Michel er staddur á Íslandi í tengslum við Arctic Circle-ráðstefnuna í Hörpu. „Ingvi Friðriksson skipstjóri á Árni Friðrikssyni, var sæmdur sérstakri viðurkenningu fyrir hugdirfsku (e. Certificate of Valor)en áhöfn skipsins fékk viðurkenningu fyrir störf í almannaþágu (e. Certificate of Public Service). Flugstjóri og flugmaður TF-FMS og varðstjórar og stjórnandi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar voru einnig sæmdir viðurkenningu fyrir störf í almannaþágu. Bandaríska skútan Valiant lenti í alvarlegum sjávarháska aðfaranótt 26. júlí þegar brotsjór reið yfir hana. Þrír voru um borð. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar nam boð frá neyðarsendi skútunnar djúpt suðvestur af landinu, skammt utan við mörk fiskveiðilögsögunnar. Varðstjórar og stjórnandi í stjórnstöðinni skipulögðu og stýrðu aðgerðum sem leiddu að lokum til þess að skútan fannst og áhöfninni var bjargað.landhelgisgæslanRannsóknarskipið Árni Friðriksson var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu neyðarsendisins og óskaði stjórnstöð LHG eftir því að skipið færi þegar á vettvang. Snemma um morguninn var flugvél Isavia, TF-FMS, var kölluð út til leitar og tókst flugmönnum hennar að miða út fjarskiptasendingar frá skútunni og staðsetja hana með nákvæmum hætti. Var Árna Friðrikssyni í framhaldinu beint á staðinn. Skipstjóri og áhöfn rannsóknarskipsins björguðu mönnunum þremur um borð við krefjandi aðstæður og hlúðu vel að þeim uns hægt var að koma þeim í land nokkrum dögum síðar. Talsvert var fjallað um málið í fjölmiðlum, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Fyrr í haust hafði embættismaður í bandaríska sendiráðinu á Íslandi samband við Landhelgisgæsluna og tilkynnti um að bandaríska strandgæslan vildi heiðra þá Íslendinga sem mestan þátt áttu í þessari giftusamlegu björgun þar sem góð samvinna og fumlaus vinnubrögð starfsfólks þessara þriggja stofnana réðu mestu um hve vel fór,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 „Þakklæti er okkur efst í huga“ Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. 28. júlí 2017 18:51 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03
„Þakklæti er okkur efst í huga“ Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. 28. júlí 2017 18:51