Lífið

Myndaveisla frá stórtónleikum í Þjóðleikhúsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargir létu sjá sig.
Fjölmargir létu sjá sig. Ljósmyndari/Kristinn Magnússon
Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna steig á svið í Þjóðleikhúsinu um helgina og mátti m.a. sjá Fjallabræður, Albatross, Mugsion, Lay Low, Sverrir Bergmann og Magnús Þór Sigmundsson.

Það var Öryggismiðstöðin sem bauð fjölmörgum gestum á fagnaðinn og var tilefnið að fagna nýrri lausn fyrir heimili og sumarhús í öryggismálum.

Gestir fjölmenntu og fullt var út úr dyrum í Þjóðleikhúsinu og dagskráin ekki af verri endanum.

„Það er árviss viðburður hjá okkur að fagna haustinu með stæl og nú í ár tengdum við Haustfagnaðinn við Snjallöryggi sem er ný kynslóð öryggiskerfa fyrir heimili og sumarhús. Snjallöryggi gerir heimilið enn betur varið en áður og gerir notendum kleift að stjórna heimilinu í gegnum app í snjallsíma,“ segir Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar.

„Við appið er hægt að tengja eftirlitsmyndavélar, margvísleg snjalltengi og snjallperur sem gerir notendum kleift að stýra ljósum, hitastigi og raftækjum svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið heppnaðist gríðarlega vel og við erum mjög ánægð að geta boðið gestum okkar upp á þessa frábæru íslensku tónlistarveislu. Við vorum einnig með stóran hóp af erlendum samstarfsaðilum í heimsókn hjá okkur og þau áttu vart orð til að lýsa ánægju sinni með íslensku tónlistarmennina.“ 

Ljósmyndari/Kristinn Magnússon





Fleiri fréttir

Sjá meira


×