Lífið

Kærasti ársins fundinn: Skipti um skópar við kærustuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvöru herramaður.
Alvöru herramaður.
Það þekkja eflaust flestallar konur tilfinninguna að vera að drepast í löppunum eftir að hafa verið í háhæluðum skóm í dágóðan tíma.

Weibo er kínverskur samfélagsmiðill sem er svipaður og Facebook. Á dögunum fóru myndir af manni í háhæluðum skóm að dreifast um samfélagsmiðilinn en hann skipti einfaldlega um skópar við kærustuna sína á spítalanum.

Frá þessu greinir miðillinn Mashable en talað er um að kærasti ársins sé fundinn en kærastan hans fékk svarta sandala meðan hún beið eftir því að komast til læknis. Hér að neðan má sjá myndir sem náðust af kappanum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×