Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 10:06 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún er sú kona sem oftast er rætt við í ljósvakamiðlum. vísir/anton brink Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar um tvö prósentustig á milli ára og eru nú 35 af hverjum 100 viðmælendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu en það er Creditinfo sem mælir stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Hefur konum fjölgað um fimm prósentustig á síðustu fjórum árum. Oftast er talað við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna. Mæling á hlutföllum kynjanna í ljósvakamiðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgjunnar, Sjónvarpsins og Stöð 2 á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Horft er til allra viðmælenda frétta í ljósvakamiðlum. Auk frétta eru helstu þættir mældir. Í tilkynningu segir að færri konur birtist sem viðmælendur í fréttum heldur en þáttum og er hlutfallið 33 prósent sem er þó einu prósentustigi betra en árið á undan. Í þáttum innlendra ljósvakamiðla eru karlar svo 62 prósent viðmælenda þó að konur sæki í sig veðrið og eru tveimur prósentustigum fleiri nú en árið á undan. Þá er ekki marktækur munur á milli sjónvarps- og útvarpsfrétta en fréttatímar RÚV standa sig betur en fréttatímar 365. „Konur eru 37% viðmælenda þar á móti 63% karla. Þær eru fimm prósentustigum færri hjá 365, eða 32% á móti 68%. Þátturinn Samfélagið á Rás 1 stendur sig best. Þar eru konur 51% viðmælenda en karlar 49%. Reykjavík Síðdegis stendur sig verst, með hlutfallið 24% konur á móti 76% karla – og dalar hlutfall kvenna milli ára. Áhugavert er að sjá dreifingu viðmælenda en 3% þeirra komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljósvakamiðlum á tímabilinu 1. september 2016- 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 konur. Sjö konur eru á topp tuttugu vinsælustu viðmælenda. Allar eru þær í stjórnmálum; Katrín Jakobsdóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Á. Andersen,“ segir í tilkynningu FKA. Tengdar fréttir Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar um tvö prósentustig á milli ára og eru nú 35 af hverjum 100 viðmælendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu en það er Creditinfo sem mælir stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Hefur konum fjölgað um fimm prósentustig á síðustu fjórum árum. Oftast er talað við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna. Mæling á hlutföllum kynjanna í ljósvakamiðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgjunnar, Sjónvarpsins og Stöð 2 á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Horft er til allra viðmælenda frétta í ljósvakamiðlum. Auk frétta eru helstu þættir mældir. Í tilkynningu segir að færri konur birtist sem viðmælendur í fréttum heldur en þáttum og er hlutfallið 33 prósent sem er þó einu prósentustigi betra en árið á undan. Í þáttum innlendra ljósvakamiðla eru karlar svo 62 prósent viðmælenda þó að konur sæki í sig veðrið og eru tveimur prósentustigum fleiri nú en árið á undan. Þá er ekki marktækur munur á milli sjónvarps- og útvarpsfrétta en fréttatímar RÚV standa sig betur en fréttatímar 365. „Konur eru 37% viðmælenda þar á móti 63% karla. Þær eru fimm prósentustigum færri hjá 365, eða 32% á móti 68%. Þátturinn Samfélagið á Rás 1 stendur sig best. Þar eru konur 51% viðmælenda en karlar 49%. Reykjavík Síðdegis stendur sig verst, með hlutfallið 24% konur á móti 76% karla – og dalar hlutfall kvenna milli ára. Áhugavert er að sjá dreifingu viðmælenda en 3% þeirra komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljósvakamiðlum á tímabilinu 1. september 2016- 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 konur. Sjö konur eru á topp tuttugu vinsælustu viðmælenda. Allar eru þær í stjórnmálum; Katrín Jakobsdóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Á. Andersen,“ segir í tilkynningu FKA.
Tengdar fréttir Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00