Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 10:06 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún er sú kona sem oftast er rætt við í ljósvakamiðlum. vísir/anton brink Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar um tvö prósentustig á milli ára og eru nú 35 af hverjum 100 viðmælendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu en það er Creditinfo sem mælir stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Hefur konum fjölgað um fimm prósentustig á síðustu fjórum árum. Oftast er talað við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna. Mæling á hlutföllum kynjanna í ljósvakamiðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgjunnar, Sjónvarpsins og Stöð 2 á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Horft er til allra viðmælenda frétta í ljósvakamiðlum. Auk frétta eru helstu þættir mældir. Í tilkynningu segir að færri konur birtist sem viðmælendur í fréttum heldur en þáttum og er hlutfallið 33 prósent sem er þó einu prósentustigi betra en árið á undan. Í þáttum innlendra ljósvakamiðla eru karlar svo 62 prósent viðmælenda þó að konur sæki í sig veðrið og eru tveimur prósentustigum fleiri nú en árið á undan. Þá er ekki marktækur munur á milli sjónvarps- og útvarpsfrétta en fréttatímar RÚV standa sig betur en fréttatímar 365. „Konur eru 37% viðmælenda þar á móti 63% karla. Þær eru fimm prósentustigum færri hjá 365, eða 32% á móti 68%. Þátturinn Samfélagið á Rás 1 stendur sig best. Þar eru konur 51% viðmælenda en karlar 49%. Reykjavík Síðdegis stendur sig verst, með hlutfallið 24% konur á móti 76% karla – og dalar hlutfall kvenna milli ára. Áhugavert er að sjá dreifingu viðmælenda en 3% þeirra komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljósvakamiðlum á tímabilinu 1. september 2016- 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 konur. Sjö konur eru á topp tuttugu vinsælustu viðmælenda. Allar eru þær í stjórnmálum; Katrín Jakobsdóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Á. Andersen,“ segir í tilkynningu FKA. Tengdar fréttir Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar um tvö prósentustig á milli ára og eru nú 35 af hverjum 100 viðmælendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu en það er Creditinfo sem mælir stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Hefur konum fjölgað um fimm prósentustig á síðustu fjórum árum. Oftast er talað við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna. Mæling á hlutföllum kynjanna í ljósvakamiðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgjunnar, Sjónvarpsins og Stöð 2 á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Horft er til allra viðmælenda frétta í ljósvakamiðlum. Auk frétta eru helstu þættir mældir. Í tilkynningu segir að færri konur birtist sem viðmælendur í fréttum heldur en þáttum og er hlutfallið 33 prósent sem er þó einu prósentustigi betra en árið á undan. Í þáttum innlendra ljósvakamiðla eru karlar svo 62 prósent viðmælenda þó að konur sæki í sig veðrið og eru tveimur prósentustigum fleiri nú en árið á undan. Þá er ekki marktækur munur á milli sjónvarps- og útvarpsfrétta en fréttatímar RÚV standa sig betur en fréttatímar 365. „Konur eru 37% viðmælenda þar á móti 63% karla. Þær eru fimm prósentustigum færri hjá 365, eða 32% á móti 68%. Þátturinn Samfélagið á Rás 1 stendur sig best. Þar eru konur 51% viðmælenda en karlar 49%. Reykjavík Síðdegis stendur sig verst, með hlutfallið 24% konur á móti 76% karla – og dalar hlutfall kvenna milli ára. Áhugavert er að sjá dreifingu viðmælenda en 3% þeirra komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljósvakamiðlum á tímabilinu 1. september 2016- 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 konur. Sjö konur eru á topp tuttugu vinsælustu viðmælenda. Allar eru þær í stjórnmálum; Katrín Jakobsdóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Á. Andersen,“ segir í tilkynningu FKA.
Tengdar fréttir Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00