Rúmlega fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 5 til 8 ára á sína eigin spjaldtölvu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 15:21 Rannsókn Steingerðar snýr að miðlanotkun barna á aldrinum 0 til 8 ára. vísir/getty 27 prósent íslenskra barna á aldrinum 5 til 8 ára sem tóku þátt í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, eiga sína eigin spjaldtölvu og 85 prósent þeirra hafa aðgang að spjaldtölvu. Þá nota yfir 30 prósent barna á fyrsta og öðru aldursári spjaldtölvu eða tölvu. Steingerður, sem er lektor á Menntavísindasviði, kynnir fyrsta yfirlit úr rannsókn sinni á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs, á morgun. Rannsóknin er unnin í samstarfi við skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Heimili og skóla, SAFT. „Rannsóknin snýr að miðlanotkun 0 til 8 ára barna. Ég skoðaði hvaða tæki og miðla börnin nota, hvaða tæki þau eiga eða hafa aðgang að. Þá var ég einnig að kanna viðhorf foreldra. Það voru sendir út 1448 spurningalistar og svör bárust frá 860 foreldrum svo svarhlutfallið var 59 prósent,“ segir Steingerður í samtali við Vísi.Steingerður Ólafsdóttir, lektor.85 prósent barna á aldrinum 5 til 8 ára hafa aðgang að spjaldtölvu samkvæmt rannsókn Steingerðar, það er samtals þau sem eiga sína eigin spjaldtölvu og þau sem hafa aðgang að henni heima hjá sér.. 10 prósent barna á aldrinum 2 til 4 eiga síðan sína eigin spjaldtölvu og samtals hafa 70 prósent þeirra aðgang að spjaldtölvu. Steingerður bendir á að þó að börn hafi aðgang að spjaldtölvu þýði það ekki að þau noti hana. Þá þurfi þetta alls ekki að vera eitthvað slæmt. „Ég myndi segja að þetta væri veruleikinn á tímum þessara snjalltækja og veruleiki sem foreldrar þurfa að takast á við. Ýmis tækifæri felast í snjalltækjunum og foreldrar ættu að leggja áherslu á að vera me börnunum við miðlanotkun,“ segir Steingerður. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar í Svíþjóð frá árinu 2010 og er rannsókn Steingerðar að fyrirmynd sænsku fjölmiðlanefndarinnar. Hún segir niðurstöðurnar í nýjustu rannsókninni sem gerð var þar sambærilegar niðurstöðum í íslensku rannsókninni nú. Eins og áður segir verður rannsóknin kynnt á Menntakviku á morgun en allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
27 prósent íslenskra barna á aldrinum 5 til 8 ára sem tóku þátt í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, eiga sína eigin spjaldtölvu og 85 prósent þeirra hafa aðgang að spjaldtölvu. Þá nota yfir 30 prósent barna á fyrsta og öðru aldursári spjaldtölvu eða tölvu. Steingerður, sem er lektor á Menntavísindasviði, kynnir fyrsta yfirlit úr rannsókn sinni á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs, á morgun. Rannsóknin er unnin í samstarfi við skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Heimili og skóla, SAFT. „Rannsóknin snýr að miðlanotkun 0 til 8 ára barna. Ég skoðaði hvaða tæki og miðla börnin nota, hvaða tæki þau eiga eða hafa aðgang að. Þá var ég einnig að kanna viðhorf foreldra. Það voru sendir út 1448 spurningalistar og svör bárust frá 860 foreldrum svo svarhlutfallið var 59 prósent,“ segir Steingerður í samtali við Vísi.Steingerður Ólafsdóttir, lektor.85 prósent barna á aldrinum 5 til 8 ára hafa aðgang að spjaldtölvu samkvæmt rannsókn Steingerðar, það er samtals þau sem eiga sína eigin spjaldtölvu og þau sem hafa aðgang að henni heima hjá sér.. 10 prósent barna á aldrinum 2 til 4 eiga síðan sína eigin spjaldtölvu og samtals hafa 70 prósent þeirra aðgang að spjaldtölvu. Steingerður bendir á að þó að börn hafi aðgang að spjaldtölvu þýði það ekki að þau noti hana. Þá þurfi þetta alls ekki að vera eitthvað slæmt. „Ég myndi segja að þetta væri veruleikinn á tímum þessara snjalltækja og veruleiki sem foreldrar þurfa að takast á við. Ýmis tækifæri felast í snjalltækjunum og foreldrar ættu að leggja áherslu á að vera me börnunum við miðlanotkun,“ segir Steingerður. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar í Svíþjóð frá árinu 2010 og er rannsókn Steingerðar að fyrirmynd sænsku fjölmiðlanefndarinnar. Hún segir niðurstöðurnar í nýjustu rannsókninni sem gerð var þar sambærilegar niðurstöðum í íslensku rannsókninni nú. Eins og áður segir verður rannsóknin kynnt á Menntakviku á morgun en allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira