Rúmlega fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 5 til 8 ára á sína eigin spjaldtölvu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 15:21 Rannsókn Steingerðar snýr að miðlanotkun barna á aldrinum 0 til 8 ára. vísir/getty 27 prósent íslenskra barna á aldrinum 5 til 8 ára sem tóku þátt í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, eiga sína eigin spjaldtölvu og 85 prósent þeirra hafa aðgang að spjaldtölvu. Þá nota yfir 30 prósent barna á fyrsta og öðru aldursári spjaldtölvu eða tölvu. Steingerður, sem er lektor á Menntavísindasviði, kynnir fyrsta yfirlit úr rannsókn sinni á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs, á morgun. Rannsóknin er unnin í samstarfi við skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Heimili og skóla, SAFT. „Rannsóknin snýr að miðlanotkun 0 til 8 ára barna. Ég skoðaði hvaða tæki og miðla börnin nota, hvaða tæki þau eiga eða hafa aðgang að. Þá var ég einnig að kanna viðhorf foreldra. Það voru sendir út 1448 spurningalistar og svör bárust frá 860 foreldrum svo svarhlutfallið var 59 prósent,“ segir Steingerður í samtali við Vísi.Steingerður Ólafsdóttir, lektor.85 prósent barna á aldrinum 5 til 8 ára hafa aðgang að spjaldtölvu samkvæmt rannsókn Steingerðar, það er samtals þau sem eiga sína eigin spjaldtölvu og þau sem hafa aðgang að henni heima hjá sér.. 10 prósent barna á aldrinum 2 til 4 eiga síðan sína eigin spjaldtölvu og samtals hafa 70 prósent þeirra aðgang að spjaldtölvu. Steingerður bendir á að þó að börn hafi aðgang að spjaldtölvu þýði það ekki að þau noti hana. Þá þurfi þetta alls ekki að vera eitthvað slæmt. „Ég myndi segja að þetta væri veruleikinn á tímum þessara snjalltækja og veruleiki sem foreldrar þurfa að takast á við. Ýmis tækifæri felast í snjalltækjunum og foreldrar ættu að leggja áherslu á að vera me börnunum við miðlanotkun,“ segir Steingerður. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar í Svíþjóð frá árinu 2010 og er rannsókn Steingerðar að fyrirmynd sænsku fjölmiðlanefndarinnar. Hún segir niðurstöðurnar í nýjustu rannsókninni sem gerð var þar sambærilegar niðurstöðum í íslensku rannsókninni nú. Eins og áður segir verður rannsóknin kynnt á Menntakviku á morgun en allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
27 prósent íslenskra barna á aldrinum 5 til 8 ára sem tóku þátt í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, eiga sína eigin spjaldtölvu og 85 prósent þeirra hafa aðgang að spjaldtölvu. Þá nota yfir 30 prósent barna á fyrsta og öðru aldursári spjaldtölvu eða tölvu. Steingerður, sem er lektor á Menntavísindasviði, kynnir fyrsta yfirlit úr rannsókn sinni á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs, á morgun. Rannsóknin er unnin í samstarfi við skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Heimili og skóla, SAFT. „Rannsóknin snýr að miðlanotkun 0 til 8 ára barna. Ég skoðaði hvaða tæki og miðla börnin nota, hvaða tæki þau eiga eða hafa aðgang að. Þá var ég einnig að kanna viðhorf foreldra. Það voru sendir út 1448 spurningalistar og svör bárust frá 860 foreldrum svo svarhlutfallið var 59 prósent,“ segir Steingerður í samtali við Vísi.Steingerður Ólafsdóttir, lektor.85 prósent barna á aldrinum 5 til 8 ára hafa aðgang að spjaldtölvu samkvæmt rannsókn Steingerðar, það er samtals þau sem eiga sína eigin spjaldtölvu og þau sem hafa aðgang að henni heima hjá sér.. 10 prósent barna á aldrinum 2 til 4 eiga síðan sína eigin spjaldtölvu og samtals hafa 70 prósent þeirra aðgang að spjaldtölvu. Steingerður bendir á að þó að börn hafi aðgang að spjaldtölvu þýði það ekki að þau noti hana. Þá þurfi þetta alls ekki að vera eitthvað slæmt. „Ég myndi segja að þetta væri veruleikinn á tímum þessara snjalltækja og veruleiki sem foreldrar þurfa að takast á við. Ýmis tækifæri felast í snjalltækjunum og foreldrar ættu að leggja áherslu á að vera me börnunum við miðlanotkun,“ segir Steingerður. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar í Svíþjóð frá árinu 2010 og er rannsókn Steingerðar að fyrirmynd sænsku fjölmiðlanefndarinnar. Hún segir niðurstöðurnar í nýjustu rannsókninni sem gerð var þar sambærilegar niðurstöðum í íslensku rannsókninni nú. Eins og áður segir verður rannsóknin kynnt á Menntakviku á morgun en allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira