Fengu leyfi til að byggja nýtt hús í stað veggjatítluhússins eftir miklar tafir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 10:46 Ingvar Arason húsasmiður og eigandi húss sem var dæmt ónýtt vegna veggjatítla veit enn ekki hvenær hann getur rifið húsið og byrjað að byggja nýtt. Ingvar Arason húsasmiður og eigandi húss sem var dæmt ónýtt vegna veggjatítla sagði í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun að Hafnarfjarðarbær hafi verið mjög svifaseinn að afgreiða málið. Þau hafa nú fengið leyfi til byggingar á nýju húsi en þurfa fyrst að fara í gegnum grenndarkynningu. Ingvar og eiginkona hans Anna Gyða ákváðu að láta rífa húsið og byggja steinhús á sama stað eftir að kom í ljós að húsið væri óíbúðarhæft vegna veggjatítla og myglu. Hjónin fluttu út úr húsinu í apríl með börnin sín þrjú, það yngsta var þá sjö vikna.Vesen frá upphafi „Þetta hefur eiginlega verið vesen alveg frá upphafi,“ segir Ingvar sem gagnrýnir hversu langan tíma þetta hefur tekið. Hann segir að þau hafi ekki sótt um að byggja eitthvað nýtískuhús eða neitt í þá áttina og það hafi aldrei verið í myndinni. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús,“ sagði Ingvar í viðtali við Fréttablaðið í vikunni. „Við höfum alltaf talað um, og fórum á fund með byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa, að byggja steinhús í anda 1920, 1930, sem eru gamaldags með gamaldags gluggum,“ segir Ingvar. „Þá í rauninni byrjar allt vesenið, þá erum við komin inn í þetta kerfi,“ segir Ingvar í Bítinu.Ítrekað dregið Þau reyndu að fá forgang eða flýtimeðferð en þar sem þau þurftu að fara í gegnum deiliskipulag og fleira hefur ferlið tekið langan tíma. Ingvar segir að Hafnarfjarðabær hafi dregið það ítrekað að klára þetta mál. „Þetta er lítið hús og við vildum fá aðeins stærra og það sem við horfðum á er að það er búið að breyta svo mörgum húsum í götunni.“ Húsið sem Ingvar sótti um að fá að byggja var örlítið hærra en samt innan viðmiða um nýtingu á lóðum. „Við sendum inn í enda júlí breytingu um deiliskipulag sem er tekið fyrir í byrjun ágúst og þeir segja að það sé of stórt í fermetrum.“ Ingvari var sagt að það tengdist því að hækkunin væri of mikil og þá lækkuðu þau tillöguna strax og sendu aftur inn.Komin með leyfi „Þá var það ekki tekið fyrir á næsta fundi og okkur sagt að það væri svo mikið að gera að það væri ekki hægt að taka þetta fyrir.“ Málið var því ekki tekið fyrir fyrr en í september, þau fengu leyfið en fengu þau samt ekki leyfi fyrir því að byggja bílskúr við það. Ingvar segir að þetta hafi verið dregið í meira en tvo mánuði. „Við erum nú komin með þetta en í næstu viku fer þetta fyrir grenndarkynningu og þá er spurning hvað verður sett mikið af athugasemdum út á þetta frá nágrönnum og öðrum, það er allt tekið fyrir í þessu kerfi.“ Ingvar og fjölskylda vita því ekki hvenær hægt verður að rífa veggjatítluhúsið og byrja að byggja nýja húsið sem þau fengu leyfi fyrir að byggja. Á meðan dvelja þau í leiguíbúð.Viðtalið við Ingvar í Bítinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan: Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Ingvar Arason húsasmiður og eigandi húss sem var dæmt ónýtt vegna veggjatítla sagði í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun að Hafnarfjarðarbær hafi verið mjög svifaseinn að afgreiða málið. Þau hafa nú fengið leyfi til byggingar á nýju húsi en þurfa fyrst að fara í gegnum grenndarkynningu. Ingvar og eiginkona hans Anna Gyða ákváðu að láta rífa húsið og byggja steinhús á sama stað eftir að kom í ljós að húsið væri óíbúðarhæft vegna veggjatítla og myglu. Hjónin fluttu út úr húsinu í apríl með börnin sín þrjú, það yngsta var þá sjö vikna.Vesen frá upphafi „Þetta hefur eiginlega verið vesen alveg frá upphafi,“ segir Ingvar sem gagnrýnir hversu langan tíma þetta hefur tekið. Hann segir að þau hafi ekki sótt um að byggja eitthvað nýtískuhús eða neitt í þá áttina og það hafi aldrei verið í myndinni. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús,“ sagði Ingvar í viðtali við Fréttablaðið í vikunni. „Við höfum alltaf talað um, og fórum á fund með byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa, að byggja steinhús í anda 1920, 1930, sem eru gamaldags með gamaldags gluggum,“ segir Ingvar. „Þá í rauninni byrjar allt vesenið, þá erum við komin inn í þetta kerfi,“ segir Ingvar í Bítinu.Ítrekað dregið Þau reyndu að fá forgang eða flýtimeðferð en þar sem þau þurftu að fara í gegnum deiliskipulag og fleira hefur ferlið tekið langan tíma. Ingvar segir að Hafnarfjarðabær hafi dregið það ítrekað að klára þetta mál. „Þetta er lítið hús og við vildum fá aðeins stærra og það sem við horfðum á er að það er búið að breyta svo mörgum húsum í götunni.“ Húsið sem Ingvar sótti um að fá að byggja var örlítið hærra en samt innan viðmiða um nýtingu á lóðum. „Við sendum inn í enda júlí breytingu um deiliskipulag sem er tekið fyrir í byrjun ágúst og þeir segja að það sé of stórt í fermetrum.“ Ingvari var sagt að það tengdist því að hækkunin væri of mikil og þá lækkuðu þau tillöguna strax og sendu aftur inn.Komin með leyfi „Þá var það ekki tekið fyrir á næsta fundi og okkur sagt að það væri svo mikið að gera að það væri ekki hægt að taka þetta fyrir.“ Málið var því ekki tekið fyrir fyrr en í september, þau fengu leyfið en fengu þau samt ekki leyfi fyrir því að byggja bílskúr við það. Ingvar segir að þetta hafi verið dregið í meira en tvo mánuði. „Við erum nú komin með þetta en í næstu viku fer þetta fyrir grenndarkynningu og þá er spurning hvað verður sett mikið af athugasemdum út á þetta frá nágrönnum og öðrum, það er allt tekið fyrir í þessu kerfi.“ Ingvar og fjölskylda vita því ekki hvenær hægt verður að rífa veggjatítluhúsið og byrja að byggja nýja húsið sem þau fengu leyfi fyrir að byggja. Á meðan dvelja þau í leiguíbúð.Viðtalið við Ingvar í Bítinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan:
Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45