Heitar og exótískar Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2017 13:00 Patience A. Karlsson í Afro Zone sem er ævintýraheimur þegar kemur að afrískum fléttum og hárlengingum, en einnig afrískri sælkeramatseld. MYND/ERNIR Í afrísku búðarhorni í Efra-Breiðholti stendur Ganamær og fléttar litríka lokka og perlur í hár kvenna á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Hún segir íslenskar konur heillaðar af afrófléttum og fögrum hárlengingum. „Afrófléttur hafa alltaf verið heitar og exótískar, en aldrei í tísku sem nú,“ segir Patience A. Karlsson, eigandi Afro Zone í Hólagarði í Efra-Breiðholti. Þar fást afrískir kjólar, skór og skart, í bland við framandi hráefni til matargerðar og brakandi ferskt grænmeti og ávexti sem Patience flytur inn til landsins og fæst margt hvert hvergi annarsstaðar. Í afvikið horn Afro Zone setjast konur á öllum aldri í stólinn hjá Patience sem er meistari í afrískum hárlengingum og afrófléttum. „Til mín koma litlar stelpur sem vilja fallegar, síðar fléttur með perlum, unglingsstúlkur sem vilja litríkar, skreyttar afrógreiðslur eins og þær sjá stjörnurnar með, og svo konur á öllum aldri sem vilja hárlengingar, fléttur og skraut í hár sitt,“ segir Patience, sem hefur í nógu að snúast í hárgreiðsluhorninu, en þar þarf að panta tíma. „Það tekur um átta tíma að flétta sítt hár og maður stendur upp á endann allan tímann. Mér finnst það bara gefandi og skemmtilegt!“ segir hún og hlær dillandi hlátri í einstaklega vinalegu andrúmslofti. Á veggjum Afro Zone er ríkulegt úrval af hárvörum; glansandi hárlengingar og hárkollur í mörgum litum, perlur, skraut, greiður, sjampó, hárnæringar og hvers kyns stílvörur í hárið. „Afrískar konur leggja mikið upp úr flottum hárgreiðslum því hárgerð þeirra er afar hrokkin, stríð og ómeðfærileg. Erfitt er að greiða og móta hárið, og því nota þær fléttur eða hárlengingar til að gera hárið meðfærilegra. Margar kjósa að flétta hárlengingar saman við hárkollur sem þær setja upp eins og húfur yfir kollinn, sem getur verið mjög hentugt og þægilegt,“ segir Patience á lýtalausri íslensku en hún er fædd og uppalin í Gana. „Hvítar konur eru í meirihluta þeirra sem koma til mín í fléttur því sterk fléttuhefð er meðal svartra kvenna sem margar kunna að flétta sig sjálfar. Tískan segir til sín og ekki spilla fyrir áhrif fræga fólksins sem sýnt hefur sig með fléttur og litríkar hárlengingar að undanförnu. Vinsælast er að flétta áberandi litum inn í flétturnar, ásamt perlum, skrauti og þykkum snúningum,“ segir Patience sem fylgist vel með afrískum tískustraumum, eins og úrvalið í Afro Zone ber glöggt vitni.Afro Zone er í Hólagarði, Lóuhólum 2-6, í Efra-Breiðholti. Sjá nánar á Facebook, undir Afro Zone.Bleikar og svartar fléttur eru glæsilegt höfuðskart.Það er gaman að vera ljóska.Perlur og skraut er vinsælt í flétturnar.Litaúrvalið býður upp á endalaust fjörugar útfærslur.Glæsileg litasamsetning með silfruðu fléttuskrauti.Gullfallegar fléttur sem sóma sér einkar vel í snúð.Þykkir snúningar eru ótrúlega flottir í stað hefðbundinna afróflétta.MYNDIR AF HÁRI ÚR EIGU AFRO ZONE Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Í afrísku búðarhorni í Efra-Breiðholti stendur Ganamær og fléttar litríka lokka og perlur í hár kvenna á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Hún segir íslenskar konur heillaðar af afrófléttum og fögrum hárlengingum. „Afrófléttur hafa alltaf verið heitar og exótískar, en aldrei í tísku sem nú,“ segir Patience A. Karlsson, eigandi Afro Zone í Hólagarði í Efra-Breiðholti. Þar fást afrískir kjólar, skór og skart, í bland við framandi hráefni til matargerðar og brakandi ferskt grænmeti og ávexti sem Patience flytur inn til landsins og fæst margt hvert hvergi annarsstaðar. Í afvikið horn Afro Zone setjast konur á öllum aldri í stólinn hjá Patience sem er meistari í afrískum hárlengingum og afrófléttum. „Til mín koma litlar stelpur sem vilja fallegar, síðar fléttur með perlum, unglingsstúlkur sem vilja litríkar, skreyttar afrógreiðslur eins og þær sjá stjörnurnar með, og svo konur á öllum aldri sem vilja hárlengingar, fléttur og skraut í hár sitt,“ segir Patience, sem hefur í nógu að snúast í hárgreiðsluhorninu, en þar þarf að panta tíma. „Það tekur um átta tíma að flétta sítt hár og maður stendur upp á endann allan tímann. Mér finnst það bara gefandi og skemmtilegt!“ segir hún og hlær dillandi hlátri í einstaklega vinalegu andrúmslofti. Á veggjum Afro Zone er ríkulegt úrval af hárvörum; glansandi hárlengingar og hárkollur í mörgum litum, perlur, skraut, greiður, sjampó, hárnæringar og hvers kyns stílvörur í hárið. „Afrískar konur leggja mikið upp úr flottum hárgreiðslum því hárgerð þeirra er afar hrokkin, stríð og ómeðfærileg. Erfitt er að greiða og móta hárið, og því nota þær fléttur eða hárlengingar til að gera hárið meðfærilegra. Margar kjósa að flétta hárlengingar saman við hárkollur sem þær setja upp eins og húfur yfir kollinn, sem getur verið mjög hentugt og þægilegt,“ segir Patience á lýtalausri íslensku en hún er fædd og uppalin í Gana. „Hvítar konur eru í meirihluta þeirra sem koma til mín í fléttur því sterk fléttuhefð er meðal svartra kvenna sem margar kunna að flétta sig sjálfar. Tískan segir til sín og ekki spilla fyrir áhrif fræga fólksins sem sýnt hefur sig með fléttur og litríkar hárlengingar að undanförnu. Vinsælast er að flétta áberandi litum inn í flétturnar, ásamt perlum, skrauti og þykkum snúningum,“ segir Patience sem fylgist vel með afrískum tískustraumum, eins og úrvalið í Afro Zone ber glöggt vitni.Afro Zone er í Hólagarði, Lóuhólum 2-6, í Efra-Breiðholti. Sjá nánar á Facebook, undir Afro Zone.Bleikar og svartar fléttur eru glæsilegt höfuðskart.Það er gaman að vera ljóska.Perlur og skraut er vinsælt í flétturnar.Litaúrvalið býður upp á endalaust fjörugar útfærslur.Glæsileg litasamsetning með silfruðu fléttuskrauti.Gullfallegar fléttur sem sóma sér einkar vel í snúð.Þykkir snúningar eru ótrúlega flottir í stað hefðbundinna afróflétta.MYNDIR AF HÁRI ÚR EIGU AFRO ZONE
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira