Röndóttir fuglar vekja furðu í Þingeyjarsýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2017 11:21 Kvenfélagskonurnar Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir sýndu fréttamanni röndóttu endurnar í skrúðgarðinum á Húsavík. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tvær litskrúðugar endur hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík frá því í fyrravetur og vekja mikla athygli. Bæjarbúar sjást iðulega liggja á tjarnarbakkanum til að ná myndum af þessum óvenjulega fögru fuglum. Myndir af þeim voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skrúðgarðurinn er leynd perla meðfram Búðará í hjarta Húsavíkur sem kvenfélagskonur beittu sér fyrir að yrði ræktaður upp fyrir rúmum fjörutíu árum. Tvær úr þeirra hópi, þær Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir, vekja athygli okkar á sjaldséðum gestum sem glatt hafa Húsvíkinga með nærveru sinni síðustu misseri.Mandarínsteggirnir tveir hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík undanfarna mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er mandarínendur sem eru búnar að halda hérna til, allavega í allan vetur, síðan í fyrrahaust held ég frekar en vor, og vekja mikla athygli,” segir Friðrika. „Hér hafa menn legið á bakkanum hérna við að reyna að ná myndum af þeim því þær þykja svo merkilegar. Þetta eru einhverjir flækingar hérna.” Mandarínendur eru, eins og nafnið bendir til, ættaðar frá Austur-Asíu, en aðalheimkynni þeirra eru í löndum eins og Kína og Japan. Það er þó líklegast að þessar komi frá Bretlandseyjum eða Norður-Evrópu en vegna skrautlegs útlits voru margar fluttar í evrópska andagarða á tuttugustu öld þaðan sem þær hafa breiðst út.Mandarínblikar eru afar litskrúðugir, með rauðan gogg, hvíta augnumgjörð, fjólubláa bringu og appelsínugult bak, og svo hinar óvenjulegu rendur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þessar tvær eru steggir en karlfuglarnir eru mun litskrúðugari og þekkjast á lóðréttum röndum. Þeir hafa rauðan gogg, hvíta flekki í kringum augun og rauðleitt andlit. Bringan er fjólublá með lóðréttu röndunum og bakið er appelsínugult. „Þær eru alveg rosalega fallegar, litfagrar og skrautlegar,” segir Friðrika. „Þær kunna vel við sig á Húsavík líka, greinilega,” segir Lilja. „Og völdu sér skrúðgarðinn,” bætir Friðrika við en kvenfélagskonur eru stoltar af garðinum.Þær Lilja og Friðrika sýna hvar mandarínendurnar synda meðal annarra anda í skrúðgarðinum á Húsavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er paradísin. Hér má enginn fara án þess að skoða þessa paradís hér. Þetta er staðurinn, hvort heldur er vetur eða sumar.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Tvær litskrúðugar endur hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík frá því í fyrravetur og vekja mikla athygli. Bæjarbúar sjást iðulega liggja á tjarnarbakkanum til að ná myndum af þessum óvenjulega fögru fuglum. Myndir af þeim voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skrúðgarðurinn er leynd perla meðfram Búðará í hjarta Húsavíkur sem kvenfélagskonur beittu sér fyrir að yrði ræktaður upp fyrir rúmum fjörutíu árum. Tvær úr þeirra hópi, þær Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir, vekja athygli okkar á sjaldséðum gestum sem glatt hafa Húsvíkinga með nærveru sinni síðustu misseri.Mandarínsteggirnir tveir hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík undanfarna mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er mandarínendur sem eru búnar að halda hérna til, allavega í allan vetur, síðan í fyrrahaust held ég frekar en vor, og vekja mikla athygli,” segir Friðrika. „Hér hafa menn legið á bakkanum hérna við að reyna að ná myndum af þeim því þær þykja svo merkilegar. Þetta eru einhverjir flækingar hérna.” Mandarínendur eru, eins og nafnið bendir til, ættaðar frá Austur-Asíu, en aðalheimkynni þeirra eru í löndum eins og Kína og Japan. Það er þó líklegast að þessar komi frá Bretlandseyjum eða Norður-Evrópu en vegna skrautlegs útlits voru margar fluttar í evrópska andagarða á tuttugustu öld þaðan sem þær hafa breiðst út.Mandarínblikar eru afar litskrúðugir, með rauðan gogg, hvíta augnumgjörð, fjólubláa bringu og appelsínugult bak, og svo hinar óvenjulegu rendur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þessar tvær eru steggir en karlfuglarnir eru mun litskrúðugari og þekkjast á lóðréttum röndum. Þeir hafa rauðan gogg, hvíta flekki í kringum augun og rauðleitt andlit. Bringan er fjólublá með lóðréttu röndunum og bakið er appelsínugult. „Þær eru alveg rosalega fallegar, litfagrar og skrautlegar,” segir Friðrika. „Þær kunna vel við sig á Húsavík líka, greinilega,” segir Lilja. „Og völdu sér skrúðgarðinn,” bætir Friðrika við en kvenfélagskonur eru stoltar af garðinum.Þær Lilja og Friðrika sýna hvar mandarínendurnar synda meðal annarra anda í skrúðgarðinum á Húsavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er paradísin. Hér má enginn fara án þess að skoða þessa paradís hér. Þetta er staðurinn, hvort heldur er vetur eða sumar.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira