Lífið

Conan og Cruise krúsa um London í einkar óþægilegri bílferð

Samúel Karl Ólason skrifar
Tom Cruise sofnaði í um 45 mínútur á rúntinum með Conan.
Tom Cruise sofnaði í um 45 mínútur á rúntinum með Conan.
Það hefur verið ansi vinsælt að fara á rúntinn í sjónvarpsþáttum að undanförnu og þá sérstaklega eftir að James Corden sýndi fyrsta Carpool Karaoke innslagið. Þá hefur Jerry Seinfeld einnig vakið lukku með því að fara á rúntinn með öðrum grínistum.

Tom Cruise virtist því hafa verið ánægður með símtal frá Conan um að fara á rúntinn í London. Conan lofaði honum því að saman myndu þeir brjóta internetið.

Conan var þó ekki á því að fíflast eitthvað og vildi þess í stað eingöngu fara á rúntinn. Hann vildi ekki tala við Tom Cruise og alls ekki spyrja hann spurninga. Þá vildi hann ekki hleypa Cruise úr bílnum til að fara á klósettið.

Á endanum þurfti Cruise að grípa til örþrifaráða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.