Opna listasmiðju fyrir þá sem hafa glímt við fíkn Guðný Hrönn skrifar 28. september 2017 10:00 Málefni þeirra sem hafa barist við fíknisjúkdóma eru Lárusi og Sævari hugleikin. VÍSIR/ANTON BRINK Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“ Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira