Opna listasmiðju fyrir þá sem hafa glímt við fíkn Guðný Hrönn skrifar 28. september 2017 10:00 Málefni þeirra sem hafa barist við fíknisjúkdóma eru Lárusi og Sævari hugleikin. VÍSIR/ANTON BRINK Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“ Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Hjónin og lögmennirnir Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson eru að vinna að því að opna listasmiðju fyrir þá sem eru í meðferð vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Smiðjan er hugsuð sem ókeypis úrræði fyrir skapandi einstaklinga. „Við erum í startholunum að opna listasmiðju í Bankastræti, í húsnæðinu sem hýsti lager herrafataverslunar Sævars Karls. Eitt sinn var þetta verslun en í dag er þetta rekið sem einhvers konar listasmiðja. Við erum að festa kaup á þessu húsnæði og breyta því í athvarf fyrir listamenn sem hafa verið í ýmist áfengis- eða eiturlyfjaneyslu,“ segir lögmaðurinn Sævar Þór sem er að koma listasmiðjunni á laggirnar ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði. „Hugmyndin er að horfa svolítið til yngri aldurshópa, allt frá unglingum upp í fólk í kringum þrítugt. Svo munum við finna einhverja listamenn til að leiðbeina þeim og veita innblástur.“ Sævar og Lárus stefna á að koma á samstarfi við meðferðarstofnanir og finna þannig hæfileikaríkt fólk sem hefur áhuga á að fá athvarf og stuðning til að stunda listsköpun.„Við viljum aðstoða fólk við að koma sér aftur af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Lárus og Sævar hafa báðir mikinn áhuga á myndlist og hafa líka fengið innsýn í heim fíknar og vita hvaða áhrif hún getur haft. „Það eru stórmerkilegir hlutir sem þessir einstaklingar geta gert í listinni og margt af því sem ég hef fengið að kynnast er mjög áhugavert. Það eru miklir hæfileikar þarna og ef maður getur hjálpað einhverjum, þó það væri ekki nema bara einum, þá er maður að gera eitthvað gott,“ segir Sævar. Sævar hefur í gegnum starf sitt sem lögmaður kynnst ungum einstaklingum sem hafa glímt við fíkn af einhverju tagi. „Ég hef starfað með þessu fólki og ég hef talað svolítið fyrir málstað yngra fólks sem glímir við fíkn. Og við Lárus þekkjum afleiðingarnar af þessu, við erum að ala upp son saman en móðir hans fór frá og ástæðuna má að einhverju leyti rekja til neyslu. Þetta er okkur mjög hugleikið.“ Ekki næg úrræði tilSpurður nánar út í hverjir það eru sem eiga möguleika á að fá aðstöðu í listasmiðjunni segir Sævar: „Fólk þarf að vera virkt í meðferð eða hafa lokið meðferð og vera í eftirfylgni. Edrúmennska er algjört skilyrði og það að fólk sé að vinna í sjálfu sér.“ Sævar hefur orðið var við að ekki séu til næg úrræði fyrir þá einstaklinga sem eru að koma sér aftur af stað eftir að hafa farið í meðferð en hann er viss um að listasmiðja gæti hjálpað einhverjum við að fá útrás á réttum stað. „Það er svo mikilvægt að skapandi einstaklingar sem eru að koma úr meðferð sjái sköpun sína gleðja aðra. Það er markmiðið að fólk vinni í listasmiðjunni í einhvern tíma og svo ljúki fólk veru sinni í húsnæðinu með listsýningu. Húsnæðið býður ekki bara upp á að þar sé unnið að list, heldur líka að hún sé sýnd.“
Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira