Reikna með hreyfanlegum bar á öldrunarheimilum Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2017 14:12 Sparar tíma, fyrirhöfn, peninga að fá vínveitingaleyfi. Vísir/vilhelm „Ég held að við séum ekkert að leggja frá okkur lyfjaglösin og snúa okkur að einhverjum öðrum lyfjaglösum,“ segir Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Öldrunarheimilin hafa sent inn umsókn um vínveitingaleyfi. „Við tókum það skref núna að ákveða að sækja um vínveitingaleyfi til þess að gera okkur lífið aðeins auðveldara,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Um ellefu ára skeið hafi öldrunarheimilin staðið fyrir mánaðarlegu kráarkvöldi og fáist vínveitingaleyfið verður auðveldara fyrir öldrunarheimilin að standa fyrir þeim. „Þannig að við þurfum ekki endilega að fara í Ríkið til þess að kaupa bjóra eins og undanfarin ellefu ár. Við getum svo boðið fólki léttvín og annað tilheyrandi ef það óskar eftir því eða ef tilefni standa til,“ segir Halldór.Halldór S. Guðmundsson er framkvæmastjóri Öldrunarheimila Akureyrar.Mynd/Sigmar Sigrúnar KetilssonHann segist með þessu vera að feta í fótspor Hrafnistu sem hefur verið með vínveitingaleyfi undanfarin ár auk þess sem að þetta sé eitthvað sem tíðkist í Danmörku og Bandaríkjunum. „Við erum bara að bregðast við því sem hefur staðið til í takti við menningu og tímann,“ segir Halldór. Hann segir að reynsla Hrafnistu af því að hafa vínveitingaleyfi sé góð og enginn ástæða sé til þess að ætla að annað verði upp á teningnum á Akureyri. Eftir á að afgreiða umsóknina en segir Halldór að verði hún samþykkt verði áfengið selt í mötuneytinu. Þannig geti vistmenn fengið sér léttvín eða bjór með matnum óski þeir eftir því. Auk þess er gert ráð fyrir að komið verði upp hreyfanlegum bar sem hægt verði að færa um húsið til vistmanna sé tilefni til. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
„Ég held að við séum ekkert að leggja frá okkur lyfjaglösin og snúa okkur að einhverjum öðrum lyfjaglösum,“ segir Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Öldrunarheimilin hafa sent inn umsókn um vínveitingaleyfi. „Við tókum það skref núna að ákveða að sækja um vínveitingaleyfi til þess að gera okkur lífið aðeins auðveldara,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Um ellefu ára skeið hafi öldrunarheimilin staðið fyrir mánaðarlegu kráarkvöldi og fáist vínveitingaleyfið verður auðveldara fyrir öldrunarheimilin að standa fyrir þeim. „Þannig að við þurfum ekki endilega að fara í Ríkið til þess að kaupa bjóra eins og undanfarin ellefu ár. Við getum svo boðið fólki léttvín og annað tilheyrandi ef það óskar eftir því eða ef tilefni standa til,“ segir Halldór.Halldór S. Guðmundsson er framkvæmastjóri Öldrunarheimila Akureyrar.Mynd/Sigmar Sigrúnar KetilssonHann segist með þessu vera að feta í fótspor Hrafnistu sem hefur verið með vínveitingaleyfi undanfarin ár auk þess sem að þetta sé eitthvað sem tíðkist í Danmörku og Bandaríkjunum. „Við erum bara að bregðast við því sem hefur staðið til í takti við menningu og tímann,“ segir Halldór. Hann segir að reynsla Hrafnistu af því að hafa vínveitingaleyfi sé góð og enginn ástæða sé til þess að ætla að annað verði upp á teningnum á Akureyri. Eftir á að afgreiða umsóknina en segir Halldór að verði hún samþykkt verði áfengið selt í mötuneytinu. Þannig geti vistmenn fengið sér léttvín eða bjór með matnum óski þeir eftir því. Auk þess er gert ráð fyrir að komið verði upp hreyfanlegum bar sem hægt verði að færa um húsið til vistmanna sé tilefni til.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira