Forsetinn fundaði með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2017 17:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur áður boðað fólk á sinn fund Vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson átti í morgun fund með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Hjalta var sem kunnugt er veitt uppreist æra í september í fyrra, sama dag og Robert Downey. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau ákvörðunina um að veita Hjalta uppreist æru og hvernig ferlið fór fram. Sömuleiðis ræddu þau uppreist æru almennt, hve mikilvægt væri að læra af þeim málum sem upp hafa komið, málum Hjalta og Roberts, og hve mikilvægt væri að gera breytingar til þess að hlutirnir endurtækju sig ekki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðni boðar borgara á sinn fund sem finnst að brotið hafi verið á rétti sínum. Tinna Brynjólfsdóttir, eiginkona Magnúsar Arngrímssonar bankamanns, fékk fund með forsetanum í mars eftir að forsetinn hafði áður neitað henni um fund. Guðni kom inn á uppreist æru í ræðu sinni við setningu Alþingis í dag og var ómyrkur í máli. Hann hvatti til þess að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands yrði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. Hann sagðist jafnframt fagna því að stjórnvöld hyggist endurskoða lög um uppreist æru. Einlæg iðrun til góðs „Þau sjónarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta íslands. þetta geri ég ekki að umtalsefni nú vegna þess að sá þáttur sé brýnni en aðrir þegar rætt er um breytingar á grunnsáttmála okkar. Heldur liggur beint við að huga að honum vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans,“ sagði forsetinn meðal annars. Þar átti hann við mál Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns sem báðir hlutu uppreist æru á síðasta ári eftir að hafa afplánað dóma fyrir kynferðisofbeldi gagnvart börnum eða unglingum. Var forsetinn harðlega gagnrýndur í kjölfar þess að mál Roberts Downey kom upp á ný, en það er forseti íslands sem veitir fólki uppreist æru eftir tillögu ráðherra. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóm. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til. Vissulega eiga þeir sem hafa tekið út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir ollu öðrum eftir annari slóð en fyrr. Á þeirri vegferð yrði einlæg iðrun og yfirbót eflaust til góðs.“Læra af biturri reynslu Hann sagði jafnframt að það að fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hafi ekkert með æru að gera. „Þá er það sjónarmið skynsamlegt, sem alþingismenn hafa lýst, að endurheimt ýmissa réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var.“ „Við verðum að læra af biturri reynslu og bæta um betur. Sá ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar að breyta ákvæðum laga um uppreist æru gefur mér von um að svo fari. Þá verður heiðurinn þeirra sem brotið var á og neituðu að bera harm sinn í hljóði. Fólk í frjálsu lýðræðissamfélagi á að láta í sér heyra þegar því er misboðið.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00 „Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. 7. september 2017 18:45 Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru Fjölmiðlar aðgang að gögnum um Róbert Downey en með takmörkunum. 12. september 2017 12:15 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson átti í morgun fund með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Hjalta var sem kunnugt er veitt uppreist æra í september í fyrra, sama dag og Robert Downey. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau ákvörðunina um að veita Hjalta uppreist æru og hvernig ferlið fór fram. Sömuleiðis ræddu þau uppreist æru almennt, hve mikilvægt væri að læra af þeim málum sem upp hafa komið, málum Hjalta og Roberts, og hve mikilvægt væri að gera breytingar til þess að hlutirnir endurtækju sig ekki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðni boðar borgara á sinn fund sem finnst að brotið hafi verið á rétti sínum. Tinna Brynjólfsdóttir, eiginkona Magnúsar Arngrímssonar bankamanns, fékk fund með forsetanum í mars eftir að forsetinn hafði áður neitað henni um fund. Guðni kom inn á uppreist æru í ræðu sinni við setningu Alþingis í dag og var ómyrkur í máli. Hann hvatti til þess að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands yrði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. Hann sagðist jafnframt fagna því að stjórnvöld hyggist endurskoða lög um uppreist æru. Einlæg iðrun til góðs „Þau sjónarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta íslands. þetta geri ég ekki að umtalsefni nú vegna þess að sá þáttur sé brýnni en aðrir þegar rætt er um breytingar á grunnsáttmála okkar. Heldur liggur beint við að huga að honum vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans,“ sagði forsetinn meðal annars. Þar átti hann við mál Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns sem báðir hlutu uppreist æru á síðasta ári eftir að hafa afplánað dóma fyrir kynferðisofbeldi gagnvart börnum eða unglingum. Var forsetinn harðlega gagnrýndur í kjölfar þess að mál Roberts Downey kom upp á ný, en það er forseti íslands sem veitir fólki uppreist æru eftir tillögu ráðherra. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóm. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til. Vissulega eiga þeir sem hafa tekið út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir ollu öðrum eftir annari slóð en fyrr. Á þeirri vegferð yrði einlæg iðrun og yfirbót eflaust til góðs.“Læra af biturri reynslu Hann sagði jafnframt að það að fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hafi ekkert með æru að gera. „Þá er það sjónarmið skynsamlegt, sem alþingismenn hafa lýst, að endurheimt ýmissa réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var.“ „Við verðum að læra af biturri reynslu og bæta um betur. Sá ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar að breyta ákvæðum laga um uppreist æru gefur mér von um að svo fari. Þá verður heiðurinn þeirra sem brotið var á og neituðu að bera harm sinn í hljóði. Fólk í frjálsu lýðræðissamfélagi á að láta í sér heyra þegar því er misboðið.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00 „Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. 7. september 2017 18:45 Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru Fjölmiðlar aðgang að gögnum um Róbert Downey en með takmörkunum. 12. september 2017 12:15 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00
„Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. 7. september 2017 18:45
Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru Fjölmiðlar aðgang að gögnum um Róbert Downey en með takmörkunum. 12. september 2017 12:15
Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58