Strætóstjóri svo upptekinn í símanum að hann gleymdi að stoppa Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2017 14:39 Þessi tiltekni strætóbílstjóri telur greinilega ekkert vandamál að keyra og vera í símanum um leið. Inga Steinunn Björgvinsdóttir birti um helgina mynd af strætóbílstjóra nokkrum á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur nokkra athygli og verið dreift rúmlega 70 sinnum. Þar má sjá að bílstjórinn er önnum kafinn við að skoða snjallsíma sinn og með fylgir frásögn Ingu. Þar greinir hún frá því að þessi „fyrirmyndar“ bílstjóri hafi setið við stýrið á leið 5 á laugardag klukkan 18:46, í Norðlingaholti. „Hann var svo upptekinn við að skrifa/skoða sms að hann keyrði fram hjá stoppistöðinni og stoppaði ekki fyrr en dóttir mín kallaði à hann. Þess ber að geta að þessi stoppistöð er við gangbraut þar sem göngustígur liggur frá leiksvæði skólans og er því fjölfarin af börnum hverfisins. Þori ekki að hugsa til þess ef einhver hefði verið á leiðinni yfir gangbrautina á þessum tímapunkti,“ segir Inga Steinunn. Hún beinir tilmælum til Strætó, að þeir verði einfaldlega að gera betur. Því þeim þar sé treyst fyrir lífi og limum borgaranna. Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó hefur brugðist við þessari opinberu fyrirspurn og segir að hjá Strætó sé svona athæfi litið mjög alvarlegum augum. „Við vitum hvaða bílstjóra um er að ræða og það verður rætt við hann. Ég þakka þér fyrir að deila þessari mynd með okkur, þetta er hegðun sem við viljum útrýma sem allra fyrst,“ segir Guðmundur í þræðinum við færslu Ingu Steinunnar. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Inga Steinunn Björgvinsdóttir birti um helgina mynd af strætóbílstjóra nokkrum á Facebooksíðu sinni sem vakið hefur nokkra athygli og verið dreift rúmlega 70 sinnum. Þar má sjá að bílstjórinn er önnum kafinn við að skoða snjallsíma sinn og með fylgir frásögn Ingu. Þar greinir hún frá því að þessi „fyrirmyndar“ bílstjóri hafi setið við stýrið á leið 5 á laugardag klukkan 18:46, í Norðlingaholti. „Hann var svo upptekinn við að skrifa/skoða sms að hann keyrði fram hjá stoppistöðinni og stoppaði ekki fyrr en dóttir mín kallaði à hann. Þess ber að geta að þessi stoppistöð er við gangbraut þar sem göngustígur liggur frá leiksvæði skólans og er því fjölfarin af börnum hverfisins. Þori ekki að hugsa til þess ef einhver hefði verið á leiðinni yfir gangbrautina á þessum tímapunkti,“ segir Inga Steinunn. Hún beinir tilmælum til Strætó, að þeir verði einfaldlega að gera betur. Því þeim þar sé treyst fyrir lífi og limum borgaranna. Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó hefur brugðist við þessari opinberu fyrirspurn og segir að hjá Strætó sé svona athæfi litið mjög alvarlegum augum. „Við vitum hvaða bílstjóra um er að ræða og það verður rætt við hann. Ég þakka þér fyrir að deila þessari mynd með okkur, þetta er hegðun sem við viljum útrýma sem allra fyrst,“ segir Guðmundur í þræðinum við færslu Ingu Steinunnar.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira