„Fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 19. september 2017 20:00 Sigur fyrir íslenska náttúru og umhverfi, segja andstæðingar fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eftir að ljóst er að ekki verður af byggingu hennar. Í gær varð ljóst að fyrirtækinu tækist ekki að útvega fjármögnun til framkvæmdarinnar, en áætlað var að yfir 400 störf myndu skapast í verksmiðjunni. Sjá einnig: Samningum um lóð undir sólarkísilver á Grundartanga riftUndirbúningur fyrir byggingu verksmiðjunnar, sem var á vegum bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials, hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Til stóð að starfsemin yrði gríðarlega umfangsmikil með framleiðslugetu upp á um 19 þúsund tonn á ári, auk þess sem áætlað var að nokkur hundruð störf yrðu til með henni. Framkvæmdin hefur þó ekki verið hnökralaus, en samtök ýmissa hagsmunaaðila í Hvalfirði hafa mótmælt fyrirætluninni harðlega og telja að líta eigi til umhverfisvænni kosta á svæðinu. Þá vann hópur slíkra hagsmunaaðila enn fremur dómsmál í héraðsdómi Reykjavíkur í sumar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin skildi gangast undir umhverfismat, þvert á það sem ákveðið hafði verið. Skúli Mogensen, landeigandi í Hvalfirði hefur haft sig talsvert í frammi um málið og segir það fagnaðarefni fyrir alla íslensku þjóðina að ekki verði af byggingu verksmiðjunnar. Silicor Materials hafði gert samning við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Hafnarstjóri segir að nú verði horft til annarra stórra atvinnutækifæra í ljósi þess að ekki verði af framkvæmdinni. Þannig sé litið til verkefna á sviði framleiðslu og flutninga sem geti skapað talsverðan fjölda starfa. Skúli bendir aftur á móti á að atvinnuleysi á Íslandi sé lítið og raunar sé verið að flytja vinnuafl til landsins í talsverðum mæli. Af þessu leiði að rétt sé að horfa til náttúruverndar umfram hugsanlegrar starfsmannaveltu þegar kemur að uppbyggingu á svæðinu. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sigur fyrir íslenska náttúru og umhverfi, segja andstæðingar fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eftir að ljóst er að ekki verður af byggingu hennar. Í gær varð ljóst að fyrirtækinu tækist ekki að útvega fjármögnun til framkvæmdarinnar, en áætlað var að yfir 400 störf myndu skapast í verksmiðjunni. Sjá einnig: Samningum um lóð undir sólarkísilver á Grundartanga riftUndirbúningur fyrir byggingu verksmiðjunnar, sem var á vegum bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials, hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Til stóð að starfsemin yrði gríðarlega umfangsmikil með framleiðslugetu upp á um 19 þúsund tonn á ári, auk þess sem áætlað var að nokkur hundruð störf yrðu til með henni. Framkvæmdin hefur þó ekki verið hnökralaus, en samtök ýmissa hagsmunaaðila í Hvalfirði hafa mótmælt fyrirætluninni harðlega og telja að líta eigi til umhverfisvænni kosta á svæðinu. Þá vann hópur slíkra hagsmunaaðila enn fremur dómsmál í héraðsdómi Reykjavíkur í sumar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin skildi gangast undir umhverfismat, þvert á það sem ákveðið hafði verið. Skúli Mogensen, landeigandi í Hvalfirði hefur haft sig talsvert í frammi um málið og segir það fagnaðarefni fyrir alla íslensku þjóðina að ekki verði af byggingu verksmiðjunnar. Silicor Materials hafði gert samning við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Hafnarstjóri segir að nú verði horft til annarra stórra atvinnutækifæra í ljósi þess að ekki verði af framkvæmdinni. Þannig sé litið til verkefna á sviði framleiðslu og flutninga sem geti skapað talsverðan fjölda starfa. Skúli bendir aftur á móti á að atvinnuleysi á Íslandi sé lítið og raunar sé verið að flytja vinnuafl til landsins í talsverðum mæli. Af þessu leiði að rétt sé að horfa til náttúruverndar umfram hugsanlegrar starfsmannaveltu þegar kemur að uppbyggingu á svæðinu.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira