Samningum um lóð undir sólarkísilver á Grundartanga rift Haraldur Guðmundsson skrifar 19. september 2017 07:00 Silicor hóf viðræður við Faxaflóahafnir árið 2013. vísir/gva Silicor Materials hefur fallið frá samningum um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vildi byggja sólarkísilverksmiðju. Þetta staðfestir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, en málið var tekið fyrir á stjórnarfundi þeirra í gær.Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.„Niðurstaðan er sú að þau sendu okkur bréf þar sem þau segja sig frá samningunum. Við gáfum þeim kost á að ganga frá þeim ef ekki lægi fyrir fjármögnun og nú liggur fyrir afstaða þeirra um að þeir hafi ekki getað fjármagnað verkefnið,“ segir Gísli. Fréttablaðið greindi í febrúar 2014 frá áformum forsvarsmanna Silicor um verksmiðju á Grundartanga sem átti að skapa 450 störf. Heildarfjárfesting verkefnisins var síðar metin á 900 milljónir Bandaríkjadala eða 96 milljarða króna. Fyrirtækið samdi við Faxaflóahafnir í apríl 2015 og áttu samningarnir að taka gildi í apríl í fyrra. Silicor fékk lokafrest í janúar síðastliðnum á gildistöku samninganna sem rann út 15. september. „Þeir eru að vísu ekki búnir að gefa upp alla von um að verkefnið geti orðið að veruleika og vilja viðræður um það. Við teljum ekki ástæðu til að fjalla um það á þessu stigi því það er ekkert nýtt í málinu,“ segir Gísli, en bréf Silicor er dagsett 24. ágúst. Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilversins lauk í ágúst 2015 og var þar um að ræða fjórtán milljarða króna hlutafjársöfnun. Samkomulag við Orku náttúrunnar, sem átti að tryggja verksmiðjunni tæplega helming þeirrar raforku sem hún hefði þurft, rann út í lok mars síðastliðins. Í byrjun júní tilkynnti fyrirtækið að áformin stæðu óhögguð þrátt fyrir ákvörðun um að hægja á undirbúningnum. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur um tveimur vikum síðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27 Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Starfsemi sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði skal að bíða enn um sinn. 16. júní 2017 15:02 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Silicor Materials hefur fallið frá samningum um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vildi byggja sólarkísilverksmiðju. Þetta staðfestir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, en málið var tekið fyrir á stjórnarfundi þeirra í gær.Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.„Niðurstaðan er sú að þau sendu okkur bréf þar sem þau segja sig frá samningunum. Við gáfum þeim kost á að ganga frá þeim ef ekki lægi fyrir fjármögnun og nú liggur fyrir afstaða þeirra um að þeir hafi ekki getað fjármagnað verkefnið,“ segir Gísli. Fréttablaðið greindi í febrúar 2014 frá áformum forsvarsmanna Silicor um verksmiðju á Grundartanga sem átti að skapa 450 störf. Heildarfjárfesting verkefnisins var síðar metin á 900 milljónir Bandaríkjadala eða 96 milljarða króna. Fyrirtækið samdi við Faxaflóahafnir í apríl 2015 og áttu samningarnir að taka gildi í apríl í fyrra. Silicor fékk lokafrest í janúar síðastliðnum á gildistöku samninganna sem rann út 15. september. „Þeir eru að vísu ekki búnir að gefa upp alla von um að verkefnið geti orðið að veruleika og vilja viðræður um það. Við teljum ekki ástæðu til að fjalla um það á þessu stigi því það er ekkert nýtt í málinu,“ segir Gísli, en bréf Silicor er dagsett 24. ágúst. Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilversins lauk í ágúst 2015 og var þar um að ræða fjórtán milljarða króna hlutafjársöfnun. Samkomulag við Orku náttúrunnar, sem átti að tryggja verksmiðjunni tæplega helming þeirrar raforku sem hún hefði þurft, rann út í lok mars síðastliðins. Í byrjun júní tilkynnti fyrirtækið að áformin stæðu óhögguð þrátt fyrir ákvörðun um að hægja á undirbúningnum. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur um tveimur vikum síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27 Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Starfsemi sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði skal að bíða enn um sinn. 16. júní 2017 15:02 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27
Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Starfsemi sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði skal að bíða enn um sinn. 16. júní 2017 15:02
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30