Samningum um lóð undir sólarkísilver á Grundartanga rift Haraldur Guðmundsson skrifar 19. september 2017 07:00 Silicor hóf viðræður við Faxaflóahafnir árið 2013. vísir/gva Silicor Materials hefur fallið frá samningum um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vildi byggja sólarkísilverksmiðju. Þetta staðfestir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, en málið var tekið fyrir á stjórnarfundi þeirra í gær.Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.„Niðurstaðan er sú að þau sendu okkur bréf þar sem þau segja sig frá samningunum. Við gáfum þeim kost á að ganga frá þeim ef ekki lægi fyrir fjármögnun og nú liggur fyrir afstaða þeirra um að þeir hafi ekki getað fjármagnað verkefnið,“ segir Gísli. Fréttablaðið greindi í febrúar 2014 frá áformum forsvarsmanna Silicor um verksmiðju á Grundartanga sem átti að skapa 450 störf. Heildarfjárfesting verkefnisins var síðar metin á 900 milljónir Bandaríkjadala eða 96 milljarða króna. Fyrirtækið samdi við Faxaflóahafnir í apríl 2015 og áttu samningarnir að taka gildi í apríl í fyrra. Silicor fékk lokafrest í janúar síðastliðnum á gildistöku samninganna sem rann út 15. september. „Þeir eru að vísu ekki búnir að gefa upp alla von um að verkefnið geti orðið að veruleika og vilja viðræður um það. Við teljum ekki ástæðu til að fjalla um það á þessu stigi því það er ekkert nýtt í málinu,“ segir Gísli, en bréf Silicor er dagsett 24. ágúst. Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilversins lauk í ágúst 2015 og var þar um að ræða fjórtán milljarða króna hlutafjársöfnun. Samkomulag við Orku náttúrunnar, sem átti að tryggja verksmiðjunni tæplega helming þeirrar raforku sem hún hefði þurft, rann út í lok mars síðastliðins. Í byrjun júní tilkynnti fyrirtækið að áformin stæðu óhögguð þrátt fyrir ákvörðun um að hægja á undirbúningnum. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur um tveimur vikum síðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27 Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Starfsemi sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði skal að bíða enn um sinn. 16. júní 2017 15:02 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Silicor Materials hefur fallið frá samningum um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vildi byggja sólarkísilverksmiðju. Þetta staðfestir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, en málið var tekið fyrir á stjórnarfundi þeirra í gær.Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.„Niðurstaðan er sú að þau sendu okkur bréf þar sem þau segja sig frá samningunum. Við gáfum þeim kost á að ganga frá þeim ef ekki lægi fyrir fjármögnun og nú liggur fyrir afstaða þeirra um að þeir hafi ekki getað fjármagnað verkefnið,“ segir Gísli. Fréttablaðið greindi í febrúar 2014 frá áformum forsvarsmanna Silicor um verksmiðju á Grundartanga sem átti að skapa 450 störf. Heildarfjárfesting verkefnisins var síðar metin á 900 milljónir Bandaríkjadala eða 96 milljarða króna. Fyrirtækið samdi við Faxaflóahafnir í apríl 2015 og áttu samningarnir að taka gildi í apríl í fyrra. Silicor fékk lokafrest í janúar síðastliðnum á gildistöku samninganna sem rann út 15. september. „Þeir eru að vísu ekki búnir að gefa upp alla von um að verkefnið geti orðið að veruleika og vilja viðræður um það. Við teljum ekki ástæðu til að fjalla um það á þessu stigi því það er ekkert nýtt í málinu,“ segir Gísli, en bréf Silicor er dagsett 24. ágúst. Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilversins lauk í ágúst 2015 og var þar um að ræða fjórtán milljarða króna hlutafjársöfnun. Samkomulag við Orku náttúrunnar, sem átti að tryggja verksmiðjunni tæplega helming þeirrar raforku sem hún hefði þurft, rann út í lok mars síðastliðins. Í byrjun júní tilkynnti fyrirtækið að áformin stæðu óhögguð þrátt fyrir ákvörðun um að hægja á undirbúningnum. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur um tveimur vikum síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27 Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Starfsemi sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði skal að bíða enn um sinn. 16. júní 2017 15:02 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. 4. júní 2017 17:27
Þurfa að endurskoða hvort þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmda Silicor Materials Starfsemi sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði skal að bíða enn um sinn. 16. júní 2017 15:02
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30