Var stressaður á fyrstu tónleikunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 09:30 "Ég var bara lítill strákur í kórnum og svo allt í einu farinn að syngja einsöng í Eldborg,“ segir Bjartur. Vísir/Vilhelm Hinn ellefu ára Bjartur Clausen sló í gegn er hann söng einsöng með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á þrennum stórtónleikum í Hörpu undir sýningu Hringadróttinssögu. Hvernig kom það til? Álfheiður Björgvinsdóttir, kórstjórinn minn í Skólakór Kársness, var beðin um að finna strák sem væri til í að syngja drengjasólóið, hún spurði mig og ég var til. Ég kom fram tvisvar á hverjum tónleikum. Þurftir þú að æfa mikið? Já, hrikalega mikið. Ég æfði vel heima og svo hjálpaði Álfheiður mér rosalega mikið. Í vikunni fyrir tónleikana komu svo til landsins hljómsveitarstjórarnir Ludwig Wicki og Shih-Hung Young og líka Katlyn Lusk, söngkona sem söng einsöng, og þá æfði ég rosalega mikið með þeim öllum, hljómsveitinni og kórunum. Hefur þú sungið einsöng áður? Nei, aldrei. Ég var bara lítill strákur í kórnum og svo allt í einu farinn að syngja einsöng í Eldborg. Ég var stressaður á fyrstu tónleikunum en ekki eins mikið á hinum – samt svolítið. Þekktir þú Hringadróttinssögu? Já, rosalega vel og elska hana. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumarfríinu? Já, ég fór til Egilsstaða með fjölskyldunni á Unglingalandsmót og keppti í fótbolta, körfubolta og götuhjólreiðum. Svo fór ég líka á Draflastaði í Fnjóskadal að heimsækja vini okkar og þangað fer ég aftur eftir nokkra daga til að taka þátt í göngum og réttum. Það verður frábært. Áttu mörg áhugamál? Fótbolti er aðaláhugamálið, ég æfi fótbolta með Breiðabliki en hef líka áhuga á alls konar tónlist. Var að byrja að læra á trommur og mig langar að verða tónlistarmaður þegar ég verð stór. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Hinn ellefu ára Bjartur Clausen sló í gegn er hann söng einsöng með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á þrennum stórtónleikum í Hörpu undir sýningu Hringadróttinssögu. Hvernig kom það til? Álfheiður Björgvinsdóttir, kórstjórinn minn í Skólakór Kársness, var beðin um að finna strák sem væri til í að syngja drengjasólóið, hún spurði mig og ég var til. Ég kom fram tvisvar á hverjum tónleikum. Þurftir þú að æfa mikið? Já, hrikalega mikið. Ég æfði vel heima og svo hjálpaði Álfheiður mér rosalega mikið. Í vikunni fyrir tónleikana komu svo til landsins hljómsveitarstjórarnir Ludwig Wicki og Shih-Hung Young og líka Katlyn Lusk, söngkona sem söng einsöng, og þá æfði ég rosalega mikið með þeim öllum, hljómsveitinni og kórunum. Hefur þú sungið einsöng áður? Nei, aldrei. Ég var bara lítill strákur í kórnum og svo allt í einu farinn að syngja einsöng í Eldborg. Ég var stressaður á fyrstu tónleikunum en ekki eins mikið á hinum – samt svolítið. Þekktir þú Hringadróttinssögu? Já, rosalega vel og elska hana. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumarfríinu? Já, ég fór til Egilsstaða með fjölskyldunni á Unglingalandsmót og keppti í fótbolta, körfubolta og götuhjólreiðum. Svo fór ég líka á Draflastaði í Fnjóskadal að heimsækja vini okkar og þangað fer ég aftur eftir nokkra daga til að taka þátt í göngum og réttum. Það verður frábært. Áttu mörg áhugamál? Fótbolti er aðaláhugamálið, ég æfi fótbolta með Breiðabliki en hef líka áhuga á alls konar tónlist. Var að byrja að læra á trommur og mig langar að verða tónlistarmaður þegar ég verð stór.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira