Skemmtilegt í skólanum? Dóra Magnúsdóttir skrifar 3. september 2017 16:12 Margt getur valdið börnum vanlíðan í skóla og kvíða í byrjun skólaársins. Vísir/GVA Tíu ára drengur var síðsumars hjá ömmu sinni í sumarbústað þegar hann fékk símtal frá mömmu sinni. Eftir spjallið þaut hann út móa og þar fann amman drenginn snöktandi skömmu síðar. Hún spurði dóttur sína, móður drengsins, með nokkurri hneykslan hvað hún hefði eiginlega sagt við barnið. Ímyndaði sér allt hið versta miðað við viðbrögðin. „Tja, ég var nú bara að spyrja hann hvernig skólatösku hann vildi fá, það er nefnilega tilboð í gangi“. Áminning um að skólinn væri að byrja var algerlega bugandi fyrir þennan unga skólapilt. Flest börn hlakka til byrjunar skólaársins. Margir muna eftir þessari tilfinningu; að hitta alla vinina eftir sumarfríið með nýyddaða blýanta, allt litrófið af trélitum og nýtt strokleður í pennaveskinu. Endurnýjuð tilvera og allt svo spennandi. En það líður ekki öllum börnum vel í skólanum og hafa þarf að í huga að mörg börn, einkum og sér í lagi stálpuð börn, eru snillingar í að fela hvernig þeim líður.Olweusaráætlunin dugar ekki alltaf til Margt getur valdið börnum vanlíðan í skóla og kvíða í byrjun skólaársins. Algeng orsök er einelti sem mikilvægt er að taka föstum tökum og þurfa þá allir að koma að borðinu, kennarar, fagfólk, yfirstjórn skólans, foreldrar barnsins og börnin í skólanum. Fjölmargir skólar fylgja Olweusar áætlun um einelti en það dugar ekki alltaf til. Börnum er kennt sitthvað um einelti en þegar þau eru sjálf þátttakendur og jafnvel þolendur átta þau sig ekki alltaf sjálf á hvað er að gerast og því mikilvægt að grípa ekki til sértækra lausna eins og að funda eingöngu með yfirstjórn skólans og/eða foreldrum heldur nýta tækifærið og virkja og fræða gerendur og önnur skólabörn. Besta leiðin til að uppræta og fræða börn um einelti er að koma auga á það og uppræta það strax. En það þarf ekki einelti til. Barnasálfræðingar erlendis hafa bent á að kvíði skólabarna sé vaxandi vandamál í heimi þar sem oft er ætlast til mikils af börnum; um virkni og afköst í námi, íþróttum og tónlistariðkun. Vanlíðan sökum ofálags getur skilað sér í skólakvíða jafnvel þó barninu gangi vel í námi, eigi vini í skólanum og hafi aldrei upplifað einelti. Rétt eins og fullorðnir sem stríða við kvíða eiga erfitt með að sinna daglegum skyldum sínum og mæta til vinnu sem þeir eru þó alla jafna sáttir við. Ef allar stundir eru skipulagðar og enginn tími til að gera „ekkert, hleðst álagið upp og lítið má út af bregða.Hreyfing barna á öllum aldri vekur vellíðan og slökun, sem getur hjálpað til í baráttunni við kvíða.Vísir/VilhelmSlökun og hreyfing mikilvægir þættir í vellíðan barna Því er mikilvægt að hlusta vel eftir líðan barnsins og draga úr álagi ef það er of mikið. Passa upp á að barnið nái að slaka vel á á hverjum degi. Það getur verið nóg að sleppa skipulögðum þáttum um stundarsakir og eyða markvisst meiri tíma með barninu og skoða hvort það skili sér í betri líðan og minni kvíða. Hreyfing barna á öllum aldri eykur vellíðan og slökun og það getur hjálpað í baráttu við kvíða að eiga rólegar stundir með foreldrum eða öðrum aðstandendum í formi hreyfingar sem það hefur gaman af. Ekki er verra ef slíkar stundir kosta lítið eða ekkert, svo sem hjólreiðaferðir, léttar fjallgöngur og göngur út í náttúrunni, sundferðir og þar fram eftir götunum. Í hreyfingunni og samverunni við fólkið sem skiptir barnið mestu máli felst slökun sem er besta vopnið í baráttu við skólakvíða. Lestur hefur að auki slakandi áhrif á börn, líka þó barnið sé skikkað til lesturs.Finna vanlíðan farveg í veikindum sem ekki eru til staðar Í tilfelli yngri skólabarna og leikskólabarna getur aðskilnaðarkvíði barns gagnvart foreldrum verið erfitt og langvinnt vandamál sem gæti þurft að leysa með aðstoð sálfræðings, mögulega með styttri skólatíma barns sem svo er lengdur smám saman, og fleiri þáttum. Yngri börn kunna síður að fela vanlíðan sína en þau sem eldri eru en finna henni oft farveg í veikindum sem ekki virðast til staðar en börnin upplifa engu að síður. Skólakvíði getur stafað af mörgum þáttum; svo sem einelti, námsörðugleikum, vanlíðan vegna aðskilnaðar við foreldri, ýmiskonar heimilisaðstæðum sem börn upplifa sem álag svo sem skilnaði, veikindum, dauðsfalli, neyslu fjölskyldumeðlims/a og fleiri þáttum. Hér skiptir mestu máli að staldra við, greina vandann og fá til þess faglega hjálp ef nauðsyn kallar eftir því. Sömuleiðis að horfast í augu við að skyndilausnir eru sjaldnast í boði í vanda af þessu tagi sem getur tekið langan tíma að færa í betra horf. Hins vegar er í langflestum tilfellum hægt að draga verulega úr vandanum og/eða vinna bug á honum ef fólk er opið fyrir lausnum. Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Tíu ára drengur var síðsumars hjá ömmu sinni í sumarbústað þegar hann fékk símtal frá mömmu sinni. Eftir spjallið þaut hann út móa og þar fann amman drenginn snöktandi skömmu síðar. Hún spurði dóttur sína, móður drengsins, með nokkurri hneykslan hvað hún hefði eiginlega sagt við barnið. Ímyndaði sér allt hið versta miðað við viðbrögðin. „Tja, ég var nú bara að spyrja hann hvernig skólatösku hann vildi fá, það er nefnilega tilboð í gangi“. Áminning um að skólinn væri að byrja var algerlega bugandi fyrir þennan unga skólapilt. Flest börn hlakka til byrjunar skólaársins. Margir muna eftir þessari tilfinningu; að hitta alla vinina eftir sumarfríið með nýyddaða blýanta, allt litrófið af trélitum og nýtt strokleður í pennaveskinu. Endurnýjuð tilvera og allt svo spennandi. En það líður ekki öllum börnum vel í skólanum og hafa þarf að í huga að mörg börn, einkum og sér í lagi stálpuð börn, eru snillingar í að fela hvernig þeim líður.Olweusaráætlunin dugar ekki alltaf til Margt getur valdið börnum vanlíðan í skóla og kvíða í byrjun skólaársins. Algeng orsök er einelti sem mikilvægt er að taka föstum tökum og þurfa þá allir að koma að borðinu, kennarar, fagfólk, yfirstjórn skólans, foreldrar barnsins og börnin í skólanum. Fjölmargir skólar fylgja Olweusar áætlun um einelti en það dugar ekki alltaf til. Börnum er kennt sitthvað um einelti en þegar þau eru sjálf þátttakendur og jafnvel þolendur átta þau sig ekki alltaf sjálf á hvað er að gerast og því mikilvægt að grípa ekki til sértækra lausna eins og að funda eingöngu með yfirstjórn skólans og/eða foreldrum heldur nýta tækifærið og virkja og fræða gerendur og önnur skólabörn. Besta leiðin til að uppræta og fræða börn um einelti er að koma auga á það og uppræta það strax. En það þarf ekki einelti til. Barnasálfræðingar erlendis hafa bent á að kvíði skólabarna sé vaxandi vandamál í heimi þar sem oft er ætlast til mikils af börnum; um virkni og afköst í námi, íþróttum og tónlistariðkun. Vanlíðan sökum ofálags getur skilað sér í skólakvíða jafnvel þó barninu gangi vel í námi, eigi vini í skólanum og hafi aldrei upplifað einelti. Rétt eins og fullorðnir sem stríða við kvíða eiga erfitt með að sinna daglegum skyldum sínum og mæta til vinnu sem þeir eru þó alla jafna sáttir við. Ef allar stundir eru skipulagðar og enginn tími til að gera „ekkert, hleðst álagið upp og lítið má út af bregða.Hreyfing barna á öllum aldri vekur vellíðan og slökun, sem getur hjálpað til í baráttunni við kvíða.Vísir/VilhelmSlökun og hreyfing mikilvægir þættir í vellíðan barna Því er mikilvægt að hlusta vel eftir líðan barnsins og draga úr álagi ef það er of mikið. Passa upp á að barnið nái að slaka vel á á hverjum degi. Það getur verið nóg að sleppa skipulögðum þáttum um stundarsakir og eyða markvisst meiri tíma með barninu og skoða hvort það skili sér í betri líðan og minni kvíða. Hreyfing barna á öllum aldri eykur vellíðan og slökun og það getur hjálpað í baráttu við kvíða að eiga rólegar stundir með foreldrum eða öðrum aðstandendum í formi hreyfingar sem það hefur gaman af. Ekki er verra ef slíkar stundir kosta lítið eða ekkert, svo sem hjólreiðaferðir, léttar fjallgöngur og göngur út í náttúrunni, sundferðir og þar fram eftir götunum. Í hreyfingunni og samverunni við fólkið sem skiptir barnið mestu máli felst slökun sem er besta vopnið í baráttu við skólakvíða. Lestur hefur að auki slakandi áhrif á börn, líka þó barnið sé skikkað til lesturs.Finna vanlíðan farveg í veikindum sem ekki eru til staðar Í tilfelli yngri skólabarna og leikskólabarna getur aðskilnaðarkvíði barns gagnvart foreldrum verið erfitt og langvinnt vandamál sem gæti þurft að leysa með aðstoð sálfræðings, mögulega með styttri skólatíma barns sem svo er lengdur smám saman, og fleiri þáttum. Yngri börn kunna síður að fela vanlíðan sína en þau sem eldri eru en finna henni oft farveg í veikindum sem ekki virðast til staðar en börnin upplifa engu að síður. Skólakvíði getur stafað af mörgum þáttum; svo sem einelti, námsörðugleikum, vanlíðan vegna aðskilnaðar við foreldri, ýmiskonar heimilisaðstæðum sem börn upplifa sem álag svo sem skilnaði, veikindum, dauðsfalli, neyslu fjölskyldumeðlims/a og fleiri þáttum. Hér skiptir mestu máli að staldra við, greina vandann og fá til þess faglega hjálp ef nauðsyn kallar eftir því. Sömuleiðis að horfast í augu við að skyndilausnir eru sjaldnast í boði í vanda af þessu tagi sem getur tekið langan tíma að færa í betra horf. Hins vegar er í langflestum tilfellum hægt að draga verulega úr vandanum og/eða vinna bug á honum ef fólk er opið fyrir lausnum.
Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira