Lífið

Rannsóknir benda til þess að framhjáhaldarar verði alltaf framhjáhaldarar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sláandi niðurstöður.
Sláandi niðurstöður.
Það þekkja margir orðatiltækið „Once a cheater, always a cheater” eða á íslensku: Einu sinni framhjáhaldari, alltaf framhjáhaldari.

Þetta hefur aftur á móti verið rannsakað og benda rannsóknir til þess að aðili sem hefur haldið framhjá sé meira en þrefalt líklegri til að endurtaka leikinn í framtíðinni.

Það sem skiptir sköpum í tengslum við rannsóknina er líðan fólks eftir framhjáhald. Ef einstaklingurinn ýtir málinu bara undir teppið og hugsar svo gott sem ekkert út í málið, þá eru líkurnar á því að hann endurtaki leikinn mjög miklar.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í bandaríska tímaritinu the National Academy of Sciences.

Rætt var við 343 einstaklinga og voru þeir spurðir út í atburði í lífi þeirra. Þeir voru í framhaldinu spurðir út í það hvort þeim þættu hegðun þeirra siðlaus eða ekki.

Til að mynda fengu þeir allir eftirfarandi spurningu: „Myndir þú halda framhjá maka þínum ef þú myndir hagnast á því fjárhagslega?“

Allir þurftu síðan að mæta aftur tveimur vikum síðar og ræða um ákveðin leik sem þau tóku þátt í á fyrsta degi. Í þeim leik var auðvelt að svindla og viðurkenndu 43% þeirra að hafa gert það og mundu mjög vel eftir því. Fólkið mundu aftur á móti illa eftir máltíðinni sem þau fengu það kvöld.  

Hinsvegar eru niðurstöður þessarar rannsóknar ekki einu vísbendingarnar um að framhjáhald sé líkamlegur galli varðandi valkvætt minni. Þú ert því þrefalt líklegri til að halda framhjá ef þú hefur áður gert það.

Þeir sem halda framhjá maka sínum gera það af mörgum ástæðum. Dr Duana Welch, höfundar bókarinnar Love Factually segir að ein af aðal ástæðunum fyrir framhjáhaldi sé einmannaleiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×