Veiðimenn kirkjunnar hrökklast frá Staðará 30. ágúst 2017 06:00 Ágæt sjóbirtingsveiði er í Staðará og einnig bleikja og stöku lax. Illa gengur þó að stunda veiðar þar vegna ágreinings jarðaeigenda. VÍSIR/GARÐAR Þótt Hæstiréttur hafi í mars dæmt í ágreiningi þjóðkirkjunnar og eiganda jarðarinnar Traða í Staðarsveit á Snæfellsnesi um veiðirétt í Staðará logar þar enn allt í illdeilum. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, lagði fram skýrslu um stöðu veiðiréttarmála í Staðará á fundi ráðsins fyrr í þessum mánuði. „Kom fram að framkvæmdastjóri hefði boðið tveimur mönnum að veiða í Staðará um verslunarmannahelgina en hvorugum hefði tekist veiðin vegna áreitni og hótana af hálfu Traðabónda,“ segir um málið í fundargerð Kirkjuráðs. „Þetta er ósatt,“ segir Gunnar Jónasson, eigandi Traða frá 2013. Þar er rekin ferðaþjónusta. Gunnar kveðst vissulega hafa átt samskipti við veiðimann fyrir landi Traða um verslunarmannahelgina en alls ekki hafa haft í hótunum um líkamsmeiðingar eins og Oddur Einarsson haldi fram í bréfi til hans. Það hafi viðkomandi veiðimaður staðfest við sig í samtali og sagst hafa leiðrétt við Odd. Gunnar viðurkennir hins vegar að hann hafi staðið yfir veiðimanninum sem þá hafi ekki nennt að hafa hann „hangandi yfir sér“ og horfið frá. Nokkrum dögum fyrir verslunarmannahelgi sendi Oddur Einarsson lögmanni Gunnars bréf og kvaðst ætla að bjóða „nokkrum gestum sínum“ að veiða í Staðará þá um helgina. „Og vænti þess að ekki komi til árekstra þeirra á milli og Gunnars eða gesta hans,“ segir Oddur í bréfinu. Miklar deilur hafa lengi staðið milli Traða og kirkjunnar fyrir hönd prestsetursjarðarinnar Staðastaðar um veiðirétt í Staðará sem er fyrst og fremst góð sjóbirtingsá. Í maí 2016 dæmdi Héraðsdómur Vesturlands að allur veiðiréttur í Staðará fyrir landi Staðastaðar, beggja vegna árinnar skyldi tilheyra Staðastað. Hæstiréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu í mars á þessu ári og synjaði kirkjumálasjóði um viðurkenningu á því að allur veiðirétturinn fyrir landi kirkjujarðarinnar tilheyrði óskiptur Staðastað. Var litið til þess að þegar Traðir voru ríkisjörð hafi ríkið lýst því yfir að býlinu fylgdi veiðiréttur. Veiðin er því sameiginleg í óskiptu landi og koma aðilar sér ekki saman um hvernig þeir eiga að deila henni með sér. Traðamenn vilja sitja að veiðinni í sínu landi þar sem ós árinnar er og hafa lagt til að kirkjujörðinni, sem er ofar í landinu, fylgi veiði ofan þjóðvegar. Um þetta er engin sátt. Guðjón Ármannsson, lögmaður Gunnars, segist nú vinna að því ásamt lögmanni þjóðkirkjunnar að skipta landi jarðanna. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um stöðu málsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leigutakar veiðiréttar í Staðará vita ekki hverjum á að borga 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þótt Hæstiréttur hafi í mars dæmt í ágreiningi þjóðkirkjunnar og eiganda jarðarinnar Traða í Staðarsveit á Snæfellsnesi um veiðirétt í Staðará logar þar enn allt í illdeilum. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, lagði fram skýrslu um stöðu veiðiréttarmála í Staðará á fundi ráðsins fyrr í þessum mánuði. „Kom fram að framkvæmdastjóri hefði boðið tveimur mönnum að veiða í Staðará um verslunarmannahelgina en hvorugum hefði tekist veiðin vegna áreitni og hótana af hálfu Traðabónda,“ segir um málið í fundargerð Kirkjuráðs. „Þetta er ósatt,“ segir Gunnar Jónasson, eigandi Traða frá 2013. Þar er rekin ferðaþjónusta. Gunnar kveðst vissulega hafa átt samskipti við veiðimann fyrir landi Traða um verslunarmannahelgina en alls ekki hafa haft í hótunum um líkamsmeiðingar eins og Oddur Einarsson haldi fram í bréfi til hans. Það hafi viðkomandi veiðimaður staðfest við sig í samtali og sagst hafa leiðrétt við Odd. Gunnar viðurkennir hins vegar að hann hafi staðið yfir veiðimanninum sem þá hafi ekki nennt að hafa hann „hangandi yfir sér“ og horfið frá. Nokkrum dögum fyrir verslunarmannahelgi sendi Oddur Einarsson lögmanni Gunnars bréf og kvaðst ætla að bjóða „nokkrum gestum sínum“ að veiða í Staðará þá um helgina. „Og vænti þess að ekki komi til árekstra þeirra á milli og Gunnars eða gesta hans,“ segir Oddur í bréfinu. Miklar deilur hafa lengi staðið milli Traða og kirkjunnar fyrir hönd prestsetursjarðarinnar Staðastaðar um veiðirétt í Staðará sem er fyrst og fremst góð sjóbirtingsá. Í maí 2016 dæmdi Héraðsdómur Vesturlands að allur veiðiréttur í Staðará fyrir landi Staðastaðar, beggja vegna árinnar skyldi tilheyra Staðastað. Hæstiréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu í mars á þessu ári og synjaði kirkjumálasjóði um viðurkenningu á því að allur veiðirétturinn fyrir landi kirkjujarðarinnar tilheyrði óskiptur Staðastað. Var litið til þess að þegar Traðir voru ríkisjörð hafi ríkið lýst því yfir að býlinu fylgdi veiðiréttur. Veiðin er því sameiginleg í óskiptu landi og koma aðilar sér ekki saman um hvernig þeir eiga að deila henni með sér. Traðamenn vilja sitja að veiðinni í sínu landi þar sem ós árinnar er og hafa lagt til að kirkjujörðinni, sem er ofar í landinu, fylgi veiði ofan þjóðvegar. Um þetta er engin sátt. Guðjón Ármannsson, lögmaður Gunnars, segist nú vinna að því ásamt lögmanni þjóðkirkjunnar að skipta landi jarðanna. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um stöðu málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leigutakar veiðiréttar í Staðará vita ekki hverjum á að borga 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira