Þórdís svarar Eiríki: „Hrútskýringar þínar væru afar vel þegnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 19:51 Þórdís Elva segir að Eiríkur sé hluti af vandamálinu Frétt Eiríks Jónssonar um klæðaburð Kolbrúnar Benediktsdóttur hefur vakið mikla athygli í dag. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir birti mynd af sér í opinni færslu á Facebook í dag með skilaboðum til Eiríks. „Hey Eiríkur Jónsson, værirðu til í að senda mér lista yfir störfin sem ég má sinna í þessum bol? Mætti ég t.d. klæðast honum í Druslugöngunni til að mótmæla kynbundnu ofbeldi, en ekki ef ég ynni að sakamáli sem byggði á kynbundnu ofbeldi? Hrútskýringar þínar væru afar vel þegnar,“ skrifaði Þórdís Elva. Eiríkur skrifaði í athugasemd við myndina: „Þú mátt klæðast hverju sem er og saksóknarar líka. Fréttin var lesendabréf.“ Þórdís Elva var þó snögg að svara honum: „Ef þú velur að birta nafnlaust lesendabréf sem lýsir kvenfyrirlitningu, og tekur þér auk þess tíma í að velja ljósmynd til að fylgja með því, sem hlutgerir eina færustu konu íslensks réttarkerfis, þá ertu ekki bara sendiboðinn, Eiríkur. Þá ertu hluti af vandamálinu.“„Þetta endurspeglar ekki á neinn hátt mínar skoðanir,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa íhugað að taka færsluna úr birtingu. „Þetta er ekki skoðun mín, heldur póstur sem ég fékk. Hann var birtur sem lesendabréf.“ Eiríkur segir að lesendabréf séu birt daglega á síðunni en hann birti samt ekki allt sem hann fær sent. „Bara svona það sem mér lýst á,“ útskýrir Eiríkur. „Ég botna ekkert í því, þetta er ekki mín skoðun, það stóð hvergi,“ svarar Eiríkur aðspurður um viðbrögðin sem fréttin fékk í dag. Eins og Vísir sagði frá fyrr í dag hafa margir tjáð sig um þessa umdeildu frétt. Jón Gnarr fyrrum borgarstjóri var einn þeirra sem birti mynd af sér á Twitter með skilaboðum til Eiríks.er að fara að vinna. er bolurinn nokkuð of fleginn? við hæfi? #ekkiviðhæfi pic.twitter.com/zRS46LfD7U— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 22, 2017 Tengdar fréttir Brjóstaumfjöllun harðlega gagnrýnd Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar? 22. ágúst 2017 15:35 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Frétt Eiríks Jónssonar um klæðaburð Kolbrúnar Benediktsdóttur hefur vakið mikla athygli í dag. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir birti mynd af sér í opinni færslu á Facebook í dag með skilaboðum til Eiríks. „Hey Eiríkur Jónsson, værirðu til í að senda mér lista yfir störfin sem ég má sinna í þessum bol? Mætti ég t.d. klæðast honum í Druslugöngunni til að mótmæla kynbundnu ofbeldi, en ekki ef ég ynni að sakamáli sem byggði á kynbundnu ofbeldi? Hrútskýringar þínar væru afar vel þegnar,“ skrifaði Þórdís Elva. Eiríkur skrifaði í athugasemd við myndina: „Þú mátt klæðast hverju sem er og saksóknarar líka. Fréttin var lesendabréf.“ Þórdís Elva var þó snögg að svara honum: „Ef þú velur að birta nafnlaust lesendabréf sem lýsir kvenfyrirlitningu, og tekur þér auk þess tíma í að velja ljósmynd til að fylgja með því, sem hlutgerir eina færustu konu íslensks réttarkerfis, þá ertu ekki bara sendiboðinn, Eiríkur. Þá ertu hluti af vandamálinu.“„Þetta endurspeglar ekki á neinn hátt mínar skoðanir,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segist ekki hafa íhugað að taka færsluna úr birtingu. „Þetta er ekki skoðun mín, heldur póstur sem ég fékk. Hann var birtur sem lesendabréf.“ Eiríkur segir að lesendabréf séu birt daglega á síðunni en hann birti samt ekki allt sem hann fær sent. „Bara svona það sem mér lýst á,“ útskýrir Eiríkur. „Ég botna ekkert í því, þetta er ekki mín skoðun, það stóð hvergi,“ svarar Eiríkur aðspurður um viðbrögðin sem fréttin fékk í dag. Eins og Vísir sagði frá fyrr í dag hafa margir tjáð sig um þessa umdeildu frétt. Jón Gnarr fyrrum borgarstjóri var einn þeirra sem birti mynd af sér á Twitter með skilaboðum til Eiríks.er að fara að vinna. er bolurinn nokkuð of fleginn? við hæfi? #ekkiviðhæfi pic.twitter.com/zRS46LfD7U— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 22, 2017
Tengdar fréttir Brjóstaumfjöllun harðlega gagnrýnd Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar? 22. ágúst 2017 15:35 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Brjóstaumfjöllun harðlega gagnrýnd Það er náttúrulega hneyksli að það geti sést að konur séu með BRJÓST. Hvílíkur dónaskapur! Hvað er næst, berir ökklar? 22. ágúst 2017 15:35