Verðir vakti biðskýlin í borginni um helgar Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Kristján Róbert Walsh segir mjög mikilvægt að koma upp sameiginlegum biðskýlum sem séu vöktuð eftir klukkan tvö á nóttunni. Fréttablaðið/Anton „Í dag hætti ég að keyra á milli fjögur og fimm þegar leiðinlega fólkið kemur. Af því að eftir klukkan fimm er þetta eins og villta vestrið. Þá eru menn að lenda í því að það er verið að hoppa upp á bílana þeirra. Það er verið að slást um bílana,“ segir Kristján Róbert Walsh leigubílstjóri. „Og þá spyr maður hvar öryggið sé sem er verið að bjóða upp á í þessari borg fyrir ferðamanninn, borgarana og bílstjórana sem sinna þessu,“ bætir hann við. Kristján Róbert segir að fyrir nokkrum árum hafi verið skýli í Lækjargötunni. „Svo kom Gnarrstjórnin og henti þessu skýli út í hafsauga og bjó til asnalegt plan og skýli við hliðina á pylsuvagninum í Tryggvagötu. Það var svo asnalegt að það hálfa væri nóg,“ segir Kristján. Nú telur Kristján að það væri lag að setja upphitað skýli aftur þar sem það gamla var í Lækjargötunni og annað á gatnamótum Sæbrautar og Lækjargötu, við Hörpuna. „Þannig að hægt sé að komast fljótt og óhindrað að bænum bæði Sæbrautarmegin og Lækjargötumegin og haft aðgengi til að snúa við og fara í burtu,“ segir hann. Hann telur eðlilegt að í slíkum biðskýlum séu verðir sem myndu mæta milli tvö og þrjú á nóttunni um helgar. Þá geti bílstjórar keyrt niður í bæ og sótt farþega í skýlið og farþegar geti vænst þess að fá aðstoð frá vörðunum ef dólgar vaða uppi með læti í röðinni. Eins og staðan er í dag eru Hreyfill og BSR með sérmerkt stæði í miðbænum, auk þess sem það er eitt almennt stæði fyrir leigubíla á Hverfisgötu. Hreyfill er með stæði við Ingólfstorg og BSR í Lækjargötunni. „En við höfum fengið þau svör að það séu ekki til nein stæði fyrir hinar stöðvarnar,“ segir Kristján sem tilheyrir City Taxi. Hann vill að ef gerð yrðu ný stæði í Lækjargötu og Sæbraut yrði öllum leigubílastöðvum boðin afnot af þeim. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að íbúar í nágrenni við skýlið hafi kvartað undan ónæði vegna skýlisins og á þá hafi verið hlustað. „En ef það á að vera sameiginlegt stæði sem á að vera opið á nóttunni þá hefur það alltaf verið okkar skoðun að það ætti að vera í þessa átt,“ segir Guðmundur og vísar til þess að skýlið þurfi að vera MR-megin við Lækjargötuna. Eftir að gamla skýlinu hafi verið lokað hafi verið opnað skýli hinum megin við götuna. „Það vissu það allir að það yrði aldrei neitt notað vegna þess að það er óþægilegt fyrir bílstjórana að koma þeim megin að þessu,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Í dag hætti ég að keyra á milli fjögur og fimm þegar leiðinlega fólkið kemur. Af því að eftir klukkan fimm er þetta eins og villta vestrið. Þá eru menn að lenda í því að það er verið að hoppa upp á bílana þeirra. Það er verið að slást um bílana,“ segir Kristján Róbert Walsh leigubílstjóri. „Og þá spyr maður hvar öryggið sé sem er verið að bjóða upp á í þessari borg fyrir ferðamanninn, borgarana og bílstjórana sem sinna þessu,“ bætir hann við. Kristján Róbert segir að fyrir nokkrum árum hafi verið skýli í Lækjargötunni. „Svo kom Gnarrstjórnin og henti þessu skýli út í hafsauga og bjó til asnalegt plan og skýli við hliðina á pylsuvagninum í Tryggvagötu. Það var svo asnalegt að það hálfa væri nóg,“ segir Kristján. Nú telur Kristján að það væri lag að setja upphitað skýli aftur þar sem það gamla var í Lækjargötunni og annað á gatnamótum Sæbrautar og Lækjargötu, við Hörpuna. „Þannig að hægt sé að komast fljótt og óhindrað að bænum bæði Sæbrautarmegin og Lækjargötumegin og haft aðgengi til að snúa við og fara í burtu,“ segir hann. Hann telur eðlilegt að í slíkum biðskýlum séu verðir sem myndu mæta milli tvö og þrjú á nóttunni um helgar. Þá geti bílstjórar keyrt niður í bæ og sótt farþega í skýlið og farþegar geti vænst þess að fá aðstoð frá vörðunum ef dólgar vaða uppi með læti í röðinni. Eins og staðan er í dag eru Hreyfill og BSR með sérmerkt stæði í miðbænum, auk þess sem það er eitt almennt stæði fyrir leigubíla á Hverfisgötu. Hreyfill er með stæði við Ingólfstorg og BSR í Lækjargötunni. „En við höfum fengið þau svör að það séu ekki til nein stæði fyrir hinar stöðvarnar,“ segir Kristján sem tilheyrir City Taxi. Hann vill að ef gerð yrðu ný stæði í Lækjargötu og Sæbraut yrði öllum leigubílastöðvum boðin afnot af þeim. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að íbúar í nágrenni við skýlið hafi kvartað undan ónæði vegna skýlisins og á þá hafi verið hlustað. „En ef það á að vera sameiginlegt stæði sem á að vera opið á nóttunni þá hefur það alltaf verið okkar skoðun að það ætti að vera í þessa átt,“ segir Guðmundur og vísar til þess að skýlið þurfi að vera MR-megin við Lækjargötuna. Eftir að gamla skýlinu hafi verið lokað hafi verið opnað skýli hinum megin við götuna. „Það vissu það allir að það yrði aldrei neitt notað vegna þess að það er óþægilegt fyrir bílstjórana að koma þeim megin að þessu,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira