Verðir vakti biðskýlin í borginni um helgar Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Kristján Róbert Walsh segir mjög mikilvægt að koma upp sameiginlegum biðskýlum sem séu vöktuð eftir klukkan tvö á nóttunni. Fréttablaðið/Anton „Í dag hætti ég að keyra á milli fjögur og fimm þegar leiðinlega fólkið kemur. Af því að eftir klukkan fimm er þetta eins og villta vestrið. Þá eru menn að lenda í því að það er verið að hoppa upp á bílana þeirra. Það er verið að slást um bílana,“ segir Kristján Róbert Walsh leigubílstjóri. „Og þá spyr maður hvar öryggið sé sem er verið að bjóða upp á í þessari borg fyrir ferðamanninn, borgarana og bílstjórana sem sinna þessu,“ bætir hann við. Kristján Róbert segir að fyrir nokkrum árum hafi verið skýli í Lækjargötunni. „Svo kom Gnarrstjórnin og henti þessu skýli út í hafsauga og bjó til asnalegt plan og skýli við hliðina á pylsuvagninum í Tryggvagötu. Það var svo asnalegt að það hálfa væri nóg,“ segir Kristján. Nú telur Kristján að það væri lag að setja upphitað skýli aftur þar sem það gamla var í Lækjargötunni og annað á gatnamótum Sæbrautar og Lækjargötu, við Hörpuna. „Þannig að hægt sé að komast fljótt og óhindrað að bænum bæði Sæbrautarmegin og Lækjargötumegin og haft aðgengi til að snúa við og fara í burtu,“ segir hann. Hann telur eðlilegt að í slíkum biðskýlum séu verðir sem myndu mæta milli tvö og þrjú á nóttunni um helgar. Þá geti bílstjórar keyrt niður í bæ og sótt farþega í skýlið og farþegar geti vænst þess að fá aðstoð frá vörðunum ef dólgar vaða uppi með læti í röðinni. Eins og staðan er í dag eru Hreyfill og BSR með sérmerkt stæði í miðbænum, auk þess sem það er eitt almennt stæði fyrir leigubíla á Hverfisgötu. Hreyfill er með stæði við Ingólfstorg og BSR í Lækjargötunni. „En við höfum fengið þau svör að það séu ekki til nein stæði fyrir hinar stöðvarnar,“ segir Kristján sem tilheyrir City Taxi. Hann vill að ef gerð yrðu ný stæði í Lækjargötu og Sæbraut yrði öllum leigubílastöðvum boðin afnot af þeim. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að íbúar í nágrenni við skýlið hafi kvartað undan ónæði vegna skýlisins og á þá hafi verið hlustað. „En ef það á að vera sameiginlegt stæði sem á að vera opið á nóttunni þá hefur það alltaf verið okkar skoðun að það ætti að vera í þessa átt,“ segir Guðmundur og vísar til þess að skýlið þurfi að vera MR-megin við Lækjargötuna. Eftir að gamla skýlinu hafi verið lokað hafi verið opnað skýli hinum megin við götuna. „Það vissu það allir að það yrði aldrei neitt notað vegna þess að það er óþægilegt fyrir bílstjórana að koma þeim megin að þessu,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
„Í dag hætti ég að keyra á milli fjögur og fimm þegar leiðinlega fólkið kemur. Af því að eftir klukkan fimm er þetta eins og villta vestrið. Þá eru menn að lenda í því að það er verið að hoppa upp á bílana þeirra. Það er verið að slást um bílana,“ segir Kristján Róbert Walsh leigubílstjóri. „Og þá spyr maður hvar öryggið sé sem er verið að bjóða upp á í þessari borg fyrir ferðamanninn, borgarana og bílstjórana sem sinna þessu,“ bætir hann við. Kristján Róbert segir að fyrir nokkrum árum hafi verið skýli í Lækjargötunni. „Svo kom Gnarrstjórnin og henti þessu skýli út í hafsauga og bjó til asnalegt plan og skýli við hliðina á pylsuvagninum í Tryggvagötu. Það var svo asnalegt að það hálfa væri nóg,“ segir Kristján. Nú telur Kristján að það væri lag að setja upphitað skýli aftur þar sem það gamla var í Lækjargötunni og annað á gatnamótum Sæbrautar og Lækjargötu, við Hörpuna. „Þannig að hægt sé að komast fljótt og óhindrað að bænum bæði Sæbrautarmegin og Lækjargötumegin og haft aðgengi til að snúa við og fara í burtu,“ segir hann. Hann telur eðlilegt að í slíkum biðskýlum séu verðir sem myndu mæta milli tvö og þrjú á nóttunni um helgar. Þá geti bílstjórar keyrt niður í bæ og sótt farþega í skýlið og farþegar geti vænst þess að fá aðstoð frá vörðunum ef dólgar vaða uppi með læti í röðinni. Eins og staðan er í dag eru Hreyfill og BSR með sérmerkt stæði í miðbænum, auk þess sem það er eitt almennt stæði fyrir leigubíla á Hverfisgötu. Hreyfill er með stæði við Ingólfstorg og BSR í Lækjargötunni. „En við höfum fengið þau svör að það séu ekki til nein stæði fyrir hinar stöðvarnar,“ segir Kristján sem tilheyrir City Taxi. Hann vill að ef gerð yrðu ný stæði í Lækjargötu og Sæbraut yrði öllum leigubílastöðvum boðin afnot af þeim. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að íbúar í nágrenni við skýlið hafi kvartað undan ónæði vegna skýlisins og á þá hafi verið hlustað. „En ef það á að vera sameiginlegt stæði sem á að vera opið á nóttunni þá hefur það alltaf verið okkar skoðun að það ætti að vera í þessa átt,“ segir Guðmundur og vísar til þess að skýlið þurfi að vera MR-megin við Lækjargötuna. Eftir að gamla skýlinu hafi verið lokað hafi verið opnað skýli hinum megin við götuna. „Það vissu það allir að það yrði aldrei neitt notað vegna þess að það er óþægilegt fyrir bílstjórana að koma þeim megin að þessu,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira