FÍB vill lægri iðgjöld í ljósi mikils hagnaðar Sæunn Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2017 06:00 Runólfur Ólafsson segir að á einu ári hafi vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent. Fréttablaðið/Auðunn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að góð afkoma stærstu tryggingafélaga landsins á fyrri helmingi ársins gefi tilefni til að lækka iðgjöld. „Miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna um jákvæða afkomu tryggingafélaganna, þá virðist ganga töluvert betur með vátryggingastarfsemina og þar vega til að mynda bílatryggingar einna þyngst. Á sama tíma höfum við verið að horfa upp á það að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa verið að hækka langt umfram vísitölu. Þannig að það er mín sýn að það sé tilefni til lækkunar á iðgjöldum ökutækjatrygginga," segir Runólfur. Stærstu tryggingafélög landsins högnuðust um 4,8 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Um er að ræða verulegan viðsnúning milli ára en á sama tímabili í fyrra högnuðust félögin um 2,1 milljarð króna. „Á einu ári hefur vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent og við erum innan þriggja prósenta viðmiðunarmarka Seðlabankans í sambandi við verðlagsþróun almennt. Þannig að þetta hefur hækkað langt umfram þróun verðlags," segir Runólfur. „Á sama tíma er vísitala reksturs eigin bifreiðar sex prósentum lægri en hún var fyrir ári síðan. Þannig að það er klárlega lag til að koma til móts við almenna bílaeigendur," segir Runólfur. Gengi hlutabréfa í tveimur af tryggingafélögunum hækkuðu í gær eftir afkomutilkynningarnar. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 0,9 prósent, en hlutabréf í VÍS hækkuðu um 3,47 prósent og í TM um 3,29 prósent. Mestur viðsnúningur er hjá VÍS sem hagnaðist um 1.107 milljónir króna í ár, samanborið við 238 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut nam 0,50 krónum samanborið við 0,10 krónur fyrir sama tímabil árið 2016. Í tilkynningu segir að félagið hafi frá árinu 2015 unnið að breytingum á iðgjöldum til að bregðast við mikilli hækkun í tíðni tjóna og tjónakostnaðar. Því sé niðurstaða fjórðungsins gleðiefni og vonast er til að farið sé að draga úr þessari miklu hækkun tjónakostnaðar. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi var 909 milljónir króna en hagnaður á fyrri helming ársins nam 1.875 milljónum króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var ríflega 200 milljónum króna meiri en kom fram í afkomuviðvörun félagsins þann 18. júlí síðastliðinn. Betri afkoma skýrist einkum af hærri fjárfestingatekjum vegna endurmats á óskráðum hlutabréfum segir í tilkynningu. Hagnaður Sjóvá jókst um 1.100 milljónir milli ára og nam 1.803 milljónum á fyrri árshelmingi. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að góð afkoma stærstu tryggingafélaga landsins á fyrri helmingi ársins gefi tilefni til að lækka iðgjöld. „Miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna um jákvæða afkomu tryggingafélaganna, þá virðist ganga töluvert betur með vátryggingastarfsemina og þar vega til að mynda bílatryggingar einna þyngst. Á sama tíma höfum við verið að horfa upp á það að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa verið að hækka langt umfram vísitölu. Þannig að það er mín sýn að það sé tilefni til lækkunar á iðgjöldum ökutækjatrygginga," segir Runólfur. Stærstu tryggingafélög landsins högnuðust um 4,8 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Um er að ræða verulegan viðsnúning milli ára en á sama tímabili í fyrra högnuðust félögin um 2,1 milljarð króna. „Á einu ári hefur vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent og við erum innan þriggja prósenta viðmiðunarmarka Seðlabankans í sambandi við verðlagsþróun almennt. Þannig að þetta hefur hækkað langt umfram þróun verðlags," segir Runólfur. „Á sama tíma er vísitala reksturs eigin bifreiðar sex prósentum lægri en hún var fyrir ári síðan. Þannig að það er klárlega lag til að koma til móts við almenna bílaeigendur," segir Runólfur. Gengi hlutabréfa í tveimur af tryggingafélögunum hækkuðu í gær eftir afkomutilkynningarnar. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 0,9 prósent, en hlutabréf í VÍS hækkuðu um 3,47 prósent og í TM um 3,29 prósent. Mestur viðsnúningur er hjá VÍS sem hagnaðist um 1.107 milljónir króna í ár, samanborið við 238 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut nam 0,50 krónum samanborið við 0,10 krónur fyrir sama tímabil árið 2016. Í tilkynningu segir að félagið hafi frá árinu 2015 unnið að breytingum á iðgjöldum til að bregðast við mikilli hækkun í tíðni tjóna og tjónakostnaðar. Því sé niðurstaða fjórðungsins gleðiefni og vonast er til að farið sé að draga úr þessari miklu hækkun tjónakostnaðar. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi var 909 milljónir króna en hagnaður á fyrri helming ársins nam 1.875 milljónum króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var ríflega 200 milljónum króna meiri en kom fram í afkomuviðvörun félagsins þann 18. júlí síðastliðinn. Betri afkoma skýrist einkum af hærri fjárfestingatekjum vegna endurmats á óskráðum hlutabréfum segir í tilkynningu. Hagnaður Sjóvá jókst um 1.100 milljónir milli ára og nam 1.803 milljónum á fyrri árshelmingi. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira