Vill breyta búvörusamningnum strax Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 15:18 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill gera breytingar á búvörusamningi sauðfjárbænda. VÍSIR/VILHELM Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir tímabært að gera strax breytingar á búvörusamning sauðfjárbænda. Ráðherrann gagnrýndi samninginn harðlega í grein sinni í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni, sem titluð er Búvörusamningurinn er rót vanda sauðfjárbænda, segir Benedikt að vel komi til greina að ríkið reyni að leysa vandann sem steðjar að sauðfjárframleiðslu. Það verði hins vegar ekki gert með núverandi samningum, þar sem ríkið sjálft stuðlar að offramleiðslu og lágu vöruverði. „Samningurinn sjálfur er vandinn. Því fyrr sem forsvarsmenn bænda fallast á að breyta honum, þannig að framleiðslutengingum sé hætt, því fyrr er hægt að finna lausn á þeim vanda sem nú blasir við. Almenningur og bændur eiga skilið að fá góðan samning sem gera landbúnað samkeppnishæfari og lífskjör allra Íslendinga betri,“ skrifar Benedikt. „Þess vegna kemur vel til greina að ríkið komi að því að leysa tímabundinn vanda í sauðfjárframleiðslu, en það verður ekki gert meðan í gangi er búvörusamningur þar sem ríkið stuðlar að offramleiðslu og þar með lágu afurðaverði,“ skrifar Benedikt.Tímabært að breyta samningumÍ samtali við fréttamann Bylgjunnar í dag vegna málsins sagði Benedikt að nú væri tímabært að gera breytingar á búvörusamningnum, í samráði við bændur. „Ég held það væri tímabært að gera það núna strax. Við sjáum það hvað greinin er búin að lenda í miklum vandræðum, bara á fyrsta ári samningsins,“ sagði Benedíkt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bændur hafi frumkvæði að því að reyna að breyta um samning þannig að það sé traustur rekstrargrundvöllur hjá þeim sem að eru að vinna í greininni.“Afleitt að ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegtÍ grein sinni skrifar Benedikt að Viðreisn hafi strax í fyrra bent á að búvörusamningurinn væri meingallaður og að á ferðum sínum um landið hafi hann aldrei hitt bændur sem væru ánægðir með samningana. Benedikt segir það enn fremur afleita stefnu að „ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegt, til dæmis að framleiða meira á markað sem er mettaður,“ og vísar þar í lækkun á vöruverði vegna samningsins, og þar með aukna framleiðni bænda til að bæta upp fyrir tekjuskerðingu vegna lækkunarinnar.Grein Benedikts má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir tímabært að gera strax breytingar á búvörusamning sauðfjárbænda. Ráðherrann gagnrýndi samninginn harðlega í grein sinni í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni, sem titluð er Búvörusamningurinn er rót vanda sauðfjárbænda, segir Benedikt að vel komi til greina að ríkið reyni að leysa vandann sem steðjar að sauðfjárframleiðslu. Það verði hins vegar ekki gert með núverandi samningum, þar sem ríkið sjálft stuðlar að offramleiðslu og lágu vöruverði. „Samningurinn sjálfur er vandinn. Því fyrr sem forsvarsmenn bænda fallast á að breyta honum, þannig að framleiðslutengingum sé hætt, því fyrr er hægt að finna lausn á þeim vanda sem nú blasir við. Almenningur og bændur eiga skilið að fá góðan samning sem gera landbúnað samkeppnishæfari og lífskjör allra Íslendinga betri,“ skrifar Benedikt. „Þess vegna kemur vel til greina að ríkið komi að því að leysa tímabundinn vanda í sauðfjárframleiðslu, en það verður ekki gert meðan í gangi er búvörusamningur þar sem ríkið stuðlar að offramleiðslu og þar með lágu afurðaverði,“ skrifar Benedikt.Tímabært að breyta samningumÍ samtali við fréttamann Bylgjunnar í dag vegna málsins sagði Benedikt að nú væri tímabært að gera breytingar á búvörusamningnum, í samráði við bændur. „Ég held það væri tímabært að gera það núna strax. Við sjáum það hvað greinin er búin að lenda í miklum vandræðum, bara á fyrsta ári samningsins,“ sagði Benedíkt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bændur hafi frumkvæði að því að reyna að breyta um samning þannig að það sé traustur rekstrargrundvöllur hjá þeim sem að eru að vinna í greininni.“Afleitt að ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegtÍ grein sinni skrifar Benedikt að Viðreisn hafi strax í fyrra bent á að búvörusamningurinn væri meingallaður og að á ferðum sínum um landið hafi hann aldrei hitt bændur sem væru ánægðir með samningana. Benedikt segir það enn fremur afleita stefnu að „ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegt, til dæmis að framleiða meira á markað sem er mettaður,“ og vísar þar í lækkun á vöruverði vegna samningsins, og þar með aukna framleiðni bænda til að bæta upp fyrir tekjuskerðingu vegna lækkunarinnar.Grein Benedikts má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira