Kringlan fagnar 30 árum Haraldur Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2017 09:00 Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaupa, opnaði Kringluna með því að klippa á borða. Ragnar Atli Guðmundsson, sem hafði yfirumsjón með byggingunni, aðstoðaði hann. Mynd/LjósmyndasafnReykjavíkur/Brynjar Gauti Sveinsson Klukkan tíu að morgni þann 13. ágúst 1987 klippti Pálmi Jónsson, oftast kenndur við Hagkaup, á borða í Kringlunni og opnaði þar með verslanamiðstöðina að viðstöddu fjölmenni. Byggingin fagnar því 30 ára afmæli á morgun, sunnudag. Landsmenn fylgdust náið með uppbyggingu Kringlunnar enda var framkvæmdin fordæmalaus. Með henni tók verslun hér á landi stakkaskiptum og verslunarrými í borginni jókst um tæp tíu prósent á einu bretti. Verslanamiðstöðin var byggð að erlendri fyrirmynd, með aðstoð breskra ráðgjafa, og hófst verkið af krafti sumarið 1985. Pálmi var aðalhvatamaður þess og hafði unnið að hugmynd sinni frá árinu 1980. Alls voru 68 verslanir í Kringlunni á opnunardeginum, átta veitingastaðir, og byggingin þá um 28 þúsund fermetrar að stærð. Hún var þá næststærsta hús landsins, á eftir kerskálum álversins í Straumsvík. Verkið var svo stórt að umfangi að allar lánastofnanir landsins komu að því og innlendar steypustöðvar önnuðu ekki eftirspurninni. Rúmlega 5.700 tilnefningar bárust í nafnasamkeppni um heiti nýju verslunarmiðstöðvarinnar, eins og kemur fram í bók Sigurðar Más Jónssonar, Kringlan í aldarfjórðung. Miðgarður, Kringlan, Kauphöllin, Hagbær og Pálmalundur, fengu þá flestar tilnefningar. Fjórum árum síðar var Borgarkringlan opnuð en hún stóð á milli Kringlunnar og Borgarleikhússins. Rekstur verslana þar gekk misjafnlega og árið 1996 voru verslanamiðstöðvarnar tvær sameinaðar með tengigangi. Þremur árum síðar var svo ráðist í stækkun með nýrri viðbyggingu sem tengir saman Kringluna, Borgarkringluna og Borgarleikhúsið. Stækkunin var liður í svari Kringlunnar við nýju verslanamiðstöðinni Smáralind í Kópavogi sem átti að opna skömmu eftir aldamótin. Af þeim 68 verslunum eða veitingahúsum sem voru opnuð í Kringlunni í ágúst 1987 eru átján úr þeim hópi enn í húsinu. Þar á meðal eru gleraugnaverslunin Augað, skóbúðin Bossanova, Herragarðurinn, Byggt og búið og Heilsuhúsið. Kringlan er í dag um 53 þúsund fermetrar og hefur því nánast tvöfaldast að stærð. Alls eru verslanir þar nú 119 talsins og veitingastaðirnir sextán. Afmælishátíð Kringlunnar verður haldin í október eða þegar framkvæmdum vegna opnunar sænsku fataverslunarinnar H&M, og breytingum á verslun Hagkaupa á jarðhæð, verður lokið. Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Klukkan tíu að morgni þann 13. ágúst 1987 klippti Pálmi Jónsson, oftast kenndur við Hagkaup, á borða í Kringlunni og opnaði þar með verslanamiðstöðina að viðstöddu fjölmenni. Byggingin fagnar því 30 ára afmæli á morgun, sunnudag. Landsmenn fylgdust náið með uppbyggingu Kringlunnar enda var framkvæmdin fordæmalaus. Með henni tók verslun hér á landi stakkaskiptum og verslunarrými í borginni jókst um tæp tíu prósent á einu bretti. Verslanamiðstöðin var byggð að erlendri fyrirmynd, með aðstoð breskra ráðgjafa, og hófst verkið af krafti sumarið 1985. Pálmi var aðalhvatamaður þess og hafði unnið að hugmynd sinni frá árinu 1980. Alls voru 68 verslanir í Kringlunni á opnunardeginum, átta veitingastaðir, og byggingin þá um 28 þúsund fermetrar að stærð. Hún var þá næststærsta hús landsins, á eftir kerskálum álversins í Straumsvík. Verkið var svo stórt að umfangi að allar lánastofnanir landsins komu að því og innlendar steypustöðvar önnuðu ekki eftirspurninni. Rúmlega 5.700 tilnefningar bárust í nafnasamkeppni um heiti nýju verslunarmiðstöðvarinnar, eins og kemur fram í bók Sigurðar Más Jónssonar, Kringlan í aldarfjórðung. Miðgarður, Kringlan, Kauphöllin, Hagbær og Pálmalundur, fengu þá flestar tilnefningar. Fjórum árum síðar var Borgarkringlan opnuð en hún stóð á milli Kringlunnar og Borgarleikhússins. Rekstur verslana þar gekk misjafnlega og árið 1996 voru verslanamiðstöðvarnar tvær sameinaðar með tengigangi. Þremur árum síðar var svo ráðist í stækkun með nýrri viðbyggingu sem tengir saman Kringluna, Borgarkringluna og Borgarleikhúsið. Stækkunin var liður í svari Kringlunnar við nýju verslanamiðstöðinni Smáralind í Kópavogi sem átti að opna skömmu eftir aldamótin. Af þeim 68 verslunum eða veitingahúsum sem voru opnuð í Kringlunni í ágúst 1987 eru átján úr þeim hópi enn í húsinu. Þar á meðal eru gleraugnaverslunin Augað, skóbúðin Bossanova, Herragarðurinn, Byggt og búið og Heilsuhúsið. Kringlan er í dag um 53 þúsund fermetrar og hefur því nánast tvöfaldast að stærð. Alls eru verslanir þar nú 119 talsins og veitingastaðirnir sextán. Afmælishátíð Kringlunnar verður haldin í október eða þegar framkvæmdum vegna opnunar sænsku fataverslunarinnar H&M, og breytingum á verslun Hagkaupa á jarðhæð, verður lokið.
Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira