Hakakrossar og hatursorðræða á leiksvæði í Laugardalnum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 14:45 Bjarni Már vakti athygli á því á hóp hverfisins á Facebook að búið væri að krota nasista- og hatursáróður á leiktæki í hverfinu. Vísir/Eyþór „Ég hef ekki séð annars staðar neitt svona,“ segir Bjarni Már Magnússon, íbúi í Laugarneshverfi, um veggjakrot sem hann sá á leikvelli í hverfinu. Bjarni Már vakti athygli á því í Facebookhóp íbúa í Laugarneshverfi að búið væri að krota nasista- og hatursáróður á leiktæki í Laugardalnum. Má þar sjá krot á borð við hakakrossinn sem og hatursorðræðu í garð samkynhneigðra.Bjarni Már segir að líklega hafi veggjakrotið verið þarna í dágóðan tíma.Bjarni MárVar á svæðinu ásamt dóttur sinniÍ samtali við Vísi segist Bjarni hafa tekið eftir þessu þegar hann var ásamt dóttur sinni staddur á leiksvæði fyrir ofan gömlu þvottalaugarnar sem jafnan gengur undir nafninu „Ormurinn“. „Ég tók nú bara eftir þessu í gær. Dóttir mín var þarna að leika sér og þá rak ég augun í þetta og fór eitthvað að skoða þetta,“ segir Bjarni Már í samtali við Vísi. Hann telur að krotið sé búið að vera þarna í þó nokkurn tíma. „Þetta virtist hafa verið þarna í einhvern tíma því það var farið að mást aðeins af krotinu, þannig að það hljóta einhverjir aðrir að hafa rekið augun í þetta,“ segir Bjarni. Í færslu sinni hvetur Bjarni íbúa á svæðinu að senda ábendingar til Reykjavíkurborgar. Töluverð óánægja sé á meðal íbúa vegna veggjakrotsins. Hann segist þó ekki vita hvort að íbúar í hverfinu hafi látið í sér heyra og haft samband við Reykjavíkurborg.Segir þetta hræðilegt að heyraHjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, hafði ekki heyrt af málinu þegar blaðamaður hafði samband við hann en sagði að svona mál fengju yfirleitt skjót svör. Hann nefnir að það sé hræðilegt að heyra að verið sé að koma fram hatursorðræðu á leiksvæðum barna.Hér má sjá hvar búið er að rita Enga samkynhneigða (e. No gays) inn í eitt leiktækið á svæðinu.Vísir/EyþórHjalti segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem mál sem þetta, þar sem hatursorðræða og krot séu til umfjöllunar, komi inn á borð til þeirra. Vanalega sé um „tagg“ og annarskonar einstaklingsmerkingar að ræða. „Það er voðalega lítið hægt að gera. Það er erfitt að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er reynt að mála yfir þetta eins fljótt og mögulegt er. Á hinum endanum má fræða og vinna með fólki til að sporna við þessu,“ segir Hjalti í samtali við Vísi og nefnir að ekki séu einungis ungmenni að krota á veggi og eignir annarra heldur einnig fullorðið fólk.Hjalti Guðmundsson segir að yfirleitt sé brugðið á það ráð að mála yfir veggjakrot.sérblaðHvetur íbúa til að hafa sambandHjalti bendir á að mikilvægt sé að íbúar séu duglegir að hafa samband við Reykjavíkurborg og tilkynna um veggjakrot og önnur skemmdarverk. Hægt sé að hafa samband inn á ábendingarvef Reykjavíkurborgar. Þar séu ábendingar afgreiddar eins fljótt og mögulegt er. Hjalti nefnir að það taki yfirleitt tvo til þrjá daga til að bregðast við ábendingunum og vinna úr þeim.Ekki margar ábendingar Hjalti segir að það sé mismunandi á milli daga og mánaða hvort að þeim berist ábendingar. Hins vegar hafi ekki komið inn margar ábendingar undanfarna mánuði. Aðspurður hvort að einhverjir staðir séu verr farnir en aðrir af veggjakroti segir Hjalti að miðbærinn sé fremur illa farinn hvað þetta varðar en ekki sé hægt að segja að leiksvæði barna séu sérstaklega slæm. Vísir/EyþórRÚV greindi frá því um helgina að fullorðið fólk á þrítugs aldri hefði stundað veggjakrot í miðbæ Reykjavíkur. Þar var talað við formann Miðbæjarsamtakanna, Jóhann Jónsson, sem sagði að það yrði að taka upp harðari viðurlög gegn skemmdarverkum sem þessum. Reykjavíkurborg kemur aðeins nálægt skemmdarverkum sem verða á borgarlandinu sjálfu en ekki hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá séu þeir jafnframt í sambandi við rekstraraðila og veiti þeim ráð og upplýsingar. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
„Ég hef ekki séð annars staðar neitt svona,“ segir Bjarni Már Magnússon, íbúi í Laugarneshverfi, um veggjakrot sem hann sá á leikvelli í hverfinu. Bjarni Már vakti athygli á því í Facebookhóp íbúa í Laugarneshverfi að búið væri að krota nasista- og hatursáróður á leiktæki í Laugardalnum. Má þar sjá krot á borð við hakakrossinn sem og hatursorðræðu í garð samkynhneigðra.Bjarni Már segir að líklega hafi veggjakrotið verið þarna í dágóðan tíma.Bjarni MárVar á svæðinu ásamt dóttur sinniÍ samtali við Vísi segist Bjarni hafa tekið eftir þessu þegar hann var ásamt dóttur sinni staddur á leiksvæði fyrir ofan gömlu þvottalaugarnar sem jafnan gengur undir nafninu „Ormurinn“. „Ég tók nú bara eftir þessu í gær. Dóttir mín var þarna að leika sér og þá rak ég augun í þetta og fór eitthvað að skoða þetta,“ segir Bjarni Már í samtali við Vísi. Hann telur að krotið sé búið að vera þarna í þó nokkurn tíma. „Þetta virtist hafa verið þarna í einhvern tíma því það var farið að mást aðeins af krotinu, þannig að það hljóta einhverjir aðrir að hafa rekið augun í þetta,“ segir Bjarni. Í færslu sinni hvetur Bjarni íbúa á svæðinu að senda ábendingar til Reykjavíkurborgar. Töluverð óánægja sé á meðal íbúa vegna veggjakrotsins. Hann segist þó ekki vita hvort að íbúar í hverfinu hafi látið í sér heyra og haft samband við Reykjavíkurborg.Segir þetta hræðilegt að heyraHjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, hafði ekki heyrt af málinu þegar blaðamaður hafði samband við hann en sagði að svona mál fengju yfirleitt skjót svör. Hann nefnir að það sé hræðilegt að heyra að verið sé að koma fram hatursorðræðu á leiksvæðum barna.Hér má sjá hvar búið er að rita Enga samkynhneigða (e. No gays) inn í eitt leiktækið á svæðinu.Vísir/EyþórHjalti segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem mál sem þetta, þar sem hatursorðræða og krot séu til umfjöllunar, komi inn á borð til þeirra. Vanalega sé um „tagg“ og annarskonar einstaklingsmerkingar að ræða. „Það er voðalega lítið hægt að gera. Það er erfitt að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er reynt að mála yfir þetta eins fljótt og mögulegt er. Á hinum endanum má fræða og vinna með fólki til að sporna við þessu,“ segir Hjalti í samtali við Vísi og nefnir að ekki séu einungis ungmenni að krota á veggi og eignir annarra heldur einnig fullorðið fólk.Hjalti Guðmundsson segir að yfirleitt sé brugðið á það ráð að mála yfir veggjakrot.sérblaðHvetur íbúa til að hafa sambandHjalti bendir á að mikilvægt sé að íbúar séu duglegir að hafa samband við Reykjavíkurborg og tilkynna um veggjakrot og önnur skemmdarverk. Hægt sé að hafa samband inn á ábendingarvef Reykjavíkurborgar. Þar séu ábendingar afgreiddar eins fljótt og mögulegt er. Hjalti nefnir að það taki yfirleitt tvo til þrjá daga til að bregðast við ábendingunum og vinna úr þeim.Ekki margar ábendingar Hjalti segir að það sé mismunandi á milli daga og mánaða hvort að þeim berist ábendingar. Hins vegar hafi ekki komið inn margar ábendingar undanfarna mánuði. Aðspurður hvort að einhverjir staðir séu verr farnir en aðrir af veggjakroti segir Hjalti að miðbærinn sé fremur illa farinn hvað þetta varðar en ekki sé hægt að segja að leiksvæði barna séu sérstaklega slæm. Vísir/EyþórRÚV greindi frá því um helgina að fullorðið fólk á þrítugs aldri hefði stundað veggjakrot í miðbæ Reykjavíkur. Þar var talað við formann Miðbæjarsamtakanna, Jóhann Jónsson, sem sagði að það yrði að taka upp harðari viðurlög gegn skemmdarverkum sem þessum. Reykjavíkurborg kemur aðeins nálægt skemmdarverkum sem verða á borgarlandinu sjálfu en ekki hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá séu þeir jafnframt í sambandi við rekstraraðila og veiti þeim ráð og upplýsingar.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira