Innlent

Fregnir af komu Aldi stuða Haga

Finnur Árnason, forstjóri Haga
Finnur Árnason, forstjóri Haga
VIÐSKIPTI Hlutabréf í smásölufélaginu Högum lækkuðu um 4,2 prósent í verði í 555 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Þannig hefur gengi bréfanna ekki verið lægra í næstum fjögur ár eða síðan í október árið 2013. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má rekja lækkunina í gær fyrst og fremst til fréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardaginn síðastliðinn þar sem greint var frá áhuga þýsku verslanakeðjunnar Aldi á að opna verslun hér á landi. Hlutabréfaverð í Högum hefur lækkað um 36 prósent frá því að bandaríski risinn Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maímánuði. Þá mun verslanakeðjan H&M jafnframt opna sína fyrstu verslun hér á landi í Smáralind þann 26. ágúst næstkomandi. – kij
VÍSIR/DANÍEL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×