Bílstjóri færður til eftir ósætti við ráðherra Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Bílstjóri fjármála- og efnahagsráðherra var sendur til annarra starfa eftir að honum sinnaðist við ráðherrann. Bílstjórinn tjáir sig ekki um atvikið. VÍSIR/VILHELM Bílstjóri Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, var sendur til annarra starfa innan stjórnarráðsins eftir að honum sinnaðist við ráðherrann í vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sinnaðist ráðherranum og bílstjóranum þegar sá síðarnefndi, Magnús Helgi Magnússon, kom til að sækja ráðherrann í Alþingishúsið eftir umræður um fjármálaáætlun í vor. Magnús Helgi er enn starfsmaður stjórnarráðsins en ekur í afleysingum fyrir aðra bílstjóra. Magnús hefur ekki viljað tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Eins og gefur að skilja er það ekki mitt hlutverk að tjá mig við fjölmiðla ef það tengist vinnunni. Til þess eru aðrir í ráðuneytunum,“ sagði Magnús Helgi í skilaboðum til Fréttablaðsins þegar hann var inntur eftir svörum. Magnús er reyndur ráðherrabílstjóri og áður en hann vann fyrir Benedikt ók hann forverum hans, Bjarna Benediktssyni og Oddnýju Harðardóttur, í tíð þeirra sem fjármálaráðherra. Hann hefur að auki ekið ráðherrum í öðrum ráðuneytum. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir það gerast oft að bílstjórar fari á milli ráðuneyta og ráðherra. „Það geta verið fyrir því ýmsar ástæður. Oft er þetta nú bara ákveðið í tengslum við stjórnarmyndun eða þegar ný ríkisstjórn tekur við. En það er aldrei litið svo á að sú skipting sé sú endanlega heldur geti verið tilfærslur og breytingar hvenær sem er.“ Guðmundur segist ekki tjá sig um heimildir Fréttablaðsins um að ráðherranum og bílstjóranum hafi sinnast. „Við viljum ekki tjá okkur um sögusagnir,“ segir Guðmundur en ítrekar að það sé algengt að bílstjórar færist til á milli ráðuneyta. „Oft hefur það verið þannig að það hafa myndast tengsl milli manna og menn hafa haldið áfram samstarfi þó að þeir hafi farið milli ráðuneyta eða ríkisstjórna.“ Fréttablaðið hafði samband við aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar í gær. Hann gaf þau svör að ráðherra myndi ekki tjá sig við fjölmiðla um málefni einstakra starfsmanna ráðuneytisins. Uppsögn krefst áminningar Samkvæmt 21. grein og 44. grein laga um opinbera starfsmenn verður starfsmanni ekki sagt upp störfum nema að hann hafi fengið áminningu í starfi áður. Hins vegar segir í 7. grein sömu laga að heimilt sé, án þess að starf sé auglýst laust til umsóknar, að ákveða að starfsmaður sem er ráðinn ótímabundið til starfa flytjist um afmarkaðan tíma eða varanlega milli stjórnvalda enda liggi fyrir samþykki viðkomandi forstöðumanns fyrir flutningnum og starfsmannsins sjálfs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Bílstjóri Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, var sendur til annarra starfa innan stjórnarráðsins eftir að honum sinnaðist við ráðherrann í vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sinnaðist ráðherranum og bílstjóranum þegar sá síðarnefndi, Magnús Helgi Magnússon, kom til að sækja ráðherrann í Alþingishúsið eftir umræður um fjármálaáætlun í vor. Magnús Helgi er enn starfsmaður stjórnarráðsins en ekur í afleysingum fyrir aðra bílstjóra. Magnús hefur ekki viljað tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Eins og gefur að skilja er það ekki mitt hlutverk að tjá mig við fjölmiðla ef það tengist vinnunni. Til þess eru aðrir í ráðuneytunum,“ sagði Magnús Helgi í skilaboðum til Fréttablaðsins þegar hann var inntur eftir svörum. Magnús er reyndur ráðherrabílstjóri og áður en hann vann fyrir Benedikt ók hann forverum hans, Bjarna Benediktssyni og Oddnýju Harðardóttur, í tíð þeirra sem fjármálaráðherra. Hann hefur að auki ekið ráðherrum í öðrum ráðuneytum. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir það gerast oft að bílstjórar fari á milli ráðuneyta og ráðherra. „Það geta verið fyrir því ýmsar ástæður. Oft er þetta nú bara ákveðið í tengslum við stjórnarmyndun eða þegar ný ríkisstjórn tekur við. En það er aldrei litið svo á að sú skipting sé sú endanlega heldur geti verið tilfærslur og breytingar hvenær sem er.“ Guðmundur segist ekki tjá sig um heimildir Fréttablaðsins um að ráðherranum og bílstjóranum hafi sinnast. „Við viljum ekki tjá okkur um sögusagnir,“ segir Guðmundur en ítrekar að það sé algengt að bílstjórar færist til á milli ráðuneyta. „Oft hefur það verið þannig að það hafa myndast tengsl milli manna og menn hafa haldið áfram samstarfi þó að þeir hafi farið milli ráðuneyta eða ríkisstjórna.“ Fréttablaðið hafði samband við aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar í gær. Hann gaf þau svör að ráðherra myndi ekki tjá sig við fjölmiðla um málefni einstakra starfsmanna ráðuneytisins. Uppsögn krefst áminningar Samkvæmt 21. grein og 44. grein laga um opinbera starfsmenn verður starfsmanni ekki sagt upp störfum nema að hann hafi fengið áminningu í starfi áður. Hins vegar segir í 7. grein sömu laga að heimilt sé, án þess að starf sé auglýst laust til umsóknar, að ákveða að starfsmaður sem er ráðinn ótímabundið til starfa flytjist um afmarkaðan tíma eða varanlega milli stjórnvalda enda liggi fyrir samþykki viðkomandi forstöðumanns fyrir flutningnum og starfsmannsins sjálfs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira