Líkir nýju ferðamannasalerni við Dyrhólaey við umhverfisslys Gissur Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2017 12:37 Þórir segir að hægt hefði verið að staðsetja salernin austan við nýja bílastæðið á svæðinu, inni í barði sem þar sé, þannig að einunis hefði sést í framhliðina. Þórir Kjartansson Mýrdælingar, eða nágrannar Dyrhólaeyjar, líkja útliti og staðsetningu á nýju ferðamannasalerni Umhverfisstofnunar fyrir ferðamenn á svæðinu við umhverfisslys. Þeir sem til þekkja telja að kostnaður sé líka orðinn langt umfram áætlun og nú stendur salernið ónotað þar sem enginn fæst til að sjá um rekstur þess. Þórir Kjartansson, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður Víkur í Mýrdal, segir að allir þeir heimamenn sem hann hafi rætt við telji staðsetningu salernanna algerlega fráleita. „Maður hélt alltaf að Umhverfisstofnun reyndi að hafa svona mannvirki sem best falin inn í landslagið en það er held ég ekki hægt að finna því minna áberandi stað. Það æpir á mann þegar maður kemur þarna og fer.“Þórir Kjartansson.Hefði verið hægt að staðsetja austan megin við bílastæðið Þórir segir að hægt hefði verið að staðsetja salernin austan við nýja bílastæðið á svæðinu, inni í barði sem þar sé, þannig að einunis hefði sést í framhliðina. „Svo er svo margt annað sem hægt er að tína til, eins og þessar kolryðguðu girðingar sem er búið að hengja þarna vítt og breitt um allt. Fólki finnt hálfgert verið búið að eyðileggja þessa náttúruperlu sem Dyrhólaey er. Þetta er að vísu það sem við köllum Lágey, austur af ey, en það fara nú fleiri þangað en upp að vitanum,“ segir Þórir.Umhverfisslys Þorir segir að um algert umhverfisslys sé að ræða. „Það er eins og að lánleysið yfir þessum framkvæmdum þarna sé svo mikið. Göngustígar eru settir á staði sem manni finnst oft gera illt vera, heldur en að gera þá ekki, stundum á staði þar sem hafi ekki verið að skemma. Svo er búið að krukka í það með einhverjum göngustíg sem vatn fer að renna eftir og þá er kominn lækjarfarvegur. Þetta er endalaust. Svo hafa eigendur Dyrhólaeyjar ekkert um þetta að segja. Allt vald virðist vera hjá Umhverfisstofnun í þessum málum,“ sagði Þórir Kjartansson í Vík. Nú er í ráði að bæta umhirðu á salerninu við störf landvarða á Suðurlandi, en fréttastofa hefur fengið staðfest úr þeirra röðum að slíkt sé ekki raunhæft miðað við mikinn gestafjölda sem orðinn er við Dyrhólaey.Þórir KjartanssonÞórir Kjartansson Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Mýrdælingar, eða nágrannar Dyrhólaeyjar, líkja útliti og staðsetningu á nýju ferðamannasalerni Umhverfisstofnunar fyrir ferðamenn á svæðinu við umhverfisslys. Þeir sem til þekkja telja að kostnaður sé líka orðinn langt umfram áætlun og nú stendur salernið ónotað þar sem enginn fæst til að sjá um rekstur þess. Þórir Kjartansson, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður Víkur í Mýrdal, segir að allir þeir heimamenn sem hann hafi rætt við telji staðsetningu salernanna algerlega fráleita. „Maður hélt alltaf að Umhverfisstofnun reyndi að hafa svona mannvirki sem best falin inn í landslagið en það er held ég ekki hægt að finna því minna áberandi stað. Það æpir á mann þegar maður kemur þarna og fer.“Þórir Kjartansson.Hefði verið hægt að staðsetja austan megin við bílastæðið Þórir segir að hægt hefði verið að staðsetja salernin austan við nýja bílastæðið á svæðinu, inni í barði sem þar sé, þannig að einunis hefði sést í framhliðina. „Svo er svo margt annað sem hægt er að tína til, eins og þessar kolryðguðu girðingar sem er búið að hengja þarna vítt og breitt um allt. Fólki finnt hálfgert verið búið að eyðileggja þessa náttúruperlu sem Dyrhólaey er. Þetta er að vísu það sem við köllum Lágey, austur af ey, en það fara nú fleiri þangað en upp að vitanum,“ segir Þórir.Umhverfisslys Þorir segir að um algert umhverfisslys sé að ræða. „Það er eins og að lánleysið yfir þessum framkvæmdum þarna sé svo mikið. Göngustígar eru settir á staði sem manni finnst oft gera illt vera, heldur en að gera þá ekki, stundum á staði þar sem hafi ekki verið að skemma. Svo er búið að krukka í það með einhverjum göngustíg sem vatn fer að renna eftir og þá er kominn lækjarfarvegur. Þetta er endalaust. Svo hafa eigendur Dyrhólaeyjar ekkert um þetta að segja. Allt vald virðist vera hjá Umhverfisstofnun í þessum málum,“ sagði Þórir Kjartansson í Vík. Nú er í ráði að bæta umhirðu á salerninu við störf landvarða á Suðurlandi, en fréttastofa hefur fengið staðfest úr þeirra röðum að slíkt sé ekki raunhæft miðað við mikinn gestafjölda sem orðinn er við Dyrhólaey.Þórir KjartanssonÞórir Kjartansson
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira