Sjúkdómurinn sem slær með sumrinu og sólinni Benedikt Bóas skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Það eru margir sem geta ekki legið í grasinu góða. vísir/eyþór „Það kom birkifrjós toppur fyrir norðan í maí og það eru hæstu tölur sem við höfum séð. Þetta voru miklu hærri tölur en áður hefur sést á Íslandi,“ segir Davíð Gíslason ofnæmislæknir en í blíðunni undanfarna daga hefur borið á gras- og birkifrjói í loftinu sem er mörgum til ama. Rúmlega tuttugu prósent af ungu fólki er með ofnæmi fyrir grasfrjói en aðeins fimm prósent fyrir birkifrjói. Davíð segir að frjókornaofnæmi sé sjúkdómur unga fólksins. „Það geta allir fengið ofnæmi en ég athugaði þetta fyrir mörgum árum, einhvern tímann í kringum 1980-90. Þá voru sextíu prósent búnir að fá ofnæmi fyrir 16 ára aldurinn og 90-95 prósent fyrir fertugt. Þetta er sjúkdómur unga fólksins þó ég hafi séð fólk yfir áttrætt þróa með sér ofnæmi en það er mjög sjaldgæft.“ Hann segir að sumarið sé búið að vera í meðallagi og skeri sig ekki mjög úr öðrum liðnum sumrum. „Nema undanfarna daga í blíðunni þá hefur verið töluvert um frjókorn. Sömuleiðis er þá líka með einkennin. Annars er þetta miðlungssumar sunnanlands allavega.“ Hann segir að verslunarmannahelgin fari oft illa með fólk og segir að það sé of seint að byrja að taka lyf ef það eru komin einkenni. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir þá sem eru með ofnæmi að vera passasamir með lyfin. Taka þau reglulega. Það er of seint að taka lyf þegar einkenni eru komin og fólk er orðið slæmt. Verslunarmannahelgin er hvað erfiðust. Þá er fólk í útilegu í tjöldum og þá má gera ráð fyrir meiri einkennum en ef það heldur sig heima. Flestir þurfa að taka lyf allt sumarið. Það er gott að byrja í lok maí og taka ofnæmistöflur á hverjum degi út ágúst. Um mitt sumarið er gott að bæta við sterapústi og jafnvel augndropum ef fólk er að fara í útilegu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira
„Það kom birkifrjós toppur fyrir norðan í maí og það eru hæstu tölur sem við höfum séð. Þetta voru miklu hærri tölur en áður hefur sést á Íslandi,“ segir Davíð Gíslason ofnæmislæknir en í blíðunni undanfarna daga hefur borið á gras- og birkifrjói í loftinu sem er mörgum til ama. Rúmlega tuttugu prósent af ungu fólki er með ofnæmi fyrir grasfrjói en aðeins fimm prósent fyrir birkifrjói. Davíð segir að frjókornaofnæmi sé sjúkdómur unga fólksins. „Það geta allir fengið ofnæmi en ég athugaði þetta fyrir mörgum árum, einhvern tímann í kringum 1980-90. Þá voru sextíu prósent búnir að fá ofnæmi fyrir 16 ára aldurinn og 90-95 prósent fyrir fertugt. Þetta er sjúkdómur unga fólksins þó ég hafi séð fólk yfir áttrætt þróa með sér ofnæmi en það er mjög sjaldgæft.“ Hann segir að sumarið sé búið að vera í meðallagi og skeri sig ekki mjög úr öðrum liðnum sumrum. „Nema undanfarna daga í blíðunni þá hefur verið töluvert um frjókorn. Sömuleiðis er þá líka með einkennin. Annars er þetta miðlungssumar sunnanlands allavega.“ Hann segir að verslunarmannahelgin fari oft illa með fólk og segir að það sé of seint að byrja að taka lyf ef það eru komin einkenni. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir þá sem eru með ofnæmi að vera passasamir með lyfin. Taka þau reglulega. Það er of seint að taka lyf þegar einkenni eru komin og fólk er orðið slæmt. Verslunarmannahelgin er hvað erfiðust. Þá er fólk í útilegu í tjöldum og þá má gera ráð fyrir meiri einkennum en ef það heldur sig heima. Flestir þurfa að taka lyf allt sumarið. Það er gott að byrja í lok maí og taka ofnæmistöflur á hverjum degi út ágúst. Um mitt sumarið er gott að bæta við sterapústi og jafnvel augndropum ef fólk er að fara í útilegu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira