Fjórir Íslendingar inn á topp tíu eftir fyrsta dag heimsleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 08:15 Annie Mist Þórisdóttir sigraði á heimsleikunum árið 2011 og 2012. Hún er sá einstaklingur sem oftast hefur unnið grein á leikunum. Mynd/Fésbókarsíða The CrossFit Games Þrjár greinar fóru fram á fyrsta degi heimsleikanna í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og eru fjórir íslenskir keppendur í toppbaráttunni eftir fyrsta daginn af fjórum. Björgvin Karl Guðmundsson stendur best að vígi af íslenska keppnisfólkinu en hann er í fjórða sætinu í karlaflokki. Björgvin Karl er með 222 stig eða 38 stigum minna en Matthew Fraser sem er í toppsætinu. Björgvin er aftur á móti 24 stigum frá öðru sætinu en þar situr Jonne Koski. Björgvin Karl endaði í 4. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 5. sæti í annarri grein (hjólakross) og svo í 11. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem hét Amanda .45. Þar var á ferðinni tímagrein með 13-11-9-7-5 endurtekningum af upphífingum og hnébeygjum. Þrjár íslenskar konur eru líka inn á topp tíu og sú fjórða situr síðan ekki langt á eftir í sextánda sætinu eftir þessar fyrstu þrjár greinar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst af íslensku stelpunum en hún er í 5. til 6. sæti ásamt Tennil Reed-Beuerlein. Sara er með 204 stig en hún varð í 7. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 6. sæti í annarri grein (Hjólakross) og svo í 12. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem voru upphífingar og hnébeygjur. Tia-Clair Toomey og Samantha Briggs eru jafnar í efsta sætinu með 262 stig hvor eða 58 stigum meira en Ragnheiður Sara. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 8. sæti með 172 stig sem þýðir að ríkjandi meistari er þegar orðin 90 stigum á eftir efstu konum. Katrín Tanja var bara í 44. sæti í þriðju grein dagsins sem byggðist upp á upphífingum og hnébeygjum. Annie Mist Þórisdóttir er síðan í 10. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 16. sætinu..@IcelandAnnie continues to move up in the pack in the final women's heat of women's Cyclocross. https://t.co/uZ15QPhelipic.twitter.com/7fFmKndY4X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03 Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16 Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45 Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sjá meira
Þrjár greinar fóru fram á fyrsta degi heimsleikanna í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og eru fjórir íslenskir keppendur í toppbaráttunni eftir fyrsta daginn af fjórum. Björgvin Karl Guðmundsson stendur best að vígi af íslenska keppnisfólkinu en hann er í fjórða sætinu í karlaflokki. Björgvin Karl er með 222 stig eða 38 stigum minna en Matthew Fraser sem er í toppsætinu. Björgvin er aftur á móti 24 stigum frá öðru sætinu en þar situr Jonne Koski. Björgvin Karl endaði í 4. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 5. sæti í annarri grein (hjólakross) og svo í 11. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem hét Amanda .45. Þar var á ferðinni tímagrein með 13-11-9-7-5 endurtekningum af upphífingum og hnébeygjum. Þrjár íslenskar konur eru líka inn á topp tíu og sú fjórða situr síðan ekki langt á eftir í sextánda sætinu eftir þessar fyrstu þrjár greinar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst af íslensku stelpunum en hún er í 5. til 6. sæti ásamt Tennil Reed-Beuerlein. Sara er með 204 stig en hún varð í 7. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 6. sæti í annarri grein (Hjólakross) og svo í 12. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem voru upphífingar og hnébeygjur. Tia-Clair Toomey og Samantha Briggs eru jafnar í efsta sætinu með 262 stig hvor eða 58 stigum meira en Ragnheiður Sara. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 8. sæti með 172 stig sem þýðir að ríkjandi meistari er þegar orðin 90 stigum á eftir efstu konum. Katrín Tanja var bara í 44. sæti í þriðju grein dagsins sem byggðist upp á upphífingum og hnébeygjum. Annie Mist Þórisdóttir er síðan í 10. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 16. sætinu..@IcelandAnnie continues to move up in the pack in the final women's heat of women's Cyclocross. https://t.co/uZ15QPhelipic.twitter.com/7fFmKndY4X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03 Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16 Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45 Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ “Það er spurning fyrir stjórnina“ Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sjá meira
Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03
Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16
Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45
Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30