Sport

Ragnheiður Sara og Björgvin Karl upp í þriðja sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Sara.
Ragnheiður Sara. Mynd/Instagram síða Söru/sarasigmunds
Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í fimmtu grein Crossfit-leikanna í kvöld og mátti að lokum sætta sig við áttunda sætið í snörun (1RM Snatch).

Hún var í forystu fyrir lokaumferðina eftir að hafa lyft 197 pundum. Hún reyndi tvívegis við 200 pund í lokaumferðinni en tókst ekki að klára.

Andrea Pichelli bar sigur úr býtum í greininni með því að lyfta 207 pundum.







Annie Mist Þórisdóttir skaust hins í fjórða sætið í greininni með því að lyfta 200 pundum en Annie Mist Þórisdóttir varð sjötta með 198 pund.

Þuríður Erla Helgadóttir varð átjánda í greininni með snörun upp á 176 pund.

Ragnheiður Sara er nú efst Íslendinganna í kvennaflokki en hún er í þriðjaa sæti með 352 stig. Tia-Clair Toomey er efst með 412 stig og Tennil Reed-Beuerlein önnur með 380 stig.







Annie Mist er svo í fimmta sæti með 332 stig og Katrín Tanja er í því sjötta með 320. Katrín Tanja hefur fagnað sigri á Crossfit-leikunum síðustu tvö árin en Annie Mist hefur einnig tvívegis fagnað sigri í þessari sömu keppni. Þuríður Erla er í sextánda sæti.

Björgvin Karl Guðmundsson er í þriðja sæti í heildarkeppni karla með 346 stig eftir að hafa hafnað í níunda sæti í snöruninni með 286 punda lyftu.

Mathew Fraser, ríkjandi meistari í karlaflokki, er efstur með 416 stig og Brent Fikowski annar með 362 stig.

Þriðja grein dagsins og sú sjötta alls, Triple-G Chipper, hefst rétt fyrir klukkan 01.00 í nótt og má fylgjast með beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×