Erlent

Enn að bera kennsl á látna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Enn á eftir að bera kennsl á líkamsleifar fjölmargra.
Enn á eftir að bera kennsl á líkamsleifar fjölmargra. vísir/epa
Læknar hafa borið kennsl á karlmann sem lét lífið í árásunum á tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001. Maðurinn er 1.641. fórnarlambið sem borin hafa verið kennsl á eftir hryðjuverkaárásirnar, en alls létu 2.753 manns lífið í árásunum.

Nafn mannsins hefur ekki verið birt að ósk fjölskyldu hans.

Sérfræðingar á vegum New York-borgar hafa á undanförnum árum beitt sérstakri tækni til þess að vinna erfðaefni úr þeim líkamsleifum sem hafa fundist. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar yfir fjörutíu prósenta þeirra sem létu lífið í árásunum fyrir sextán árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×