Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 10:00 Áætlað er að 1/3 af heildarþyngd hvers kaffihylkis sé umbúðir. Vísir/AFP Líklegt er að stærstur hluti einnota hylkja eins og fara í Nespresso-kaffivélar fari beint í ruslið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla sóun felast í kaffihylkjum af þessu tagi. Bónus greindi frá því í síðustu viku að Nespresso-hylki verði seld í verslunum fyrirtækisins. Hylkin eru framleidd úr áli en umhverfisáhrif þeirra hafa verið gagnrýnd víða um heim og hafa þau jafnvel verið bönnuð sums staðar. „Vandamálið er að fólk er ekkert að flokka þetta frá. Þetta er það lítið þannig að ég hugsa að langmest af þessu fari bara í ruslið. Það er náttúrulega vandamálið,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í neytendateymi Umhverfisstofnunar, um hvers vegna einnota hylkin séu erfið í endurvinnslu.Nespresso-hylki geta farið beint í málmendurvinnsluSum einnota kaffihylki af þessu tagi eru gerð úr plasti og þar hefur lífrænn úrgangur sett strik í reikninginn fyrir endurvinnslu þeirra. Það er þó ekkert vandamál fyrir málmhylkin úr Nespresso-vélunum sem ekki þarf að þrífa eins vandlega. Birgitta segir að ál sé sérstaklega óhentugt í einnota umbúðir ef það skilar sér ekki í endurvinnslu. Ál sé dýrmætur málmur og vinnsla þess sé afar orkufrek og slæm fyrir umhverfið. Endurvinnsla álsins þarfnast aðeins um það bil 5% orkunnar sem fer í frumvinnsluna og því er mikill ávinningur falinn í því að endurnýta málminn. „Þar af leiðandi er það náttúrulega ótrúlega mikil sóun af við erum að missa svona mikið út af málmum. Þá þurfum við náttúrulega bara að grafa upp meira,“ segir Birgitta.Mikil verðmæti fara til spillis ef áli er hent í ruslið frekar en að það sé endurunnið.Vísir/AntonMiklar umbúðir fyrir hvern kaffibollaFramleiðendur Nespresso hafa varið vöru sína með því að vísa til þess að kaffihylkin dragi úr vatns- og matarsóun. Birgitta segir vandamálið hins vegar hversu mikið falli til fyrir hvern kaffibolla. Aðeins einn kaffibolli fáist úr hverju hylki og því fylgi einnota hylkjunum miklar umbúðir á hvern bolla. „Að flokka, sama hvort það er plast eða málmur, þá bara að skila öllu á réttan stað svo að við séum ekki að missa þetta út úr hringrásinni,“ eru skilaboð Birgittu til þeirra sem nota kaffivélar á borð við Nespresso með einnota hylkum.Hugsa ekki út í auðlindirnar sem fóru í kaffi sem er hellt niðurHún bendir einnig á að Íslendingum sé tamt að hella upp á mikið kaffi í einu og hella afganginum niður. Þeir hugsi hins vegar ekki til þess hversu miklar auðlindir hafi farið í framleiðslu kaffisins og baunanna, til dæmis vatn í löndum þar sem skortur er á því. „Það á við sama og alls staðar, þú átt ekki að búa til meira en þú ætlar að drekka. Það er alveg sama hvort þú ert með svona bolla eða uppáhellt kaffi,“ segir Birgitta. Tengdar fréttir Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Líklegt er að stærstur hluti einnota hylkja eins og fara í Nespresso-kaffivélar fari beint í ruslið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla sóun felast í kaffihylkjum af þessu tagi. Bónus greindi frá því í síðustu viku að Nespresso-hylki verði seld í verslunum fyrirtækisins. Hylkin eru framleidd úr áli en umhverfisáhrif þeirra hafa verið gagnrýnd víða um heim og hafa þau jafnvel verið bönnuð sums staðar. „Vandamálið er að fólk er ekkert að flokka þetta frá. Þetta er það lítið þannig að ég hugsa að langmest af þessu fari bara í ruslið. Það er náttúrulega vandamálið,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í neytendateymi Umhverfisstofnunar, um hvers vegna einnota hylkin séu erfið í endurvinnslu.Nespresso-hylki geta farið beint í málmendurvinnsluSum einnota kaffihylki af þessu tagi eru gerð úr plasti og þar hefur lífrænn úrgangur sett strik í reikninginn fyrir endurvinnslu þeirra. Það er þó ekkert vandamál fyrir málmhylkin úr Nespresso-vélunum sem ekki þarf að þrífa eins vandlega. Birgitta segir að ál sé sérstaklega óhentugt í einnota umbúðir ef það skilar sér ekki í endurvinnslu. Ál sé dýrmætur málmur og vinnsla þess sé afar orkufrek og slæm fyrir umhverfið. Endurvinnsla álsins þarfnast aðeins um það bil 5% orkunnar sem fer í frumvinnsluna og því er mikill ávinningur falinn í því að endurnýta málminn. „Þar af leiðandi er það náttúrulega ótrúlega mikil sóun af við erum að missa svona mikið út af málmum. Þá þurfum við náttúrulega bara að grafa upp meira,“ segir Birgitta.Mikil verðmæti fara til spillis ef áli er hent í ruslið frekar en að það sé endurunnið.Vísir/AntonMiklar umbúðir fyrir hvern kaffibollaFramleiðendur Nespresso hafa varið vöru sína með því að vísa til þess að kaffihylkin dragi úr vatns- og matarsóun. Birgitta segir vandamálið hins vegar hversu mikið falli til fyrir hvern kaffibolla. Aðeins einn kaffibolli fáist úr hverju hylki og því fylgi einnota hylkjunum miklar umbúðir á hvern bolla. „Að flokka, sama hvort það er plast eða málmur, þá bara að skila öllu á réttan stað svo að við séum ekki að missa þetta út úr hringrásinni,“ eru skilaboð Birgittu til þeirra sem nota kaffivélar á borð við Nespresso með einnota hylkum.Hugsa ekki út í auðlindirnar sem fóru í kaffi sem er hellt niðurHún bendir einnig á að Íslendingum sé tamt að hella upp á mikið kaffi í einu og hella afganginum niður. Þeir hugsi hins vegar ekki til þess hversu miklar auðlindir hafi farið í framleiðslu kaffisins og baunanna, til dæmis vatn í löndum þar sem skortur er á því. „Það á við sama og alls staðar, þú átt ekki að búa til meira en þú ætlar að drekka. Það er alveg sama hvort þú ert með svona bolla eða uppáhellt kaffi,“ segir Birgitta.
Tengdar fréttir Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30
Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56