Lífið

Wiz Khalifa á ekki lengur mest spilaða myndbandið á YouTube

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wiz Khalifa fékk einn mánuð á toppnum.
Wiz Khalifa fékk einn mánuð á toppnum.
Lagið See You Again með Wiz Khalifa er ekki lengur mest spilaða myndbandið á YouTube en lagið tróndi á toppnum í aðeins einn mánuð.

Nú er lagið Despacito með Luis Fonsu og Daddy Yankee komið á toppinn en í fjögur ár var suður-kóreska stuðlagið Gangnam Style með Psy á toppnum. 

Despacito kom inn á YouTube 12. janúar á þessu ári og nú þegar hefur verið horft á lagið 3.096.316.971s sinnum.

Ekkert myndband hefur náð slíkum fjölda spilana á eins stuttum tíma. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×