Lífið

Starfsmaður BBC gómaður við það að horfa á erótíska mynd í beinni útsendingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Raworth vissi ekkert hvað átti sér stað fyrir aftan hana.
Raworth vissi ekkert hvað átti sér stað fyrir aftan hana.
Starfsmaður fréttastofu BBC var gómaður við það að horfa á erótíska mynd í vinnunni og sást það í beinni útsendingu.

Atvikið átti sér stað þegar Sophie Raworth, fréttaþulur, las kvöldfréttirnar en þá sást til starfsmannsins í bakgrunninum. 

Starfsmaðurinn var með heyrnartól og hélt eflaust að enginn tæki eftir sér. Glöggir áhorfendur tóku aftur á móti vel eftir og er komið myndband af atvikinu inn á YouTube eins og sjá má hér að neðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×