Unnur að gera það gott í Hollywood: Draumur að leika hlutverk sem skipta einhverju máli Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2017 11:30 Unnur lærði leiklist í New York. „Það gengur rosalega vel úti og rosalega mikið að gera,“ segir Unnur Eggertsdóttir sem er ung og efnileg leikkona á hraðri uppleið úti í Los Angeles. Unnur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur var á dögunum að fá áframhaldandi landvistarleyfi úti í Bandaríkjunum og má hún búa þar næstu þrjú árin. „Það voru heldur betur góðar fréttir og núna má ég vinna þar löglega næstu þrjú árin. Það var rosalega langt ferli að fá þetta landvistarleyfi og hófst þetta allt saman í nóvember. Ég fann lögfræðing sem ég vildi vinna með og við settum saman þykkan bunka af allskonar hlutum sem ég hef gert á mínum ferli.“ Unnur hefur verið í leiklistarnámi úti í New York undanfarin ár. Leikkonan skrifaði undir hjá umboðsskrifstofu á dögunum. „Það er umboðsskrifstofa sem ég er búin að hafa auga á í svolítinn tíma. Það sem er frábært við þau er að þau eru bæði í New York og L.A. Ég hef verið heppinn hingað til. Núna er komið ár síðan ég útskrifaðist úr skólanum og eitt hefur einhvern veginn leitt að öðru og maður kynnist fólki í gegnum prufurnar. Ég hef t.d. lent í því að þó ég fái ekki eitthvað hlutverk, þá hefur leikstjórinn kallað mig í prufu fyrir annað hlutverk.“Mikil samkeppniUnnur segir að samkeppnin sé mikil en að sama skapi er framboðið að verkefnum gríðarlega mikið. „Minn draumur er að geta leikið hlutverk sem skipta einhverju máli. Mér finnst mikilvægt að það sé hlutverk listafólks að endurspegla samfélagið.“ Hún segir að konur séu meira og meira að fá betri hlutverk. „Það er að aukast að konur fái jafn mikið borgað og karlmenn. Mig langar að taka þátt í baráttu kvenna og segja sögur sem hafa ekkert endilega verið sagðar áður.“ Unnur er sjálf að klára að skrifa kvikmyndahandrit. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Hrátt og sjarmerandi einbýlihús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Sjá meira
„Það gengur rosalega vel úti og rosalega mikið að gera,“ segir Unnur Eggertsdóttir sem er ung og efnileg leikkona á hraðri uppleið úti í Los Angeles. Unnur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur var á dögunum að fá áframhaldandi landvistarleyfi úti í Bandaríkjunum og má hún búa þar næstu þrjú árin. „Það voru heldur betur góðar fréttir og núna má ég vinna þar löglega næstu þrjú árin. Það var rosalega langt ferli að fá þetta landvistarleyfi og hófst þetta allt saman í nóvember. Ég fann lögfræðing sem ég vildi vinna með og við settum saman þykkan bunka af allskonar hlutum sem ég hef gert á mínum ferli.“ Unnur hefur verið í leiklistarnámi úti í New York undanfarin ár. Leikkonan skrifaði undir hjá umboðsskrifstofu á dögunum. „Það er umboðsskrifstofa sem ég er búin að hafa auga á í svolítinn tíma. Það sem er frábært við þau er að þau eru bæði í New York og L.A. Ég hef verið heppinn hingað til. Núna er komið ár síðan ég útskrifaðist úr skólanum og eitt hefur einhvern veginn leitt að öðru og maður kynnist fólki í gegnum prufurnar. Ég hef t.d. lent í því að þó ég fái ekki eitthvað hlutverk, þá hefur leikstjórinn kallað mig í prufu fyrir annað hlutverk.“Mikil samkeppniUnnur segir að samkeppnin sé mikil en að sama skapi er framboðið að verkefnum gríðarlega mikið. „Minn draumur er að geta leikið hlutverk sem skipta einhverju máli. Mér finnst mikilvægt að það sé hlutverk listafólks að endurspegla samfélagið.“ Hún segir að konur séu meira og meira að fá betri hlutverk. „Það er að aukast að konur fái jafn mikið borgað og karlmenn. Mig langar að taka þátt í baráttu kvenna og segja sögur sem hafa ekkert endilega verið sagðar áður.“ Unnur er sjálf að klára að skrifa kvikmyndahandrit. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Hrátt og sjarmerandi einbýlihús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Sjá meira