Mengunarslysið í Andakílsá: Orka náttúrunnar sektuð um milljón króna Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2017 14:05 Mikill seiðadauði varð í Andakílsá eftir að mikið magn aurs flæddi niður ána í kjölfar tæmingarinnar. Wikipedia commons Orkustofnun hefur ákveðið að sekta Orku náttúrunnar (ON) um eina milljón króna vegna ólögmætar og saknæmrar háttsemi við tæmingu á lóni um botnloku á stíflu Andakílsárvirkjunar dagana 15. til 19. maí síðastliðinn. Á heimasíðu Orkustofnunar segir að umrædd framkvæmd hafi verið háð leyfi bæði Orkustofnunar, samkvæmt ákvæðum vatnalaga, og Fiskistofu, samkvæmt ákvæðum laga um lax- og silungsveiði. Slíkra leyfa hafi ekki verið aflað og hafi starfsmenn ON sýnt af sér verulegt gáleysi við tæmingu lónsins. Mikill seiðadauði varð í Andakílsá eftir að mikið magn aurs flæddi niður ána í kjölfar tæmingarinnar. Er talið að það geti tekið mörg ár fyrir ána að jafna sig.Tjónþolar eigi sjálfstæða skaðabótakröfu „Ákvörðun Orkustofnunar byggir á því að tilskilinna leyfa hafi ekki verið aflað, hún hafi því verið ólögmæt. Fram kemur í ákvörðun Orkustofnunar að tjónþolar eigi sjálfstæða skaðabótakröfu vegna tjóns sem þeir kunna að hafa orðið fyrir. Ekki verði annað séð en að starfsmenn ON hafi með athöfnum sínum við tæmingu lónsins sýnt af sér gáleysi, sem verður að telja verulegt. Að mati Orkustofnunar bar starfsmönnum ON að sýna sérstaka aðgæslu og varkárni við tæmingu lónsins, fylgjast með mögulegum aurburði og grípa inn í atburðarásina til að koma í veg fyrir að aur bærist í Andakílsá. Þeir hafi sýnt af sér andvaraleysi með athafnaleysi sínu, að bregðast ekki við því sem augljóst mátti vera með tilliti til sérþekkingar þeirra og reynslu og því sýnt af sér verulegt gáleysi. Það sé ámælisvert að líta á aðgerðina sem hefðbundið rekstrarverk, en ekki sem þátt í ástandsmati stíflunnar sem lúta þyrfti sérstakri verkefnisstjórn. Brot gegn ákvæðum vatnalaga varða sektum, nema þyngri refsingu varði samkvæmt öðrum lögum. Dæma má jafnt lögaðila sem einstakling til greiðslu sekta fyrir brot á vatnalögum. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verði sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Í ljósi alvarleika hinna ólögmætu framkvæmda samkvæmt ákvæðum vatnalaga, að virtum ákvæðum laga um lax og silungsveiði, aðgæslu- og varúðarreglu umhverfisréttarins og verulegs gáleysis starfsmanna við framkvæmd tæmingar lónsins um botnloku stíflunnar og athafnaleysis ON, þegar ljóst var hvert stefndi með aurburð í Andakílsá, er það ákvörðun Orkustofnunar, að beita úrræðinu, og gera ON að greiða sekt sem telst hæfilega ákveðin ein milljón króna,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Tengdar fréttir Mun meira set barst í Andakílsá en upphaflega var talið Ráðgjafar Orku náttúrunnar hafa endurskoðað mat sitt og telja það nú geta hafa verið þrefalt til fimmfalt miðað við það sem upphaflega var áætlað. 7. júní 2017 09:41 Mikill seiðadauði orðið vegna mengunarslyssins í Andakílsá Orka náttúrunnar, sem rekur rafstöðina í ánni, vinnur að aðgerðaráætlun til að bæta mesta tjónið sem fyrst. 30. maí 2017 13:16 Sækja um leyfi til hreinsunar Orka náttúrunnar hyggst sækja um leyfi til þess að hreinsa aur á nokkrum stöðum í Andakílsá. 16. júní 2017 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Orkustofnun hefur ákveðið að sekta Orku náttúrunnar (ON) um eina milljón króna vegna ólögmætar og saknæmrar háttsemi við tæmingu á lóni um botnloku á stíflu Andakílsárvirkjunar dagana 15. til 19. maí síðastliðinn. Á heimasíðu Orkustofnunar segir að umrædd framkvæmd hafi verið háð leyfi bæði Orkustofnunar, samkvæmt ákvæðum vatnalaga, og Fiskistofu, samkvæmt ákvæðum laga um lax- og silungsveiði. Slíkra leyfa hafi ekki verið aflað og hafi starfsmenn ON sýnt af sér verulegt gáleysi við tæmingu lónsins. Mikill seiðadauði varð í Andakílsá eftir að mikið magn aurs flæddi niður ána í kjölfar tæmingarinnar. Er talið að það geti tekið mörg ár fyrir ána að jafna sig.Tjónþolar eigi sjálfstæða skaðabótakröfu „Ákvörðun Orkustofnunar byggir á því að tilskilinna leyfa hafi ekki verið aflað, hún hafi því verið ólögmæt. Fram kemur í ákvörðun Orkustofnunar að tjónþolar eigi sjálfstæða skaðabótakröfu vegna tjóns sem þeir kunna að hafa orðið fyrir. Ekki verði annað séð en að starfsmenn ON hafi með athöfnum sínum við tæmingu lónsins sýnt af sér gáleysi, sem verður að telja verulegt. Að mati Orkustofnunar bar starfsmönnum ON að sýna sérstaka aðgæslu og varkárni við tæmingu lónsins, fylgjast með mögulegum aurburði og grípa inn í atburðarásina til að koma í veg fyrir að aur bærist í Andakílsá. Þeir hafi sýnt af sér andvaraleysi með athafnaleysi sínu, að bregðast ekki við því sem augljóst mátti vera með tilliti til sérþekkingar þeirra og reynslu og því sýnt af sér verulegt gáleysi. Það sé ámælisvert að líta á aðgerðina sem hefðbundið rekstrarverk, en ekki sem þátt í ástandsmati stíflunnar sem lúta þyrfti sérstakri verkefnisstjórn. Brot gegn ákvæðum vatnalaga varða sektum, nema þyngri refsingu varði samkvæmt öðrum lögum. Dæma má jafnt lögaðila sem einstakling til greiðslu sekta fyrir brot á vatnalögum. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verði sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Í ljósi alvarleika hinna ólögmætu framkvæmda samkvæmt ákvæðum vatnalaga, að virtum ákvæðum laga um lax og silungsveiði, aðgæslu- og varúðarreglu umhverfisréttarins og verulegs gáleysis starfsmanna við framkvæmd tæmingar lónsins um botnloku stíflunnar og athafnaleysis ON, þegar ljóst var hvert stefndi með aurburð í Andakílsá, er það ákvörðun Orkustofnunar, að beita úrræðinu, og gera ON að greiða sekt sem telst hæfilega ákveðin ein milljón króna,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Tengdar fréttir Mun meira set barst í Andakílsá en upphaflega var talið Ráðgjafar Orku náttúrunnar hafa endurskoðað mat sitt og telja það nú geta hafa verið þrefalt til fimmfalt miðað við það sem upphaflega var áætlað. 7. júní 2017 09:41 Mikill seiðadauði orðið vegna mengunarslyssins í Andakílsá Orka náttúrunnar, sem rekur rafstöðina í ánni, vinnur að aðgerðaráætlun til að bæta mesta tjónið sem fyrst. 30. maí 2017 13:16 Sækja um leyfi til hreinsunar Orka náttúrunnar hyggst sækja um leyfi til þess að hreinsa aur á nokkrum stöðum í Andakílsá. 16. júní 2017 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Mun meira set barst í Andakílsá en upphaflega var talið Ráðgjafar Orku náttúrunnar hafa endurskoðað mat sitt og telja það nú geta hafa verið þrefalt til fimmfalt miðað við það sem upphaflega var áætlað. 7. júní 2017 09:41
Mikill seiðadauði orðið vegna mengunarslyssins í Andakílsá Orka náttúrunnar, sem rekur rafstöðina í ánni, vinnur að aðgerðaráætlun til að bæta mesta tjónið sem fyrst. 30. maí 2017 13:16
Sækja um leyfi til hreinsunar Orka náttúrunnar hyggst sækja um leyfi til þess að hreinsa aur á nokkrum stöðum í Andakílsá. 16. júní 2017 07:00