Innlent

Sækja um leyfi til hreinsunar

Andakílsvirkjun.
Andakílsvirkjun. Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar hyggst sækja um leyfi til þess að hreinsa aur á nokkrum stöðum í Andakílsá. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar segja að áin hafi náð að hreinsa sig nokkuð án aðgerða, en enn sé þó verulegt set á nokkrum veiðistöðum.

Eins og kunnugt er fór mikið af seti úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar niður í farveg árinnar upp úr miðjum maí. Í kjölfarið skipaði Orka náttúrunnar verkefnahóp sem hefur á undanförnum vikum og dögum gert mælingar í ánni og metið hvort og til hvaða aðgerða eigi að grípa til þess að takmarka áhrif aurburðarins á lífríki árinnar.

Um og upp úr næstu mánaðamótum er von á stærstu laxagöngum sumarsins, en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar telja ekki ráðlegt að ráðast í aðgerðir í ánni eftir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×