Innlent

Mun meira set barst í Andakílsá en upphaflega var talið

Gissur Sigurðsson skrifar
Andakílsvirkjun.
Andakílsvirkjun. Orka náttúrunnar
Nú er talið að mun meira set hafi borist úr inntakslóni Andakílsvirkjunar og niður í árfarveginn, en fyrstu mælingar bentu til, eða 15 til 18 þúsund tonn.

Þetta kemur fram á heimasíðu Orku náttúrunnar og að enn eigi að mæla setið í dag.

Eitthvað af seti hefur þegar skolast niður úr ánni og eftir mælingarnar í dag verður metið hvort hægt verði að herða á þeirri hreinsun.

Hafinn er undirbúningur að því að taka fisk úr ánni í sumar til klaks, þar sem ljóst þykir að sá árgangur seiða, sem var í ánni þegar aurinn barst í hana, hafi orðið fyrir verulegum skakkaföllum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×