Eru sjálflærðir á öll hljóðfæri og græjur Guðný Hrönn skrifar 21. júlí 2017 10:00 Egill og Bjarki lýsa tónlist sinni sem tilraunakenndu poppi. Vísir/Eyþór Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira