Lífið

Daði Freyr kemur fram á sunnudagskvöldinu í Eyjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr hefur slegið í gegn hér á landi í ár.
Daði Freyr hefur slegið í gegn hér á landi í ár.
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr kemur fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á sunnudagskvöldinu og bætist þar með í dagskrá Þjóðhátíðar í ár.

Lífið náði tali af söngvara góðum en stjarna hans hefur skinið skært frá því hann sprakk fram í undankeppni Eurovision í vetur.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu giggi. Ég hef spilað einu sinni áður á Þjóðhátíð með hljómsveitinni RetRoBot og það var rosaleg upplifun,“ segir Daði Freyr.

„Við spiluðum um kvöldið og vorum svo farnir strax um morguninn. Í þetta skiptið næ ég að upplifa sunnudaginn, svo verð ég bara að ná laugardeginum einhvern tímann seinna.“ 

Hann segir að uppáhalds þjóðhátíðarlagið sé Þar sem hjartað slær og var hann staddur í Eyjum þegar það var frumflutt.

„Síðustu mánuðir hafa verið öðruvísi. Ég hef fengið fullt af tilboðum til að vinna við mismunandi verkefni með allskonar fólki sem mér finnst mjög spennandi. Það verður nóg að gera á næstunni. Lífið er gott.“

Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum - 4.-6.ágúst:

Emmsjé Gauti, Frikki Dór, Aron Can, Hildur, FM95Blö, Páll Óskar, Áttan, Dimma, Skítamórall, Ragnhildur Gísladóttir, Sverrir Bergmann, Halldór Gunnar og Albatross, Rigg ásamt Selmu, Regínu, Friðrik Ómari, Matta, Jógvan og Eyþóri Inga, Herra Hnetusmjör, Sara Renee, Alexander Jarl, Sindri Freyr, Stuðlabandið, Gullfoss og Brimnes.

Hægt er að nálgast miða á Þjóðhátíð á vefsíðunni: https://dalurinn.is/
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.