Textinn Aðeins ein jörð er lesinn við tónlist frá NASA Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 09:30 Ómar fór á Létti hringina tvo, en Léttir er sparneytin vespa sem þó kemst á þjóðvegahraða, eftir því sem eigandinn segir. Vísir/GVA Þú kemst frá Reykjavík á Egilsstaði með þessi lög í eyrunum,“ segir skemmtikrafturinn og fréttahaukurinn Ómar Ragnarsson um fjórfalda hljómdiskinn sem hann var að gefa út með 72 lögum og ber heitið Hjarta landsins. Lögin eru ólík og flytjendurnir líka en Ómar er ýmist höfundur laga eða texta eða hvors tveggja. „Þarna eru allt frá hátimbruðum ættjarðarlögum í hreint grín og kerskni,“ tekur hann fram. „Diskurinn á að örva ferðagleði fólks og upplifun á náttúrunni en frá gerólíkum sjónarhornum. Allar mögulegar aðferðir til þess koma við sögu svo sem hestaferðir, fjallgöngur, siglingar, jöklaferðir og jeppaferðir. Elstu upptökur eru frá 1964 eða 5 en langflestar frá síðustu árum.“ Kveikjuna að útgáfunni segir Ómar vera fjölmennar baráttusamkomur fyrir tveimur árum sem snerust um stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég lagði í það púkk lag sem ég kalla Hjarta landsins. Það atriði gekk vel og sú hugmynd kviknaði að tjaldabaki að gefa það út. Útgáfan nú er afsprengi þeirrar hugmyndar – fjórir diskar en tveir þeirra eru endurútgefnir. Hins vegar eru 28 lög sem aldrei hafa komið út á diski áður. Einn texti, Aðeins ein jörð, er lesinn við tónlist frá NASA en elsti textinn er frá 1601 eða 2. Hann er eftir William Shakespeare, ég söng hann á Þrettándakvöldi Herranætur 1959.“ Spurður hvort einhver texti standi honum nær en annar svarar Ómar. „Já, Hjarta landsins og líka Land mitt og þjóð. Eitt er eiginlega sálmur, Yndislega land sem er sungið af Pálma Gunnarssyni. Ég reyndi alltaf að velja flytjendur og útsetjara sem ég tel að passi lögunum, bara Bubbi Morthens átti að syngja Maður og hvalur – enginn annar. En allir geta sungið baráttusönginn Horfum fram. „Hann var endanlega slípaður þegar ég var í Stjórnlagaráði enda blandaður hópur sem syngur hann á diskinum, ég kalla hópinn Þjóðlagaráð.“ Ómar segir fólk nota nýjar aðferðir nú til dags við að dreifa tónlist. „Egill Ólafs ætlar að gefa út 300 eintök á vínyl og árita allt og Páll Óskar ætlar að fara með 300 stykki persónulega heim til hvers kaupanda. Mín aðferð var að fara fyrstu trúbadorferðina um landið á sparneytnasta vespuhjóli sem nær þjóðvegahraða. Það heitir Léttir. Fór hringina tvo, bæði þjóðveg 1 og Vestfirði, og lagði að baki 2.028 kílómetra á innan við fjórum sólarhringum. Var með heilt hljómflutningskerfi og hélt 22 kynningar á leiðinni, þrenna tónleika, sendi tólf hlaðvarpspistla á netinu og enn fleiri fésbókarpistla með myndum úr ferðinni. Bara til að stimpla eitthvað inn sem er einstakt.“ Nú er Ómar að taka upp Ferðastiklur vestur á fjörðum með Láru dóttur sinni og svo stefnir öll fjölskyldan til Brussel um næstu helgi til að vera við brúðkaup. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Þú kemst frá Reykjavík á Egilsstaði með þessi lög í eyrunum,“ segir skemmtikrafturinn og fréttahaukurinn Ómar Ragnarsson um fjórfalda hljómdiskinn sem hann var að gefa út með 72 lögum og ber heitið Hjarta landsins. Lögin eru ólík og flytjendurnir líka en Ómar er ýmist höfundur laga eða texta eða hvors tveggja. „Þarna eru allt frá hátimbruðum ættjarðarlögum í hreint grín og kerskni,“ tekur hann fram. „Diskurinn á að örva ferðagleði fólks og upplifun á náttúrunni en frá gerólíkum sjónarhornum. Allar mögulegar aðferðir til þess koma við sögu svo sem hestaferðir, fjallgöngur, siglingar, jöklaferðir og jeppaferðir. Elstu upptökur eru frá 1964 eða 5 en langflestar frá síðustu árum.“ Kveikjuna að útgáfunni segir Ómar vera fjölmennar baráttusamkomur fyrir tveimur árum sem snerust um stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég lagði í það púkk lag sem ég kalla Hjarta landsins. Það atriði gekk vel og sú hugmynd kviknaði að tjaldabaki að gefa það út. Útgáfan nú er afsprengi þeirrar hugmyndar – fjórir diskar en tveir þeirra eru endurútgefnir. Hins vegar eru 28 lög sem aldrei hafa komið út á diski áður. Einn texti, Aðeins ein jörð, er lesinn við tónlist frá NASA en elsti textinn er frá 1601 eða 2. Hann er eftir William Shakespeare, ég söng hann á Þrettándakvöldi Herranætur 1959.“ Spurður hvort einhver texti standi honum nær en annar svarar Ómar. „Já, Hjarta landsins og líka Land mitt og þjóð. Eitt er eiginlega sálmur, Yndislega land sem er sungið af Pálma Gunnarssyni. Ég reyndi alltaf að velja flytjendur og útsetjara sem ég tel að passi lögunum, bara Bubbi Morthens átti að syngja Maður og hvalur – enginn annar. En allir geta sungið baráttusönginn Horfum fram. „Hann var endanlega slípaður þegar ég var í Stjórnlagaráði enda blandaður hópur sem syngur hann á diskinum, ég kalla hópinn Þjóðlagaráð.“ Ómar segir fólk nota nýjar aðferðir nú til dags við að dreifa tónlist. „Egill Ólafs ætlar að gefa út 300 eintök á vínyl og árita allt og Páll Óskar ætlar að fara með 300 stykki persónulega heim til hvers kaupanda. Mín aðferð var að fara fyrstu trúbadorferðina um landið á sparneytnasta vespuhjóli sem nær þjóðvegahraða. Það heitir Léttir. Fór hringina tvo, bæði þjóðveg 1 og Vestfirði, og lagði að baki 2.028 kílómetra á innan við fjórum sólarhringum. Var með heilt hljómflutningskerfi og hélt 22 kynningar á leiðinni, þrenna tónleika, sendi tólf hlaðvarpspistla á netinu og enn fleiri fésbókarpistla með myndum úr ferðinni. Bara til að stimpla eitthvað inn sem er einstakt.“ Nú er Ómar að taka upp Ferðastiklur vestur á fjörðum með Láru dóttur sinni og svo stefnir öll fjölskyldan til Brussel um næstu helgi til að vera við brúðkaup.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira