Krúttlegur hryllingur í stofunni Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 10:30 Svölu er margt til lista lagt með fram starfi sínu á leikskólanum Hraunborg þar sem hún sinnir smáfólkinu af umhyggju og natni. Henni verður allt að vopni snortin af listagyðjunni, er afbragðs listmálari og föndrar gullfalleg tækifæriskort sem spurst hafa út á meðal manna. MYND/ANTON BRINK Í stofunni hjá Svölu Birnu Sæbjörnsdóttur býr undarleg fjölskylda og fer stækkandi. Þessi fjölskylda hefur hægt um sig þó hún sé áberandi og slær út á sumum köldum hrolli. Svala var nýkomin heim úr endajaxlatöku þegar skemmtileg hugmynd kviknaði í kolli hennar. „Þá sat ég dofin heima í stofu, með nýtekna jaxlana í poka og hugsaði með mér hvað gera skyldi við þá, enda stráheilir og fallegir með rótum. Yngri dóttir mín óskaði eftir að fá að eiga þá en mér hugnaðist það ekki og vildi eiga þá sjálf,“ segir listakonan Svala en allt verður að skarti og fegurð sem hún snertir. „Þar sem ég horfði á jaxlana fann ég löngun til að gera þeim hátt undir höfði. Það er svo oft sem maður tímir ekki að henda hlutum sem svo lenda uppi í skáp og maður lítur ekki á meir. Því flaug mér í hug að leyfa þessum jöxlum að lifa með okkur sem sjálfstæð fjölskylda í litlu listaverki.“ Tannfjölskyldan samanstóð upphaflega af endajöxlum Svölu en síðan hafa bæst við tvær barnatennur úr munnum dætra hennar. „Mér datt í hug að breyta jöxlunum mínum í litla, sæta karla. Þá voru þeir þrír en síðan hefur bæst við barnajaxl úr eldri dóttur minni og fyrsta barnatönnin sem sú yngri missti. Hún varð að barni í fangi frúarinnar með rósahattinn. Frúin er ég sjálf og hinar tennurnar hugsa ég sem eiginmanninn og dætur okkar tvær. Stundum spyr fólk sposkt hver sé sú fimmta, en ætli það sé ekki kettlingurinn sem bætist við fjölskylduna á næstu dögum,“ segir Svala og hlær.Tannfjölskyldan varð upphaflega til úr þremur endajöxlum Svölu en síðan bættust við barnatennur úr dætrum hennar. Hún segir marga dást að verkinu en suma óa við því að tennur úr munni heimilisfólksins séu komnar í ramma eins og fínasta stofustáss.MYND/ANTON BRINKHryllilega dúlluleg djásnSvala tók sig til og fór í tannréttingar á fullorðinsaldri en í undirbúningi þess þurfti að draga burt endajaxlana. „Á árum áður hafði ég þurft að láta fjarlægja endajaxl sem brotnaði í mél í meðförum þess tannlæknis. Því var ánægjulegt að hinir þrír náðust upp með rótum. Nú vantar bara fallega tönn úr heimilisföðurnum til að allir eigi sína eigin tönn í tannfjölskyldunni. Biðin eftir henni gæti þó orðið löng. Það er helst að maður eigi endajaxla eða barnatennur í fórum sínum.“ Svölu langar þó að stækka fjölskylduna í stofunni og geymir barnatennur dætra sinna á vísum stað. „Ég sé fyrir mér að fjölskyldan haldi áfram að stækka í rammanum og barnatennurnar koma mjög vel út. Ég er glöð yfir því að þessi hugmynd skyldi birtast mér því það er óneitanlega skemmtilegra og eigulegra að gera eitthvað skapandi við tennur fjölskyldunnar. Þótt ekki fari mikið fyrir þessu litla listaverki reka allir augun í það; ekki síst eftir að ég skreytti innra byrði rammans með steinum og stráum. Margir verða þó hvumsa og hrylla sig við tilhugsuninni um að þetta séu tennur úr munni manna, en mun fleiri dást að litlu fjölskyldunni og þykja kallarnir dúllulegir og sætir. Hugmyndin er vissulega óvenjuleg en útkoman er sannkallað stofustáss og dýrmæt eftir því.“ Þegar Svala leitast eftir því hvort vinir og vandamenn eigi falar gamlar tennur er árangurinn lítill. „Barnatennur eru flestum foreldrum dýrgripir sem þeir skiljanlega tíma ekki að láta frá sér. Mörgum fullorðnum þykir líka vænt um endajaxla sína, sem stundum þarf að taka; ekki síst ef þeir koma upp heilir og með rót. Því velti ég fyrir mér hvernig best væri að varðveita jaxlana á persónulegan hátt, og með þessu móti er komin falleg lausn til að halda tönnunum til haga um leið og hún gleður augað og alla fjölskylduna.“ Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
Í stofunni hjá Svölu Birnu Sæbjörnsdóttur býr undarleg fjölskylda og fer stækkandi. Þessi fjölskylda hefur hægt um sig þó hún sé áberandi og slær út á sumum köldum hrolli. Svala var nýkomin heim úr endajaxlatöku þegar skemmtileg hugmynd kviknaði í kolli hennar. „Þá sat ég dofin heima í stofu, með nýtekna jaxlana í poka og hugsaði með mér hvað gera skyldi við þá, enda stráheilir og fallegir með rótum. Yngri dóttir mín óskaði eftir að fá að eiga þá en mér hugnaðist það ekki og vildi eiga þá sjálf,“ segir listakonan Svala en allt verður að skarti og fegurð sem hún snertir. „Þar sem ég horfði á jaxlana fann ég löngun til að gera þeim hátt undir höfði. Það er svo oft sem maður tímir ekki að henda hlutum sem svo lenda uppi í skáp og maður lítur ekki á meir. Því flaug mér í hug að leyfa þessum jöxlum að lifa með okkur sem sjálfstæð fjölskylda í litlu listaverki.“ Tannfjölskyldan samanstóð upphaflega af endajöxlum Svölu en síðan hafa bæst við tvær barnatennur úr munnum dætra hennar. „Mér datt í hug að breyta jöxlunum mínum í litla, sæta karla. Þá voru þeir þrír en síðan hefur bæst við barnajaxl úr eldri dóttur minni og fyrsta barnatönnin sem sú yngri missti. Hún varð að barni í fangi frúarinnar með rósahattinn. Frúin er ég sjálf og hinar tennurnar hugsa ég sem eiginmanninn og dætur okkar tvær. Stundum spyr fólk sposkt hver sé sú fimmta, en ætli það sé ekki kettlingurinn sem bætist við fjölskylduna á næstu dögum,“ segir Svala og hlær.Tannfjölskyldan varð upphaflega til úr þremur endajöxlum Svölu en síðan bættust við barnatennur úr dætrum hennar. Hún segir marga dást að verkinu en suma óa við því að tennur úr munni heimilisfólksins séu komnar í ramma eins og fínasta stofustáss.MYND/ANTON BRINKHryllilega dúlluleg djásnSvala tók sig til og fór í tannréttingar á fullorðinsaldri en í undirbúningi þess þurfti að draga burt endajaxlana. „Á árum áður hafði ég þurft að láta fjarlægja endajaxl sem brotnaði í mél í meðförum þess tannlæknis. Því var ánægjulegt að hinir þrír náðust upp með rótum. Nú vantar bara fallega tönn úr heimilisföðurnum til að allir eigi sína eigin tönn í tannfjölskyldunni. Biðin eftir henni gæti þó orðið löng. Það er helst að maður eigi endajaxla eða barnatennur í fórum sínum.“ Svölu langar þó að stækka fjölskylduna í stofunni og geymir barnatennur dætra sinna á vísum stað. „Ég sé fyrir mér að fjölskyldan haldi áfram að stækka í rammanum og barnatennurnar koma mjög vel út. Ég er glöð yfir því að þessi hugmynd skyldi birtast mér því það er óneitanlega skemmtilegra og eigulegra að gera eitthvað skapandi við tennur fjölskyldunnar. Þótt ekki fari mikið fyrir þessu litla listaverki reka allir augun í það; ekki síst eftir að ég skreytti innra byrði rammans með steinum og stráum. Margir verða þó hvumsa og hrylla sig við tilhugsuninni um að þetta séu tennur úr munni manna, en mun fleiri dást að litlu fjölskyldunni og þykja kallarnir dúllulegir og sætir. Hugmyndin er vissulega óvenjuleg en útkoman er sannkallað stofustáss og dýrmæt eftir því.“ Þegar Svala leitast eftir því hvort vinir og vandamenn eigi falar gamlar tennur er árangurinn lítill. „Barnatennur eru flestum foreldrum dýrgripir sem þeir skiljanlega tíma ekki að láta frá sér. Mörgum fullorðnum þykir líka vænt um endajaxla sína, sem stundum þarf að taka; ekki síst ef þeir koma upp heilir og með rót. Því velti ég fyrir mér hvernig best væri að varðveita jaxlana á persónulegan hátt, og með þessu móti er komin falleg lausn til að halda tönnunum til haga um leið og hún gleður augað og alla fjölskylduna.“
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira