Krúttlegur hryllingur í stofunni Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 10:30 Svölu er margt til lista lagt með fram starfi sínu á leikskólanum Hraunborg þar sem hún sinnir smáfólkinu af umhyggju og natni. Henni verður allt að vopni snortin af listagyðjunni, er afbragðs listmálari og föndrar gullfalleg tækifæriskort sem spurst hafa út á meðal manna. MYND/ANTON BRINK Í stofunni hjá Svölu Birnu Sæbjörnsdóttur býr undarleg fjölskylda og fer stækkandi. Þessi fjölskylda hefur hægt um sig þó hún sé áberandi og slær út á sumum köldum hrolli. Svala var nýkomin heim úr endajaxlatöku þegar skemmtileg hugmynd kviknaði í kolli hennar. „Þá sat ég dofin heima í stofu, með nýtekna jaxlana í poka og hugsaði með mér hvað gera skyldi við þá, enda stráheilir og fallegir með rótum. Yngri dóttir mín óskaði eftir að fá að eiga þá en mér hugnaðist það ekki og vildi eiga þá sjálf,“ segir listakonan Svala en allt verður að skarti og fegurð sem hún snertir. „Þar sem ég horfði á jaxlana fann ég löngun til að gera þeim hátt undir höfði. Það er svo oft sem maður tímir ekki að henda hlutum sem svo lenda uppi í skáp og maður lítur ekki á meir. Því flaug mér í hug að leyfa þessum jöxlum að lifa með okkur sem sjálfstæð fjölskylda í litlu listaverki.“ Tannfjölskyldan samanstóð upphaflega af endajöxlum Svölu en síðan hafa bæst við tvær barnatennur úr munnum dætra hennar. „Mér datt í hug að breyta jöxlunum mínum í litla, sæta karla. Þá voru þeir þrír en síðan hefur bæst við barnajaxl úr eldri dóttur minni og fyrsta barnatönnin sem sú yngri missti. Hún varð að barni í fangi frúarinnar með rósahattinn. Frúin er ég sjálf og hinar tennurnar hugsa ég sem eiginmanninn og dætur okkar tvær. Stundum spyr fólk sposkt hver sé sú fimmta, en ætli það sé ekki kettlingurinn sem bætist við fjölskylduna á næstu dögum,“ segir Svala og hlær.Tannfjölskyldan varð upphaflega til úr þremur endajöxlum Svölu en síðan bættust við barnatennur úr dætrum hennar. Hún segir marga dást að verkinu en suma óa við því að tennur úr munni heimilisfólksins séu komnar í ramma eins og fínasta stofustáss.MYND/ANTON BRINKHryllilega dúlluleg djásnSvala tók sig til og fór í tannréttingar á fullorðinsaldri en í undirbúningi þess þurfti að draga burt endajaxlana. „Á árum áður hafði ég þurft að láta fjarlægja endajaxl sem brotnaði í mél í meðförum þess tannlæknis. Því var ánægjulegt að hinir þrír náðust upp með rótum. Nú vantar bara fallega tönn úr heimilisföðurnum til að allir eigi sína eigin tönn í tannfjölskyldunni. Biðin eftir henni gæti þó orðið löng. Það er helst að maður eigi endajaxla eða barnatennur í fórum sínum.“ Svölu langar þó að stækka fjölskylduna í stofunni og geymir barnatennur dætra sinna á vísum stað. „Ég sé fyrir mér að fjölskyldan haldi áfram að stækka í rammanum og barnatennurnar koma mjög vel út. Ég er glöð yfir því að þessi hugmynd skyldi birtast mér því það er óneitanlega skemmtilegra og eigulegra að gera eitthvað skapandi við tennur fjölskyldunnar. Þótt ekki fari mikið fyrir þessu litla listaverki reka allir augun í það; ekki síst eftir að ég skreytti innra byrði rammans með steinum og stráum. Margir verða þó hvumsa og hrylla sig við tilhugsuninni um að þetta séu tennur úr munni manna, en mun fleiri dást að litlu fjölskyldunni og þykja kallarnir dúllulegir og sætir. Hugmyndin er vissulega óvenjuleg en útkoman er sannkallað stofustáss og dýrmæt eftir því.“ Þegar Svala leitast eftir því hvort vinir og vandamenn eigi falar gamlar tennur er árangurinn lítill. „Barnatennur eru flestum foreldrum dýrgripir sem þeir skiljanlega tíma ekki að láta frá sér. Mörgum fullorðnum þykir líka vænt um endajaxla sína, sem stundum þarf að taka; ekki síst ef þeir koma upp heilir og með rót. Því velti ég fyrir mér hvernig best væri að varðveita jaxlana á persónulegan hátt, og með þessu móti er komin falleg lausn til að halda tönnunum til haga um leið og hún gleður augað og alla fjölskylduna.“ Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Í stofunni hjá Svölu Birnu Sæbjörnsdóttur býr undarleg fjölskylda og fer stækkandi. Þessi fjölskylda hefur hægt um sig þó hún sé áberandi og slær út á sumum köldum hrolli. Svala var nýkomin heim úr endajaxlatöku þegar skemmtileg hugmynd kviknaði í kolli hennar. „Þá sat ég dofin heima í stofu, með nýtekna jaxlana í poka og hugsaði með mér hvað gera skyldi við þá, enda stráheilir og fallegir með rótum. Yngri dóttir mín óskaði eftir að fá að eiga þá en mér hugnaðist það ekki og vildi eiga þá sjálf,“ segir listakonan Svala en allt verður að skarti og fegurð sem hún snertir. „Þar sem ég horfði á jaxlana fann ég löngun til að gera þeim hátt undir höfði. Það er svo oft sem maður tímir ekki að henda hlutum sem svo lenda uppi í skáp og maður lítur ekki á meir. Því flaug mér í hug að leyfa þessum jöxlum að lifa með okkur sem sjálfstæð fjölskylda í litlu listaverki.“ Tannfjölskyldan samanstóð upphaflega af endajöxlum Svölu en síðan hafa bæst við tvær barnatennur úr munnum dætra hennar. „Mér datt í hug að breyta jöxlunum mínum í litla, sæta karla. Þá voru þeir þrír en síðan hefur bæst við barnajaxl úr eldri dóttur minni og fyrsta barnatönnin sem sú yngri missti. Hún varð að barni í fangi frúarinnar með rósahattinn. Frúin er ég sjálf og hinar tennurnar hugsa ég sem eiginmanninn og dætur okkar tvær. Stundum spyr fólk sposkt hver sé sú fimmta, en ætli það sé ekki kettlingurinn sem bætist við fjölskylduna á næstu dögum,“ segir Svala og hlær.Tannfjölskyldan varð upphaflega til úr þremur endajöxlum Svölu en síðan bættust við barnatennur úr dætrum hennar. Hún segir marga dást að verkinu en suma óa við því að tennur úr munni heimilisfólksins séu komnar í ramma eins og fínasta stofustáss.MYND/ANTON BRINKHryllilega dúlluleg djásnSvala tók sig til og fór í tannréttingar á fullorðinsaldri en í undirbúningi þess þurfti að draga burt endajaxlana. „Á árum áður hafði ég þurft að láta fjarlægja endajaxl sem brotnaði í mél í meðförum þess tannlæknis. Því var ánægjulegt að hinir þrír náðust upp með rótum. Nú vantar bara fallega tönn úr heimilisföðurnum til að allir eigi sína eigin tönn í tannfjölskyldunni. Biðin eftir henni gæti þó orðið löng. Það er helst að maður eigi endajaxla eða barnatennur í fórum sínum.“ Svölu langar þó að stækka fjölskylduna í stofunni og geymir barnatennur dætra sinna á vísum stað. „Ég sé fyrir mér að fjölskyldan haldi áfram að stækka í rammanum og barnatennurnar koma mjög vel út. Ég er glöð yfir því að þessi hugmynd skyldi birtast mér því það er óneitanlega skemmtilegra og eigulegra að gera eitthvað skapandi við tennur fjölskyldunnar. Þótt ekki fari mikið fyrir þessu litla listaverki reka allir augun í það; ekki síst eftir að ég skreytti innra byrði rammans með steinum og stráum. Margir verða þó hvumsa og hrylla sig við tilhugsuninni um að þetta séu tennur úr munni manna, en mun fleiri dást að litlu fjölskyldunni og þykja kallarnir dúllulegir og sætir. Hugmyndin er vissulega óvenjuleg en útkoman er sannkallað stofustáss og dýrmæt eftir því.“ Þegar Svala leitast eftir því hvort vinir og vandamenn eigi falar gamlar tennur er árangurinn lítill. „Barnatennur eru flestum foreldrum dýrgripir sem þeir skiljanlega tíma ekki að láta frá sér. Mörgum fullorðnum þykir líka vænt um endajaxla sína, sem stundum þarf að taka; ekki síst ef þeir koma upp heilir og með rót. Því velti ég fyrir mér hvernig best væri að varðveita jaxlana á persónulegan hátt, og með þessu móti er komin falleg lausn til að halda tönnunum til haga um leið og hún gleður augað og alla fjölskylduna.“
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira