Er spennt fyrir ferðalaginu inn í næsta áratug Guðný Hrönn skrifar 26. júlí 2017 09:00 Andrea Maack á stórafmæli í dag og ætlar í tilefni þess að skála í kampavíni. Vísir/Andri Marinó „Þetta leggst vel í mig, það er gaman að þessu,“ segir myndlistarkonan Andrea Maack aðspurð hvernig fertugsafmælið leggst í hana. Andrea ætlar ekki að halda stóra veislu í tilefni afmælisins. „Nei, ég ætla að skála í kampavíni og kavíar með vinum og fjölskyldu. Það er sérkennilegt að eiga afmæli um sumar. Fólk er mikið í burtu, erlendis eða úti á landi. Ef maður ætlaði að halda eitthvað þá þyrfti maður að plana afmælið langt fram í tímann og ég skipulegg yfirleitt allt með mjög stuttum fyrirvara. Eins og amma benti einhvern tímann á: ef maður á afmæli í lok mánaðar þá eru allir búnir að gefa afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Andrea hefur sjaldan haldið stórar veislur í tilefni afmæla sinna. „Ég man eiginlega ekki eftir að hafa gert það. Þannig að það er ekki hægt að segja að ég sé mikil afmælisveislutýpa. En mér þykir samt sem áður gaman að vera afmælisbarn. Ég er ljón í stjörnumerki og ljónin elska að fá athygli þó að við viðurkennum það ekki. Ljónin láta líka ljós sitt skína á sumrin, þetta er okkar tími.“En er hún búin að óska sér einhvers í afmælisgjöf? „Nei, ég er frekar lítil gjafamanneskja. Síðasti áratugur hefur kennt mér mikið upp á það að gera. Ég finn litla tengingu við veraldlega hluti og bið frekar um eitthvað persónulegt frá fólki. Frænkur mínar eru til dæmis listrænar og eru alltaf að skapa þannig að ég vel frekar persónulegar gjafir sem ekki er hægt að kaupa úti í búð og hafa persónulega merkingu eða sögu.“„Þetta hefur einmitt breyst mikið hjá mér síðasta áratuginn. Í kringum þrítugt spáði ég miklu meira í veraldlega hluti, en í dag skipta þeir mig ótrúlega litlu máli. Með tímanum lærir maður að meta aðra hluti og þakka fyrir þá, eins og til dæmis fólkið í kringum mann.“ Spurð út í hvort hún hafi almennt breyst mikið í gegnum árin svarar Andrea játandi. „Já, og ég held að síðustu tíu ár hafi verið ákveðin upphitun og skóli fyrir það sem er fram undan. Ég lifi frekar óhefðbundnu lífi, tek áhættu og hef nýtt síðustu misseri til að gera allt sem mig hefur alltaf dreymt um að gera eins og til dæmis að ferðast út um allt og stofna eigið fyrirtæki,“ útskýrir Andrea sem er spennt fyrir því sem er fram undan. „Ég er mjög spennt fyrir ferðalaginu inn í næsta áratug. Og eins og ég segi þá vil ég ekki hafa hlutina allt of skorðaða, þannig að það verður gaman að sjá hvað gerist á næstu árum. Þó að ég reikni með að festa aðeins fleiri rætur en ég gerði á þeim síðasta.“ Andrea hefur á síðustu árum haft í nógu að snúast í kringum ilmvatnsfyrirtæki sitt og búið töluvert erlendis. „Ég er bæði myndlistarmaður og ilmhönnuður og þetta hefur tekið yfir hjá mér á síðustu fimm árum. Þetta hefur verið mikil vinna en ótrúlega gaman. Fyrirtækið hefur verið að stækka og breytast og ég hef ferðast mikið vegna vinnunnar. En það er gaman að vera komin meira heim aftur.“ Aðspurð hvort hún sé flutt aftur til Íslands fyrir fullt og allt segir Andrea: „Það verður að koma í ljós, en það er gaman að vera hérna heima og sjá hvað er að gerast á Íslandi, og einnig að verja meiri tíma með fjöskyldunni og ferðast um landið. Það er mikil orka í gangi hér. En framtíðin óráðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig, það er gaman að þessu,“ segir myndlistarkonan Andrea Maack aðspurð hvernig fertugsafmælið leggst í hana. Andrea ætlar ekki að halda stóra veislu í tilefni afmælisins. „Nei, ég ætla að skála í kampavíni og kavíar með vinum og fjölskyldu. Það er sérkennilegt að eiga afmæli um sumar. Fólk er mikið í burtu, erlendis eða úti á landi. Ef maður ætlaði að halda eitthvað þá þyrfti maður að plana afmælið langt fram í tímann og ég skipulegg yfirleitt allt með mjög stuttum fyrirvara. Eins og amma benti einhvern tímann á: ef maður á afmæli í lok mánaðar þá eru allir búnir að gefa afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Andrea hefur sjaldan haldið stórar veislur í tilefni afmæla sinna. „Ég man eiginlega ekki eftir að hafa gert það. Þannig að það er ekki hægt að segja að ég sé mikil afmælisveislutýpa. En mér þykir samt sem áður gaman að vera afmælisbarn. Ég er ljón í stjörnumerki og ljónin elska að fá athygli þó að við viðurkennum það ekki. Ljónin láta líka ljós sitt skína á sumrin, þetta er okkar tími.“En er hún búin að óska sér einhvers í afmælisgjöf? „Nei, ég er frekar lítil gjafamanneskja. Síðasti áratugur hefur kennt mér mikið upp á það að gera. Ég finn litla tengingu við veraldlega hluti og bið frekar um eitthvað persónulegt frá fólki. Frænkur mínar eru til dæmis listrænar og eru alltaf að skapa þannig að ég vel frekar persónulegar gjafir sem ekki er hægt að kaupa úti í búð og hafa persónulega merkingu eða sögu.“„Þetta hefur einmitt breyst mikið hjá mér síðasta áratuginn. Í kringum þrítugt spáði ég miklu meira í veraldlega hluti, en í dag skipta þeir mig ótrúlega litlu máli. Með tímanum lærir maður að meta aðra hluti og þakka fyrir þá, eins og til dæmis fólkið í kringum mann.“ Spurð út í hvort hún hafi almennt breyst mikið í gegnum árin svarar Andrea játandi. „Já, og ég held að síðustu tíu ár hafi verið ákveðin upphitun og skóli fyrir það sem er fram undan. Ég lifi frekar óhefðbundnu lífi, tek áhættu og hef nýtt síðustu misseri til að gera allt sem mig hefur alltaf dreymt um að gera eins og til dæmis að ferðast út um allt og stofna eigið fyrirtæki,“ útskýrir Andrea sem er spennt fyrir því sem er fram undan. „Ég er mjög spennt fyrir ferðalaginu inn í næsta áratug. Og eins og ég segi þá vil ég ekki hafa hlutina allt of skorðaða, þannig að það verður gaman að sjá hvað gerist á næstu árum. Þó að ég reikni með að festa aðeins fleiri rætur en ég gerði á þeim síðasta.“ Andrea hefur á síðustu árum haft í nógu að snúast í kringum ilmvatnsfyrirtæki sitt og búið töluvert erlendis. „Ég er bæði myndlistarmaður og ilmhönnuður og þetta hefur tekið yfir hjá mér á síðustu fimm árum. Þetta hefur verið mikil vinna en ótrúlega gaman. Fyrirtækið hefur verið að stækka og breytast og ég hef ferðast mikið vegna vinnunnar. En það er gaman að vera komin meira heim aftur.“ Aðspurð hvort hún sé flutt aftur til Íslands fyrir fullt og allt segir Andrea: „Það verður að koma í ljós, en það er gaman að vera hérna heima og sjá hvað er að gerast á Íslandi, og einnig að verja meiri tíma með fjöskyldunni og ferðast um landið. Það er mikil orka í gangi hér. En framtíðin óráðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira