Alþjóðlega skátamótið: Skátarnir leggja til allt að 20 þúsund klukkustundir í sjálfboðavinnu samanlagt Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. júlí 2017 16:04 Skátarnir voru glaðir við setningu skátamótsins. Visir/Vilhelm Alþjóðlega skátamótið sem haldið er um þessar mundir gengur prýðilega að sögn Hrannar Pétursdóttur, mótsstjóra. Þrenns konar dagskrá er í boði fyrir skátana. Hægt er að velja um náttúru og útvist, menningu og samfélag eða náttúru og umhverfi. Hún segir að búið sé að dreifa skátunum um allt land þar sem þeir sinna hinum ýmsu verkefnum. Skátarnir hafi allir sitt áhugasvið og tekið hafi verið tillit til þess þegar þeim var skipt niður í hópa.Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri.HrönnSinna sjálfboðaliðastarfiHluti af skyldum þeirra þessa daga sem þeir eru hér er að sinna sjálfboðaliðastarfi. Hafa því skátarnir aðstoðað sveitarfélög við að leggja vegi, setja niður blóm og við skipulagningu bæjarhátíða svo fátt eitt sé nefnt. „Allir þátttakendur vinna í sjálfboðavinnu, samfélagsverkefni þar sem þeir leggja til fjórar til sex klukkustundir. Þetta eru sem sé 20 þúsund vinnustundir eða sem samsvara ellefu mannárum í vinnu sem allir þessir skátar eru að leggja til. Þá er það þannig að sveitarfélögin og samfélögin leggja okkur til verkefnin,“ segir Hrönn í samtali við Vísi. Hún segir mikla kunnáttu og færni vera í hópnum. Ekki er um að ræða fjóra til sex klukkustundir á dag heldur er þeim dreift yfir tímabilið.Umfangsmikill viðburðurHrönn segir að þetta sé umfangsmesti viðburður Íslandssögunnar. „Þetta er, að því er við best vitum, umfangsmesti viðburður Íslandssögunnar. Þetta eru níu daga og rúmlega 5000 manns frá í kringum 100 þjóðum og við leggjum allt til. Ef það er tónlistarhátíð þá leggurðu til dagskrána og setur upp sölubása en þú ert ekki að gera meira. Við erum að gera allt, við erum með allar ferðir, allan mat, alla svefnstaði, alla dagskrá; við erum með allt. Við sjáum um nánast allt í lífi þessa fólks þessa níu daga,“ segir Hrönn.Bæjarbúar til bjargar Slatti af farangri skátanna komst ekki til skila þegar þeir komu til landsins. Hrönn segir skátanna ekki hafa gefist upp og hafi nokkrir á suðurlandi til að mynda auglýst eftir svefnpokum á Facebook grúbbu Selfoss og viti menn, íbúar komu þeim til bjargar. „Það eru allir að leggja til lið með okkur við það að láta þetta ganga upp og það er algjörlega frábært,“ segir Hrönn að lokum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Alþjóðlega skátamótið sem haldið er um þessar mundir gengur prýðilega að sögn Hrannar Pétursdóttur, mótsstjóra. Þrenns konar dagskrá er í boði fyrir skátana. Hægt er að velja um náttúru og útvist, menningu og samfélag eða náttúru og umhverfi. Hún segir að búið sé að dreifa skátunum um allt land þar sem þeir sinna hinum ýmsu verkefnum. Skátarnir hafi allir sitt áhugasvið og tekið hafi verið tillit til þess þegar þeim var skipt niður í hópa.Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri.HrönnSinna sjálfboðaliðastarfiHluti af skyldum þeirra þessa daga sem þeir eru hér er að sinna sjálfboðaliðastarfi. Hafa því skátarnir aðstoðað sveitarfélög við að leggja vegi, setja niður blóm og við skipulagningu bæjarhátíða svo fátt eitt sé nefnt. „Allir þátttakendur vinna í sjálfboðavinnu, samfélagsverkefni þar sem þeir leggja til fjórar til sex klukkustundir. Þetta eru sem sé 20 þúsund vinnustundir eða sem samsvara ellefu mannárum í vinnu sem allir þessir skátar eru að leggja til. Þá er það þannig að sveitarfélögin og samfélögin leggja okkur til verkefnin,“ segir Hrönn í samtali við Vísi. Hún segir mikla kunnáttu og færni vera í hópnum. Ekki er um að ræða fjóra til sex klukkustundir á dag heldur er þeim dreift yfir tímabilið.Umfangsmikill viðburðurHrönn segir að þetta sé umfangsmesti viðburður Íslandssögunnar. „Þetta er, að því er við best vitum, umfangsmesti viðburður Íslandssögunnar. Þetta eru níu daga og rúmlega 5000 manns frá í kringum 100 þjóðum og við leggjum allt til. Ef það er tónlistarhátíð þá leggurðu til dagskrána og setur upp sölubása en þú ert ekki að gera meira. Við erum að gera allt, við erum með allar ferðir, allan mat, alla svefnstaði, alla dagskrá; við erum með allt. Við sjáum um nánast allt í lífi þessa fólks þessa níu daga,“ segir Hrönn.Bæjarbúar til bjargar Slatti af farangri skátanna komst ekki til skila þegar þeir komu til landsins. Hrönn segir skátanna ekki hafa gefist upp og hafi nokkrir á suðurlandi til að mynda auglýst eftir svefnpokum á Facebook grúbbu Selfoss og viti menn, íbúar komu þeim til bjargar. „Það eru allir að leggja til lið með okkur við það að láta þetta ganga upp og það er algjörlega frábært,“ segir Hrönn að lokum
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira