Lögreglan kölluð tvisvar að Herjólfi vegna ósáttra farþega eftir að fjórar ferðir féllu niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 16:30 Frá höfninni í Vestmannaeyjum í dag þegar lögreglan var kölluð þar til í annað skiptið á innan við sólarhring. arnar richardsson Lögreglan í Vestmannaeyjum var kölluð einu sinni út í gærkvöldi og einu sinni út í dag að höfninni í Eyjum vegna ósáttra farþega sem komust ekki með Herjólfi. Fjórar ferðir hans féllu niður í gær með tilheyrandi óþægindum fyrir farþega. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir að í gær hafi verið um að ræða erlenda ferðamenn sem voru ósáttir við að komast ekki með ferjunni þar sem ferð féll niður og í morgun var annar ósáttur farþegi, Íslendingur, á ferð vegna þess að hann komst ekki með bílinn um borð. Aðspurður segir Tryggvi að það sé ekki algengt að lögreglan sé kölluð til að Herjólfi og bætir við að hlutirnir hafi leyst farsællega bæði í gær og í dag.Erfitt að við aðstæðurnar í Landeyjarhöfn Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjudeildar Eimskips, segir að fjórar ferðir Herjólfs hafi fallið niður í gær. Þeir farþegar sem áttu pantað með bátnum í gær lenda á biðlista þar sem þeir farþegar sem eiga pantað með bátnum í dag ganga fyrir. „Meginástæðan fyrir þessu er vegna þess að dýpið í Landeyjahöfn er takmarkandi, það er að segja dýpið á milli hafnargarðanna er of lítið til þess að hægt sé að sigla þarna þegar ölduhæðin er mikil og ölduhæðin í gær var langt yfir því sem spáð var þannig að þetta ástand sem kom þarna upp var töluvert óvænt,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi. Hann segir ekki hægt að sigla ferðirnar inn í nóttað eða byrjað fyrr á morgnana þar sem ekki sé hægt að lengja vinnutíma áhafnarinnar. Fyrirtækið sé ekki með mannskap í aðra áhöfn svo hægt sé að sigla á milli lands og eyja til að mynda á nóttunni. „Auðvitað væri það hægt ef maður hefði auka mannskap að sigla á næturnar, eða mjög seint á kvöldin og snemma á morgnana, en því miður höfum við það ekki nú svo þetta er erfitt við að eiga. Þetta er auðvitað alveg skelfilega erfitt og alveg hræðilegt ástand fyrir okkar góðu farþega og okkur þykir þetta auðvitað alveg gríðarlega leiðinlegt. Því miður ráðum við ekki við aðstæður og þegar dýpið er svona eins og í gær og ölduhæðin eins og hún var þá erum við í stökustu vandræðum,“ segir Gunnlaugur og bætir að það sé mjög óvanalegt að dýpið skuli vera takmarkandi á þessum tíma. Hann gerir ráð fyrir því að búið verði að vinda ofan af biðlistunum á morgun. Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum var kölluð einu sinni út í gærkvöldi og einu sinni út í dag að höfninni í Eyjum vegna ósáttra farþega sem komust ekki með Herjólfi. Fjórar ferðir hans féllu niður í gær með tilheyrandi óþægindum fyrir farþega. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir að í gær hafi verið um að ræða erlenda ferðamenn sem voru ósáttir við að komast ekki með ferjunni þar sem ferð féll niður og í morgun var annar ósáttur farþegi, Íslendingur, á ferð vegna þess að hann komst ekki með bílinn um borð. Aðspurður segir Tryggvi að það sé ekki algengt að lögreglan sé kölluð til að Herjólfi og bætir við að hlutirnir hafi leyst farsællega bæði í gær og í dag.Erfitt að við aðstæðurnar í Landeyjarhöfn Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjudeildar Eimskips, segir að fjórar ferðir Herjólfs hafi fallið niður í gær. Þeir farþegar sem áttu pantað með bátnum í gær lenda á biðlista þar sem þeir farþegar sem eiga pantað með bátnum í dag ganga fyrir. „Meginástæðan fyrir þessu er vegna þess að dýpið í Landeyjahöfn er takmarkandi, það er að segja dýpið á milli hafnargarðanna er of lítið til þess að hægt sé að sigla þarna þegar ölduhæðin er mikil og ölduhæðin í gær var langt yfir því sem spáð var þannig að þetta ástand sem kom þarna upp var töluvert óvænt,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi. Hann segir ekki hægt að sigla ferðirnar inn í nóttað eða byrjað fyrr á morgnana þar sem ekki sé hægt að lengja vinnutíma áhafnarinnar. Fyrirtækið sé ekki með mannskap í aðra áhöfn svo hægt sé að sigla á milli lands og eyja til að mynda á nóttunni. „Auðvitað væri það hægt ef maður hefði auka mannskap að sigla á næturnar, eða mjög seint á kvöldin og snemma á morgnana, en því miður höfum við það ekki nú svo þetta er erfitt við að eiga. Þetta er auðvitað alveg skelfilega erfitt og alveg hræðilegt ástand fyrir okkar góðu farþega og okkur þykir þetta auðvitað alveg gríðarlega leiðinlegt. Því miður ráðum við ekki við aðstæður og þegar dýpið er svona eins og í gær og ölduhæðin eins og hún var þá erum við í stökustu vandræðum,“ segir Gunnlaugur og bætir að það sé mjög óvanalegt að dýpið skuli vera takmarkandi á þessum tíma. Hann gerir ráð fyrir því að búið verði að vinda ofan af biðlistunum á morgun.
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira