Göngufólkið í Lónsöræfum fundið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2017 07:36 Ekkert amaði að göngufólkinu. Þrír göngumenn, sem týndir voru í Lónsöræfum við Vatnajökul, eru fundnir. Fólkið náði að komast af sjálfsdáðum í skálann Egilssel og er allt heilt á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Leit hefur staðið yfir í alla nótt að göngufólkinu í Lónsöræfum sem orðið hafði viðskila við göngufélaga sína í gær. Um klukkan 7 í morgun fundu björgunarsveitarmenn fólkið, sem komist hafði af sjálfsdáðum í skálann Egilssel. Ekkert amar að fólkinu. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar í morgun en var þó ekki komin á staðinn þegar fólkið fannst. Leitarskilyrði voru erfið en þó nokkur vindur hefur verið á svæðinu auk mikillar þoku. „Um 50 manns hafa komið að leitinni í nótt við krefjandi aðstæðu. Baldur Pálsson, sem er í aðgerðarstjórn, segir að aðgerðin hafi tekist betur en menn bjuggust við þar sem leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og mjög lélegt fjarskiptasamband er þar. Þegar fólkið fannst var í undirbúningi að boða út enn fleira björgunarsveitarfólk og einnig hafði verið óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.Maður á Síðujökli einnig fundinnFerðamaður á Síðujökli lenti einnig í vandræðum vegna veðurs í nótt. Hann óskaði eftir aðstoð í gegnum neyðarsendi en björgunarsveitarmenn á snjósleðum komu að honum þar sem hann hafði ætlað að gista nóttina í tjaldi á jöklinum. „Um fjögur í nótt komu björgunarsveitarmenn á snjósleðum að manninum sem hafði ætlað að gista nóttina í tjaldi á Síðujökli en lenti í vandræðum vegna veðurs. Maðurinn hafði náð að senda út neyðarboð með neyðarsendi og því var staðsetning hans þekkt. Hann hafði haldið kyrru fyrir á þeim stað og var orðin kaldur og blautur þegar komið var að honum. Hann var ferjaður á sleðum áleiðs að björgunarsveitarbílum sem voru ofar á jöklinum og er nú á leið til af jöklinum,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Þrír göngumenn, sem týndir voru í Lónsöræfum við Vatnajökul, eru fundnir. Fólkið náði að komast af sjálfsdáðum í skálann Egilssel og er allt heilt á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Leit hefur staðið yfir í alla nótt að göngufólkinu í Lónsöræfum sem orðið hafði viðskila við göngufélaga sína í gær. Um klukkan 7 í morgun fundu björgunarsveitarmenn fólkið, sem komist hafði af sjálfsdáðum í skálann Egilssel. Ekkert amar að fólkinu. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar í morgun en var þó ekki komin á staðinn þegar fólkið fannst. Leitarskilyrði voru erfið en þó nokkur vindur hefur verið á svæðinu auk mikillar þoku. „Um 50 manns hafa komið að leitinni í nótt við krefjandi aðstæðu. Baldur Pálsson, sem er í aðgerðarstjórn, segir að aðgerðin hafi tekist betur en menn bjuggust við þar sem leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og mjög lélegt fjarskiptasamband er þar. Þegar fólkið fannst var í undirbúningi að boða út enn fleira björgunarsveitarfólk og einnig hafði verið óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.Maður á Síðujökli einnig fundinnFerðamaður á Síðujökli lenti einnig í vandræðum vegna veðurs í nótt. Hann óskaði eftir aðstoð í gegnum neyðarsendi en björgunarsveitarmenn á snjósleðum komu að honum þar sem hann hafði ætlað að gista nóttina í tjaldi á jöklinum. „Um fjögur í nótt komu björgunarsveitarmenn á snjósleðum að manninum sem hafði ætlað að gista nóttina í tjaldi á Síðujökli en lenti í vandræðum vegna veðurs. Maðurinn hafði náð að senda út neyðarboð með neyðarsendi og því var staðsetning hans þekkt. Hann hafði haldið kyrru fyrir á þeim stað og var orðin kaldur og blautur þegar komið var að honum. Hann var ferjaður á sleðum áleiðs að björgunarsveitarbílum sem voru ofar á jöklinum og er nú á leið til af jöklinum,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira