Franskir skátar sekir um glapræði og hugsunarleysi Gissur Sigurðsson skrifar 12. júlí 2017 15:23 Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir ólgandi Skaftá, sem engum dettur í hug að vaða nema frönskum skátum. Sigmaður þyrlunnar fór út til mannsins og studdi hann inn í vél. Var hann vel á sig kominn þrátt fyrir að vera illa klæddur. Búið var að hita rými þyrlunnar vel og var manninum gefinn heitur drykkur. Viðar Björgvinsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils á Klaustri segir að það hafi verið algert glapræði hjá erlendum skátum að reyna að vaða yfir Skaftá á þeim stað þar sem þeir reyndu það í gærkvöldi. Hann segir að björgunarmenn og skátarnir, hafi allir verið í hættu meðan á björgun þeirra stóð. „Algjört glapræði og hugsunarleysi. Ekki þess virði að drepa sig fyrir þetta,“ segir Viðar samtali við fréttastofu 365. Um var að ræða það að 10 franskir skátar á aldrinum 18 til 24 ára sem voru orðnir strandaglópar á hólma úti í miðri á. Var hlúð að þeim í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri eftir að þeir komust kaldir og hraktir í land. Viðar segir aðstæður hafa verið erfiðar. Björgunarsveitarmenn þurftu að vaða út í hólma til að bjarga skátunum hvar þeir voru strandaglópar úti í hólma. „Þau voru búin að fara þar yfir fyrr um daginn en það var búið að aukast það mikið í ánni þegar við komum. Þau komust ekki yfir. Þetta er mjög straumhörð á þarna. Og jökulköld. Þó það hafi verið 18 stiga hiti úti þá hafði það engin áhrif á ánna.“Viðari leist ekkert á það að þurfa að vaða út í Skaftá, það geri enginn, en björgunarsveitarmenn þurftu að láta sig hafa það til að bjarga frönsku skátunum.Aðspurður segir Viðar að ekki hafi verið um það að ræða að aka út í hólmann. „Nei, við urðum að labba þarna einhverja 5 til 6 hundruð metra yfir hraun að ánni. Við komum engum farartækjum að og það tók okkur nokkurn tíma að átta okkur á því hvar fólkið væri.“ Og Viðar segir að talsverð hætta hafi verð á ferðum. „Það fer enginn maður vaðandi yfir Skaftá, það er nú bara þannig og allra síst þarna þar sem hún er mjög straumhörð. Mér leist ekkert á að fara að vaða Skaftá.“ Einn skátinn var svo fjær hópnum og það var ekki hægt að vaða til hans. Hann var sóttur með fulltingi þyrlu frá Landhelgisgæslunni. „Já, það voru stórir álar sitthvoru megin við hann. Við gerðum tilraun til að vaða þangað en það var ekki fræðilegur möguleiki að komast að honum og það var bara þyrla eða jarðýta, sem kæmist þar að.“ Tengdar fréttir Erlendir skátar í háskaleik tengjast ekki alþjóðlegu skátamóti Í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta segir að skátarnir, sem ákváðu að vaða Skaftá, hafi verið varaðir við af landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Laka en virt þá viðvörun að vettugi. 12. júlí 2017 11:02 Þyrlan kölluð til vegna strandaglóps sem fór í Skaftá Tíu skátar komust í hann krappann í Skaftá í kvöld. Einn komst í sjálfheldu í hólma í ánni og þurfti að kalla til þyrlu Gæslunnar. 11. júlí 2017 23:14 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Viðar Björgvinsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils á Klaustri segir að það hafi verið algert glapræði hjá erlendum skátum að reyna að vaða yfir Skaftá á þeim stað þar sem þeir reyndu það í gærkvöldi. Hann segir að björgunarmenn og skátarnir, hafi allir verið í hættu meðan á björgun þeirra stóð. „Algjört glapræði og hugsunarleysi. Ekki þess virði að drepa sig fyrir þetta,“ segir Viðar samtali við fréttastofu 365. Um var að ræða það að 10 franskir skátar á aldrinum 18 til 24 ára sem voru orðnir strandaglópar á hólma úti í miðri á. Var hlúð að þeim í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri eftir að þeir komust kaldir og hraktir í land. Viðar segir aðstæður hafa verið erfiðar. Björgunarsveitarmenn þurftu að vaða út í hólma til að bjarga skátunum hvar þeir voru strandaglópar úti í hólma. „Þau voru búin að fara þar yfir fyrr um daginn en það var búið að aukast það mikið í ánni þegar við komum. Þau komust ekki yfir. Þetta er mjög straumhörð á þarna. Og jökulköld. Þó það hafi verið 18 stiga hiti úti þá hafði það engin áhrif á ánna.“Viðari leist ekkert á það að þurfa að vaða út í Skaftá, það geri enginn, en björgunarsveitarmenn þurftu að láta sig hafa það til að bjarga frönsku skátunum.Aðspurður segir Viðar að ekki hafi verið um það að ræða að aka út í hólmann. „Nei, við urðum að labba þarna einhverja 5 til 6 hundruð metra yfir hraun að ánni. Við komum engum farartækjum að og það tók okkur nokkurn tíma að átta okkur á því hvar fólkið væri.“ Og Viðar segir að talsverð hætta hafi verð á ferðum. „Það fer enginn maður vaðandi yfir Skaftá, það er nú bara þannig og allra síst þarna þar sem hún er mjög straumhörð. Mér leist ekkert á að fara að vaða Skaftá.“ Einn skátinn var svo fjær hópnum og það var ekki hægt að vaða til hans. Hann var sóttur með fulltingi þyrlu frá Landhelgisgæslunni. „Já, það voru stórir álar sitthvoru megin við hann. Við gerðum tilraun til að vaða þangað en það var ekki fræðilegur möguleiki að komast að honum og það var bara þyrla eða jarðýta, sem kæmist þar að.“
Tengdar fréttir Erlendir skátar í háskaleik tengjast ekki alþjóðlegu skátamóti Í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta segir að skátarnir, sem ákváðu að vaða Skaftá, hafi verið varaðir við af landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Laka en virt þá viðvörun að vettugi. 12. júlí 2017 11:02 Þyrlan kölluð til vegna strandaglóps sem fór í Skaftá Tíu skátar komust í hann krappann í Skaftá í kvöld. Einn komst í sjálfheldu í hólma í ánni og þurfti að kalla til þyrlu Gæslunnar. 11. júlí 2017 23:14 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Erlendir skátar í háskaleik tengjast ekki alþjóðlegu skátamóti Í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta segir að skátarnir, sem ákváðu að vaða Skaftá, hafi verið varaðir við af landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Laka en virt þá viðvörun að vettugi. 12. júlí 2017 11:02
Þyrlan kölluð til vegna strandaglóps sem fór í Skaftá Tíu skátar komust í hann krappann í Skaftá í kvöld. Einn komst í sjálfheldu í hólma í ánni og þurfti að kalla til þyrlu Gæslunnar. 11. júlí 2017 23:14